Vera - 01.06.1996, Blaðsíða 12
forstakosningamar
GUÐNÝ GUÐBJÖRNSDÓTTIR ÞINGKONA
skiptir það máli fyrir
kvennabaráttuna
aö forseti lýöveldisins
sé kona?
Þaö er oft sagt að framfarir í kvennabarátt-
unni komi í bylgjum sem rísi og hjaöni á víxl.
Ein slík bylgja hófst á sjöunda áratugnum og
spyrja má hvort sú bylgja sé aö hjaðna. Á
þessum tíma hefur atvinnuþátttaka giftra
kvenna aukist úr 16% áriö 1960 í 80% áriö
1994. Á þessu tímabili hefur orðiö bylting í
menntun kvenna, Kvenréttindafélagið gekkí
endurnýjun lífdaga, Rauðsokkahreyfingin
varö til, jafnréttislög hafa verið lögfest og
sérstök ákvæöi um jafnrétti kynjanna hafa
verið stjórnarskrárbundin. Áriö 1980 gerðist
sá sögulegi viðburöur að kona var í fyrsta
sinn kjörin forseti lýöveldisins og áriö 1983
voru Samtök um Kvennalista stofnuð. Tveir
síðastnefndu atburöirnir hafa vakið heims-
athygli á íslenskum konum og stöðu þeirra.
Frá árinu 1983 hefur þingkonum á íslandi
fjölgað úr 3 í 16. Engin fjölgun varð á þing-
konum í síðustu kosningum og enn státar
ríkisstjórnin aöeins af einum kvenráðherra.
Allir þrír handhafar forsetavalds eru karlar,
þó að tveir þeirra hafi til skamms tíma verið
konur. Enn er gífurlegur launamunur á milli
kynja og of hægt gengur á öðrum sviöum
jafnréttisbaráttunnar. Ein jákvæðasta
undantekningin er Reykjavíkurborg. Þar
virðast konur nú metnar að verðleikum. Nú
þegar forsetakjör er framundan heyrast
raddir um að kominn sé tími á karl í forseta-
embættið, af þvf að sitjandi forseti er kona.
Hvers vegna heyrast þessar raddir þrátt fyr-
ir þá staðreynd að aðeins ein af fjórum for-
setum lýðveldisins hefur verið kona? Hvers
vegna heyrist ekki sú krafa að nú sé kominn
tími á konur í öll valdaembættin sem karlar
hafa einir gegnt til þessa? Erum við aö kom-
ast upp í glerþakið? Er þessi bylgja kvenna-
baráttunnar að hjaðna?
Frá sjónarmiði kvennabaráttunnar
Ef sþurt er almennt hvort kynferði forsetans
skipti máli er eðlilegt að svarað sé að mestu
skipti að fá hæfasta einstaklinginn í emb-
ættið, óháð kynferði. En ekki er síður mikil-
vægt að gera sér grein fýrir hvort þaö skiptir
máli fyrir kvennabaráttuna að forseti lýðveld-
ins sé kona eða karl. Einnig má spyrja hvort
það er kynferði forsetans sem skiptir máli
eða það að hann sé hlynntur jafnréttisbar-
áttu kynjanna óháð kynferði hans sjálfs.
Með öðrum orðum: skiptir kynferði forset-
ans máli, það að forsetinn sé jafnréttissinn-
aður, bæði atriöin eða hvorugt, frá sjónar-
miði kvennabaráttunnar?
Fyrst langar mig að hugleiða þessar
spurningar í Ijósi hugmyndafræðilegrar þró-
unar kvennabaráttunnar.
Frá 1960-1980 lagöi kvennahreyfingin
áherslu á það sem er líkt með konum og körl-
um frekar en það sem greindi kynin að.
Frjálslyndur femínismi var ráðandi og áhersla
á að réttur og hæfileikar einstaklinga væru
óháðir kynferði þeirra. Konur keppa við karla
sem einstaklingar, það er þeirra lýðræðislegi
réttur. Samkvæmt þessu sjónarmiði skiptir
kynferöi forsetans ekki miklu máli, heldur
hæfileikar hans, hugmyndir, gildi og athafnir
yfirleitt. Það ætti því að skipta máli hvort við-
komandi einstaklingur er hlynntur jafnréttis-
baráttu kynjanna eða ekki.
Eftir 1980 lifði frjálslyndi femínisminn
áfram ásamt sósíalískum femínisma, sem
tengir saman kvennabaráttu og stéttabar-
4
áttu. Sjónarmið menningarfemínista urðu
þó víöa ráöandi. Þeir leggja áherslu á aö
reynsla og menning kvenna sé önnur en
karla, og þessi sameiginlega reynsla
kvenna gefi þeim önnur gildi eða aðra lífs-
sýn en körlum. Samkvæmt þessu sjónar-
miði ætti kynferöi forseta lýðveldisins að |
skipta máli. Kvenforseti er líklegur til að
leggja aörar áherslur í starfi en karlforseti
vegna kynbundinnar reynslu í misréttisþjóö-
félagi.
Undir 1990 fór aö bera á andófi kvenna
gegn því að vera flokkaðar saman á grund-
velli kynferðis. Slík flokkun gerði suma hópa
kvenna sýnilegri en aðra og hætta var talin
á að haldið væri í staðalmyndir sem ætlun-
in var að vinna gegn. Sameiginlega reynslu
var farið að túlka sem sameiginleg eðlisein-
kenni, sem alls ekki var hugmyndin í upp-
hafi. í stað þess að leggja áherslu á sameig-
inlega reynslu kvenna er það margbreytileiki
kvenna sem athyglin beinist að. Um leið ^
tryggir kynferðið eitt og sér ekki ákveðin gildi
eða einkenni. Konur eru margbreytilegar
sem einstaklingar og mótast af erfðum,