Vera - 01.06.1996, Qupperneq 10
álit mál
Bak viö þessar dyr er þaö eina sem raunverulega getur staöið í
vegi fyrir þér.
Þessi áletrun var á sýningu Sjáifstæðra kvenna um jafnréttismál í Kringlunni
fyrir skömmu, en sýningin nefndist „Þér standa allar dyr opnar.“ Þaö sem
blasti við þeim sem opnuðu dyrnar var spegilmynd þeirra sjálfra. Það sem
stendur raunverulega í vegi fyrir þér er semsagt þú sjálf.
VERA fékk þær Jóhönnu Vilhjálmsdóttur Sjálfstæða konu, flugfreyju og sjón-
varpsþulu og Katrínu Fjeldsted lækni, varaþingmann og fyrrum borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins til að ræða þetta mál.
Málið snýst einfaldlega um það að við verð-
um að hjálpa okkur sjálfar. Það gerir það
enginn fyrir okkur. Nú stendur baráttan um
viðhorf í þjóðfélaginu. Sú barátta fer fram á
heimilum, fyrirtækjum
og alls staðar í þjóðfé-
laginu. Konur verða að
vera óhræddar við að
axla ábyrgö. Hvort sem
að það erí atvinnulífinu
eða félagsmálum. Á
sama hátt þurfum við
að breyta viöhorfum inn
á heimilum. Það segir
sig sjálft að sú verka-
skipting sem viðgengist
hefur í gegnum árin og
áratugina er úr sér
gengin. Uppeldi barna
og ábyrgð á heimils-
haldi er á ábyrgð beggja
aöila og það er okkar
að vekja athygli á því og
breyta.
Það má ekki túlka
orð mín þannig að ég
líti svo á að karlmenn
séu okkar andstæðing-
ar og sameinast þurfi
gegn þeim, svo er ekki.
Það er tvímælalaust
einnig þeirra hagur að
viðhorf breytist í þjóðfé-
laginu. Við það mun
núningspúnktum í sam-
skiptum kynjanna
fækka og frelsa þá und-
an löngu úreltum viö-
horfum um hinn sterka þögla karlmann. Al-
veg á sama hátt og karlmenn hafa ekki tap-
að á því að konur hafa fengið aukin réttindi
á stðustu áratugum, þá tapa þeir heldur ekki
á því að síðustu hindrununum í vegi raun-
verulegs jafnréttis verði rutt úr vegi.
íslendingar heföu aldrei öðlast sjálfstæði
ef að þeir hefðu ekki sjálfir barist fyrir því.
Það voru hugrakkir einstaklingar sem vöktu
þjóðina af þeim doða sem að hún hafði ver-
ið í árhundruð og hófu sjálfstæðisbaráttuna
sem lauk með fullnaðarsigri okkar íslend-
inga. Þannig er það með öll réttlætismál að
þeir sem órétti eru beittir verða að vera spor-
göngumenn til að réttlætið sigri. Nú er það
ekki svo að íslenskar konur hafi verið haldn-
ar doða í jafnréttismálum. Þvert á móti hef-
ur margt áunnist í þeirri baráttu. Það eru
hinsvegar ekki ný sannindi að karlmenn
hafa verið duglegri við að sýna frumkvæði
og taka á sig ábyrgð í atvinnulífi, sem og í fé-
lags- og stjórnmálum. Því verðum við að
breyta. Við getum ekki beðið eftir því aö
næstu kynslóðir kvenna nýti tækifærin, það
er okkar hlutverk. Það er grundvallarfor-
senda fyrir því að árangur náist.
Markmiðið er að ekki verði talað um að
það séu of margar konur í framboði (því þær
taka atkvæöi hver frá annarri) heldur verði
talaö um frambjóðendur sem einstaklinga,
en ekki konur og karla. Sömuleiðis á það
ekki að vera frétt að kona sé í forsvari í fyr-
irtæki eða félagasamtökum. Þegar talað
verður um konur og karla sem einstaklinga í
þessu samhengi þá hefur íslenska þjóðin
unnið sigurí réttlætisbaráttunni.
Miðvikudagar í sumar eru
KVENNADAGAR
á Klöpp
afsláttur fyrir konur
á miðvikudögum
15%
Alhliða smurþjónusta
Umfelgun: 2800kr.
AMERISK
HÁGÆDADEKK
á tilboðs-
verði
VIÐ VEGMULA
S.5530440
4
í
k
í