Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 20

Vera - 01.05.1996, Blaðsíða 20
kvnnarannsóknir 4 ftucitíictjitr t§{etri>tnga§agnii ncriilciíú cím tim)«íiti*? Inga Huld Hákonardóttir rœðir við dansk-bandarísku freeðikonuna Jenny Jochens Dansk-bandaríska fræöikonan Jenny Jochens sendir frá sér tvær bækur um konur í norrænum miöaldatextum, af- rakstur tuttugu ára rannsókna. í margar aldir hafa læröir menn þurrkaö burt úr textum sínum allt sem konur snerti eins og hverja aðra óværu. Hefðin var oröin svo rótgróin að flestar konur tóku því sem sjálf- sögðum hlut að formæöra þeirra væri að engu getið í mannkynssögunni. Höfðu þær kannske ekki látið sér nægja að skeina börn og elda graut meðan karlar drýgðu dáðir, eins og segir í góðum brag? í miðaldatextum okkar segir fleira af kon- um en í nokkrum öörum evrópskum heimild- um frá sama tíma. Fræöikonur eru farnar að ganga í þennan sjóö og fyrsta bókin eftir ís- lenskan höfund er nýkomin út hjá Háskóla- útgáfunni, Konur og vígamenn eftir sagn- fræöinginn Agnesi S. Arnórsdóttur. Agnes gerir mjög áhugaverðan samanburð á lögum Grágásar og staðreyndum Sturlungu, eins og frá verður sagt í næsta hefti Veru. En að þessu sinni verður fjallaö um rannsóknir Jennyar Jochens. Hún setti sér að lesa alla norræna miðaldatexta, Ijóð, sögur og laga- bálka, sjá hvað þar væri sagt um konur og vinna úr því. Þetta var ærinn starfi, og tók full tuttugu ár. Bækur hennar tvær sem eru að koma út verða, sem og bók Agnesar, ómetanlegur grunnur undir frekari rannsókn- ir á miðaldasögu norrænna kvenna. Örlögin réöust í París Hver er þá þessi merkilega kona, Jenny Jochens? Undanfarið ár hefur hún dvaliö á íslandi. Árrisulir Reykvíkingar kunna aö hafa séö hana í sundlaugunum snemma morg- uns, stundum í fylgd með Vigdísi forseta eða öðrum ágætum samtíöarkonum, og hverfa síðan inn um dyr Stofnunar Árna Magnússonar við Suðurgötu. Þar vinnur hún að fræðistörfum átta til níu stundir á dag. Við hittum hana í hádegishléi en þá snæðir hún jafnan rúgbrauðssamloku, sem sannar aö hún er ,„pæredönsk". Samt hefur hún lengstum ævinnar búið fjarri sinni fóstur- jörð. Jenny er há, björt og vaskleg. Hana hefði trauðlega skort afl til aö sveifla sverði í Brá- vallabardaga, en þar voru skjaldmeyjar að sögn Saxa hins fróða. Eftir sagnfræðinám í Kaupmannahöfn hélt hún til Parísar til að nema kirkjurétt miðalda. Einn skólabróðir- inn var ungur Bandarikjamaður, John Bald- win að nafni, og þau tvö fóru að draga sig saman. „John segir að það hafi leitt af sjálfu sér því að við vorum einu útlendingarnir á nám- skeiðinu, og þaö er satt. Hann bætir gjarna við að okkur hafi verið nauöugur einn kostur þvl öll hin hafi ýmist verið munkar, nunnur eða prestlærðir! Það er eitthvað orðum auk- ið!" Vlst er þó að eftir árs umhugsun og há- skólakennslu I Danmörku fór Jenny alfarin til kærastans sem kenndi miðaldafræði I Baltimore. „Fyrstu tíu árin I hjónabandinu nýtti ég mér til að eignast fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur." Slðan fór hún líka að kenna og fékk au-pair stúlkur frá Danmörku til að hjálpa sér með börnin. Hún kenndi kvennasögu sem þá var að ryðja sér til rúms sem ný fræðigrein. „Við byrjuðum á að leita að merkum konum á fýrri öldum, og ég kastaði mér yfir kvenhetjur Eddukvæða og íslendingasagna." Hún hafði lesið íslend- ingasögur I æsku, tekið námskeið I nor- rænu við Hafnarháskóla, en aðgangur aö góðu norrænu bókasafni I Baltimore réöi kannske mestu um þá stefnu sem rann- sóknir hennar áttu eftir að taka. Stefán Ein- arsson bókmenntafræðingur og háskóla- kennari I Baltimore haföi komiö því á fót. Lauslætiö í Sturlungu „Fyrst las ég íslendingasögurnar sem trausta sagnfræði, enda skrifa höfundarnir svo vel að maður trúir hverju orði. Efasemd- ir mínar vöknuðu ekki fyrr en ég fór að taka eftir því aö hjónabönd voru snöggtum traust- ari og lauslæti minna I íslendingasögunum en I Sturlungu, sem er að mestu raunsæ i samtíöarlýsing 13. aldar og allt vaðandi I frilluhaldi!" í fyrstu greininni sem hún birti I viður- kenndu alþjóðlegu tímariti, árið 1980 (þær eru síðan orönar um tuttugu), fjallaði hún um þetta efni og það merkilega sambland skáldskapar, staðreynda og kristinnar sið- fræði, sem æ slðan hefur heillað hana. Hún aðhyllist þá tilgátu aö höfundar íslendinga- sagna hafi með frásögnum af forfeörum sln- um viljað varöveita minninguna um glæst af- rek þeirra svo þau mundu ekki gleymast á upplausnartímum þjóðveldisins. Heimildir þeirra voru sumpart arfsagnir I munnlegri geymd, sumpart skáldskapur byggður á at- burðum I samtíð höfunda sem hlotið höfðu menntun sína hjá kirkjunnar mönnum. „Þaö rann upp fyrir mér aö sögurnar drógu ekki upp einslita mynd af glæstum kvenhetjum heldur ægöi þar saman fjölskrúöugum kven- lýsingum, ýmist uppdigtuðum eða sönnum, allt frá heiðnum gyöjum til kristinna mjalta- stúlkna, og voru mótaðar á marga vegu af andagift skálda og hugarflugi rithöfunda. Sam- hliða þessu höfðu samviskusamir sagnaritar- ar og lagasmiðir gefið dýrmæta innsýn I hvers- dagslíf kvenna á vettvangi hjúskapar jafnt sem vinnu I heiðnu sem kristnu umhverfi." Það varð ofan á að hún skipti efninu I tvær bækur, Women in Old Norse Society (Cornell University Press), ogOld Norse Ima- ges of Women (University of Pennsylvania Press). Sú síöarnefnda er bókmenntafræöi- legs eölis, og snýst um þær myndir sem

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.