Vera - 01.06.1996, Qupperneq 19
FORSETAFRAMBJÓÐENDUR OG AFNÁM KYNJAMISRÉTTIS
í
i
Flestum ber saman um að forseti eigi
að vera málsvari mannréttinda. Þjóð-
félagsþegnar sem beittir eru misrétti
vegna litarháttar, trúarbragða, upp-
runa eða þess háttar njóta ekki fullra
mannréttinda. Sama gildir um mismun-
un á grundvelli kynferðis, enda var
samþykkt á kvennaráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna í Kína sl. haust að kven-
réttindi væru mannréttindi.
Hvernig munt þú styðja baráttu ís-
lenskra kvenna fyrir afnámi kynjamis-
réttis, náir þú kjöri?
Mismunun vegna kynferðis fer í bága við þann
grundvallarrétt einstakra manna, að þeir njóti
jafnræðis á við aðra gagnvart lögum og leikregl-
um samfélagsins. Kynjamisrétti felur þannig í
sér brot á þeim mannréttindum, sem sérhver
einstaklingur á tilkall til.
Jafnrétti kynjanna snertir allt daglegt líf
fólks. Það ræður úrslitum um þau uppvaxtar-
skilyrði, sem við sköpum ungu fólki til framtíð-
ar, hvernig við tökum á jafnréttismálum í dag.
Jafnrétti kynjanna er alls ekki flokkspólitískt
mál. Það er vissulega eitt af þeim málefnum,
sem forseti íslands hlýtur að láta sig varða,
kynna sjónarmið sín og viðhorf og færa fyrir
þeim rök.
Forseti íslands hefur ekki pólitísk völd en
embætti hans fylgja áhrif af margvíslegu tagi.
Forsetinn á aö beita áhrifamætti sínum til þess
að knýja á um virðingu fyrir mannhelgi og þeim
rétti, sem frjálsir menn eru bornirtil. Það getur
hann gert í ræðu eða riti og með samskiptum
við það fólk, sem á hlut að rnáli. Það mun ég
gera með fullum þunga, verði ég kjörinn forseti
íslands.
►
ffijá ohluii'Jimlj)ú 7. hoeiy'a hlijjimjujmu
t )ama oera ú /atHjurdöyu/n,
t/ti/ift/un« //tu/nti.st/öffö^
f/Cu/vi/tenu/neisiuni
//(únt/neid.s'/tt/neisfuni
- fifa/neisiani ())(
* t/isAan • /. .»'«■/✓ fiemitmc/i/- otj OfaAefifi
ona
Leirubakka 36
* 557 2053
Opið 9-18 virka daga, 10-14 laugardaga
(lokað á laugardöguin á sumrin)
forstakosningarnar