Vera - 01.06.1996, Blaðsíða 18
forsetakosningarnar
FORSETAFRAMBJÓÐENDUR OG AFNÁM KYNJAMISRÉTTIS
Flestum ber saman um að forseti eigi
að vera málsvari mannréttinda. Þjóð-
félagsþegnar sem beittir eru misrétti
vegna litarháttar, trúarbragða, upp-
runa eða þess háttar njóta ekki fullra
mannréttinda. Sama gildir um mismun-
un á grundvelli kynferðis, enda var
samþykkt á kvennaráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna í Kína sl. haust að kven-
réttindi væru mannréttindi.
Hvernig munt þú styðja baráttu ís-
lenskra kvenna fyrir afnámi kynjamis-
réttis, náir þú kjöri?
Mannréttindi eru metnaöarmál
Það er metnaöarmál að okkar fámenna lýö-
ræðisþjóðfélag sé fyrirmynd í mannréttind-
um. Það gefur okkur stöðu til þess að tala
máli mannréttinda á alþjóðavettvangi
þannig að eftir sé tekið. í allri umræðu um
mannréttindi má það ekki gleymast að kven-
réttindi eru hluti almennra mannréttinda.
Ég tek eftir því að stúlkur eru nú í fyrsta
sinn með hærri meðaleinkunn úr samræmd-
um prófum heldur en piltar. Þetta hlýtur að
vera vegna þess að þær fá nú svipaða örv-
un til náms og piltar og gera sér ef til vill
grein fyrir því að námsbrautin er vænlegasta
leiðin til þess að ná jafnrétti á við strákana.
Þessa jákvæðu þróun þarf að styðja með
ráðum og dáð og halda vakandi umræðu í
samfélaginu um jafnan rétt kvenna og karla
um leið og við höfum hagsmuni barna að
leiðarljósi. Einstaklingarnir þurfa að eiga sér
landfestar í heilbrigðu samfélagi og þar
skipta fjölskyldan og félagasamtök almenn-
ings mestu máli við mótun viðhorfa. Forseti
getur beitt áhrifavaldi sínu í orði og athöfn-
um til þess að hvetja og örva og hafa áhrif á
rikjandi viðhorf þannig að þau ýti undir að
jafnrétti komist á í reynd.
Mér finnst það heillandi og spennandi til-
hugsun að landnám kvenna á hefðbundnum
sviðum karla í þjóðlífinu haldi áfram uns
fullu jafnrétti er náð. En það segir sig sjálft
að til þess að svo megi verða þarf að koma
mörgu haganlegar fyrir í þjóðfélaginu en nú
er gert. Þar á ég meðal annars við vinnu-
tíma, orlof vegna fæð-
inga og uppeldis, og
aðstoð við barnafjöl-
skylduna. Það er svo
eitt af brýnustu úr-
lausnar- og umræðu-
efnum samtímans,
sem ekki hefur verið
gefinn nægur gaumur
hér á landi, að stytta
vinnutímann þannig
aö fjölskyldunni gefist
meiri tími til samveru
og tómstunda. Þetta
er einnig mikilvægt til þess að foreldrar geti
sinnt hvoru tveggja af kostgæfni, starfi sínu
og barnauppeldi.
Þegar hugsað er til stöðu mannréttinda-
mála í heiminum, þá er athyglisvert að ná-
grannaþjóðir okkar hafa einbeitt sér að viss-
um þáttum þeirra og hugsað sem svo, að
með slíkri „sérhæfingu" sé hægt að koma
meiru til leiðar. Þannig hafa Svíar beitt sér
mjög í réttindamálum barna, en Norðmenn
látið aö sér kveða í umræðum á alþjóðavett-
vangi um afnám dauöarefsingar. Það væri
ómaksins vert að íslendingar ræddu það
hvort ekki væri vænlegt til árangurs að við
tækjum tiltekin svið mannréttinda „ífóstur”.
Ég nefni þar sem dæmi að hamla gegn pynt-
ingum á konum og börnum, en Amnesty
International hefur vakið sérstaka athygli á
því nýverið að pyntingar af margvíslegu tagi
séu vaxandi böl í heiminum.
Innan samtakanna Parliamentarians for
Global Action hef ég unnið með nokkrum
þingmönnum sem hafa verið áhrifamiklir
þátttakendur í umræðum um réttindi
kvenna á alþjóðavettvangi. Hlutur kvenna
hefur farið vaxandi í þeim samtökum á síð-
ustu árum. Sá ánægjulegi atburður gerðist í
byrjun júní að kona, Shazia Rafi, var í fyrsta
sinn ráðin framkvæmdastjóri þessara þing-
mannasamtaka sem f eru þingmenn frá 89
þjóðþingum. Ég er sannfærður um að það er
mjög mikilvægt að fleiri konur úr okkar
heimshluta fái tækifæri til þess að beita
áhrifum sínum til þess að rétta hlut kvenna
og barna í heiminum almennt og ekki síst í
striðshrjáðum löndum þar sem hlutskipti
þeirra er hvað verst. Við verðum öll að taka
þáttí þeirri viöleitni.