Vera - 01.06.1996, Blaðsíða 6
athfnakonan
selja kortin okkar hér heima voru farnir að
flytja inn handunnin kort frá öðrum löndum
ákváðum við að ekki væri um annað að
ræða en að fara sjálf í útflutning og selja
okkar kort á erlendum markaði. Og það virð-
ist ætla að ganga svona glimrandi vel. í
mars mánuði síðastliðnum tók Sólarfilma
að sér dreifingu á gjafakortum Oktavíu og
hefur það verulega vinnuhagræðingu í för
með sér. Viö fundum fyrir því á sýningunni í
Frankfurt að fólki er ekki sama um það hvað-
an handunna varan er, fólk sem velur um-
hverfisvænar vörur vill ekki kaupa það sem
það veit að er framleitt í þrælabúðum og
jafnvel búið til af börnum. Hjá þessum neyt-
endum fer saman virðing fyrir umhverfinu og
mannréttindum."
Sem fyrr segir gengur framleiðsla Oktavíu
út á að endurvinna pappír. Þær segja að nú
sé mjög I ttsku að fara út í náttúruna og rtfa
þar og tæta en í þeirra framleiðslu sé endur-
nýtingarsjónarmiðið hins vegar ráðandi.
Halldóra vitnar t skýrslu frá Umhverfisráöu-
neytinu þar sem talað er um mikilvægi þess
að endurnýta það sem til er og Jóhanna
bætir við að þær taki laufið t.d. ekki fyrr en
það fellur af trjánum á haustin. Oktavía not-
ar alls konar gamlan pappír í kortin stn, t.d
bankapappír sem hún fær tættan frá Gagna-
eyðingu, gamla papptrsborðdúka og allan
annan pappír sem til fellur. Bankapapptrinn
gefur ákveðinn bláan lit en þær nota einnig
krækiberjahrat, soðið laukhýði, rabarbara,
silkipapptrsafganga, afskorin þurrkuð blóm,
sem þær fá í ruslatunnum blómasala, o.fl.
þess háttar til að lita pappírinn og grípa að-
eins t battkliti ef þær vilja ná fram einhverj-
um sérstökum blæbrigðum. Hildur og Gígja
sýna mér það sem þær nota til að skreyta
með: hrosshár; leðurafgangar; Lion-king-lím-
miðarnir sem börnin hafa safnað, þegar þau
eru orðin leið á þeim; rúsínur; myndir af
gömlum kortum ogýmislegtfleira, auk þess
sem þær nota texta úr Biblíunni og Spá-
manninum svo og íslensk Ijóð. Gamalt ís-
lenskt galdratákn sem boðar velgengni t við-
Öskjurnar frá Oktavíu eru í öllum stærðum
og gerðum, allt frá litlum skartgripaöskjum
til stærri askja fyrir skjöl eöa myndir eöa
hvað sem er!
skiptum er sérlega vinsælt hjá Þjóðverjun-
um og við vonum að það færi Oktavíu gæfu
og gengi, heima jafnt sem heiman.
Sonja B. Jónsdóttir
vera flytur
- eldri blöðin á tilboði
Þessa dagana gefst einstætt tækifæri til að verða sér úti um þau VERU-blöð sem vant-
ar inn í safnið, því VERA er að flytja og hefur ákveðið að fara ekki með of mikla fortíð
með sér á nýja staðinn, sem verður á 3. hæð í Austurstræti 16,1 sama húsi og Reykja-
víkurapótek.
Þær/þeir sem vilja eignast VERU frá upphafi geta fengið 75 blöð, 1982-1994, á
kostaboöi eða á aðeins kr. 4.500.
Eldri árgangar til og með 1991 fást nú á kr. 500 og nýrri árgangar á kr. 1000.
Sum af eldri tölublöðum VERU eru nú orðin mikiö „rarítet", uppseld eða að verða
uppseld, enda er VERA mikið notuð sem heimild viö ritgerðasmíðar í framhaldsskólum
og í Háskólanum. Némendur þurfa þó ekki að örvænta því VERA er til í Þjóðarbókhlöð-
unni og er hver einstök grein skráð þar T gagnaskrá. Það er þó að sjálfsögðu lang-
skemmtilegast að eiga VERU alla frá upphafi og við ætlum að reyna að láta þau ykkar
sem koma eða hringja fýrst fá allan pakkann.
Við verðum á Laugaveginum til mánaðamóta júní/júlí og nú er um að gera að drífa
sig. Símar: 552-2188 og 552-6310.
Heppinn áskrifandi
VERA heldur áfram að safna nýjum áskrifendum og sá sem safnar tveimur nýjum
áskrifendum fær sína áskrift fría T eitt ár.
Heppni áskrifandinn að þessu sinni er Dóra Hlín Ingólfsdóttir, Leirutanga 17A, Mos-
fellsbæ, og hún fær úttekt að upphæð kr. 4000.- hjá Atson leðurvörum, Laugavegi 15.
Reykvíkingar
Reglulegum fundum
Borgarstjórnar
Reykjavíkur
sem haldnir eru
1. og 3. fimmtudag
hvers mánaðar
kl. 17 00
er útvarpað á
9D9T909
AÐALSTÖÐIN
Skrifstofa Borgarstjóra