Vera


Vera - 01.06.1996, Side 7

Vera - 01.06.1996, Side 7
Y R S T A K O N A REYKJAVÍKUR HALLVEIG, FROÐADOTTIR eftir Auði Styrkársdóttur Fyrir nokkrum árum kviknaði með mér skyndilegur og furðulegur áhugi á lífi íslendinga fyrr á öldum. Ég hélt mig vera eina um þennan nýkviknaða forna áhuga, en nýlega las ég svo í breska vikublaðinu The Economist að kviður Hómers njóta nú fádæma vinsælda hið ytra og ungmenni flykkjast í latínunám í skólum á meginlandi Evrópu. Sannað- ist nú hér hið fornkveðna að ekkert er nýtt undir sólinni, ekki einu sinni eigin hugsanir. Burtséö frá þessu öllu þá greip ég fegins hendi laust tækifæri til aö fræða lesendur Veru um frumkvööul. Þetta er upplagt tæki- færi til þess aö hefja á loft minningu for- mæöra okkar, þeirra erfyrstar byggöu þetta land. Því hvaö vitum viö um þær? Hverjar voru þær, þessar konur, ambátt Náttfara, Hallveig Fróðadóttir og Helga Arnardóttir, sem fyrstar kvenna stigu fæti á íslenska jörð og áttu hér heima alla sína ævidaga upp frá því? Eöa blönduðust þær kannski ekki íslenskri mold? Kannski hurfu þær utan aftur, þessir frumkvöðlar íslands- byggðar, sammála Katli flatnef sem í Lax- dælu gaf íslandi þessa einkunn: „í þá veiði- stöö kem ég aldregi á gamals aldri.“ ísland var einnig á 9. öld á mörkum hins byggilega heims og hingað komu fáir aðrir en þeir sem ekki áttu annars úrkosti - og fylgdarlið þeirra sem einnig átti fárra kosta völ, svo sem makar, börn og þrælar. Hin nafnlausa ambátt Náttfara, er var með í íslandsför Garðars Svavarssonar, varð eftir hér ásamt Náttfara og þræl hans. Ekki segir frekar af þessu fólki, hvort það dvaldi hér skemur eða lengur eða hvernig því líkaði vistin. Ambáttin hvllir kannski í ís- lenskri mold, kannski ekki. Hallveig Fróðadóttir var kona Ingólfs Arn- arsonar, þess er kallaður er frægastur land- námsmanna í Landnámabók, „vegna þess að hann kom hér að auðu landi og byggði fyrstur landið". Mig langar að vita hvort Hall- veig kom með Ingólfi hingað eða hvort hún kom í einhverri seinni för, en um það er ekk- ert að hafa úr Landnámabók. Ekki er heldur sagt hvernig henni líkaði vistin. Féll henni vel í Reykjarvík, eða fannst henni líkt og Karla þræli sem mælti um þann stað um ieið og hann sneri til baka í hið frjósama Ölf- ushérað: „Til ills fóru vér um góð héruö, er vér skulum byggja útnes þetta."? Ingólfur haföi nefnilega bitið þaö í sig að reisa bú- stað sinn þar sem öndvegissúlur ræki að landi, og við það hlaut hann að standa hvað sem bithögum leið. Eða kannski mat Hall- veig frelsið sem búseta í óbyggðu landi veitti henni. Hér gat hún ráðskast með mann, vinnufólk og þræla sína sem aldrei hefði verið í Noregi og hagað bústörfum eft- ir eigin höfði. Kannski bjó hún annars stað- ar í landnámi hennar og Ingólfs. Möguleik- arnir voru aö minnsta kosti fyrir hendi. Um Helgu Arnardóttur er líka fátt að finna í Landnámabók. Hún var þó sú sem hratt ís- landsbyggð óbeint af stað og örugglega nauðug viljug. Um þessa systur Ingólfs kepptu fóstbróðir hans, Leifur, og Hólm- steinn, sonur Atla jarls. Af ástarmálum þessum spruttu víg Hólmsteins og Her- steins Jarlssona og svik Ingólfs og Leifs við sættir sem þeim voru boðnar við Atla. Mig grunar að þeir hafi stungið af til islands með allt sittí stað þess að gjalda fyrirvígin. Ljóst er að minnsta kosti að til heimkynna sinna eiga þeir ekki afturkvæmt, og sennilega ekki til nokkurrar byggðar norrænna manna. Helga kom með Leifi til íslands, en í millitíð- inni vann Leifur sér viðurnefnið Hjör-Leifur vegna þess sem virðist vera grafarrán (vík- ingar skirrðust við fátt). Eftir skamma bú- setu á íslandi lét Hjörleifur lífiö fyrir hendi þræla sem hann hafði áður notað sem uxa (þessir sömu þrælar héldu honum og fylgd- arliði öllu á lífi á leiðinni til íslands). Eftir þetta var Helga ekkja I garði Ingólfs og Hall- veigar. Eða varð eitthvað annað um hana? Kannski giftist Helga öðrum og ævin- týraminni manni með þvl fé sem Ingólfurtók til handargagns eftir fóstbróður sinn og frænda. Konur þessa tíma voru allavega sjaldan ekkjur lengi. Við Hallveigu er kenndur götuspotti I Reykjavík, Hallveigarstlgur, og einn togara Bæjarútgerðar Reykjavíkur var við hana kenndur. Kvennasamtök landsins sýndu þessum frumkvöðli fullan sóma er þau nefndu stórhýsi sitt við Garðastræti Hall- veigarstaði. Nú legg ég til að Ingólfstorgi verði breytt I Hallveigarlund. Þar fá borgaryf- irvöld tækifæri til að slá tvær flugur I einu höggi: Umbreyta þessum svarta og furöu- lega kuldalega bletti I gróðurvin - og sýna fyrstu konu Reykjavíkur loksins sóma. s 1 Með því að breyta Ingólfstorgi í Hallveigarlund fá borgaryf- irvöld tækifæri til að slá tvær flugur í einu höggi: Umbreyta þessum svarta og furðulega kuldalega bletti í gróðurvin - og sýna fyrstu konu Reykjavíkur loksins sóma. frmkvööullinn

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.