Vera - 01.06.1996, Page 2
I£iðari
FORSETAKOSNINGARNAR
Þegar þetta er ritað er lokasprettur kosningabaráttunnar að heljast og fyrsti
þáttur ríkis-sjónvarpsins með forsetaframbjóðendum nýskriðinn af skjánum.
Eitthvað minnti nú uppstillingin á rannsóknarréttinn á Spáni forðum daga -
blaða- og fréttamenn eins og dómarar andspænis fórnarlömbum sínum, pund-
andi á þau sínum misgáfulegu spurningum og mikið hamastí aukaatriðunum.
Og þarna sátu þeir glæsilegu einstaklingar sem bjóða sig fram til forseta og
máttu nudda sér upp úr smáatriðunum f stað þess að hefja sig á það heim-
spekilega flug sem þeir hafa alla burði til veröi þeir einhvern tíma í kosninga-
baráttunni spuröir áhugaverðra spurninga.
Blaðamennirnir gerðu mikið mál úr skoðanakönnunum og fannst greinilega
kominn tími til að leggja niður kosningar og láta Gallup bara afgreiða málið, ef
marka má hvernig þeir þjösnuðust á því aö konurnar drægju framboö sfn til
baka. Túlkun þeirra á skoðanakönnunum var ekki sú að tæpur helmingur þjóð-
arinnar vilji Ólaf Ragnar í embætti forseta og u.þ.b. fjórðungur Pétur Hafstein
heldur túlkuðu þeir kannanirnar þannig að 80% þjóðarinnar vilji karlmann á
Bessastaði. Þar með eru menn, sem fæstir hafa mátt heyra á það minnst að
kjósa beri konur af því að þær eru konur og það er gott fyrir aörar konur og eyk-
ur líkur á að einhvern tíma náist jafnrétti kynjanna, nú farnir að púkka undir þá
stefnu aö kjósa þeri eftir kynferði: nú á sem sagt að kjósa karla af því að þeir
eru karlar.
Heldur eru þetta nú undarleg skilaþoð þegar fráfarandi forseti er kona sem
á að baki sextán ára glæsilegan feril. Hlutverk forsetamaka bar einnig á góma
I þessum makalausa sjónvarpsþætti og er nú engu líkara en að það sé oröið
eitthvert stórmál þótt fráfarandi forseti hafi gegnt starfi sínu með sóma og ekki
þurft á slíku viðhengi að halda.
Heldur finnst mér nú raunalegt að þurfa að horfa upp á frambjóðendur og
fjölskyldur þeirra í sjónvarpsaugiýsingum eins og hver annar ameríkani en eins
og Guðrún Pétursdóttir benti réttilega á njóta „sumir"
frambjóöendanna þeirra forréttinda að hafa verið
skjám landsmanna um árabil á meðan aðrir eru
nær óþekktir. Sjónvarp allra landsmanna hefði
getað dregið úr þessari áþján ef það hefði lát-
ið gera kynningarþætti um hvern og einn
frambjóðanda eða a.m.k. léð hverjum og
einum ákveðið pláss í dagskránni, þeim að
kostnaðarlausu rétt eins og stjórnmála-
flokkunum í öðrum kosningum. Þá hefði
líka mátt draga eitthvað úr kostnaðinum
sem fór greinilega mikið fyrir brjóstið á þeim
blaða- og fréttamönnum sem önnuðust ofan-
greinda yfirheyrslu.
í þessari VERU fá forsetaframbjóðendurtækifæri
til aö tjá sig um hvað þeir muni gera til að styðja baráttu
kvenna fyrir afnámi kynjamisréttis og Guðný Guðbjörnsdóttir þing-
kona veltir fyrir sér hvort það skipti máli fyrir kvennabaráttuna aö forseti lýð-
veldisins sé kona.
Aöalviötal blaðsins er viö fráfarandi forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur.
Hún hefur, í forsetatíð sinni, verið íslenskum konum mikil hvatning og ungu
kynslóöinni jákvæð og sterk fyrirmynd. Hafi hún þökk fyrir það!
Sonja B. Jónsdóttir
vCra
blað kvennabaráttu
3/96 -15. árg.
Pósthólf 1685
121 Reykjavík
Símar 552 2188 og 552 6310
Fax 552 7560
útgefandi
Samtök um kvennalista
forsíða
bára • Fíton
ritnefnd
Agla Sigríður Björnsdóttir
Auður Styrkársdóttir
Drífa Hrönn Kristjánsdóttir
Nína Helgadóttir
Ragnhildur Helgadóttir
Sigurbjörg Ásgeirsdóttir
Sólveig Jónasdóttir
Vala S. Valdimarsdóttir
Þorgerður Einarsdóttir
ritstýra og ábyrgöarkona
Sonja B. Jónsdóttir
skrifstofustýra
Vala S. Valdimarsdóttir
útlit og tölvuumbrot
Rton - Halla Helgadóttir
Ijósmyndir
bára o.fl.
auglýsingar
Áslaug Nielsen
Sími: 564 1816
Fax: 564 1526
filmuvinna
Offsetþjónustan hf.
prentun
G.Ben • Edda prentstofa hf.
bókband
Flatey
plastpökkun
Vinnuheimilið Bjarkarás
© VERA ISSN 1021-8793
ath.
Greinarí VERU eru birtar á ábyrgð höfunda
sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda.