Vera - 01.06.1996, Page 23
OPIÐ BRÉF FRÁ ERLU SIGURÐARDOTTUR RITSTJORA í KAUPMANNAHÖFN
hýsi í Reykjavík. Söguefniö er ýmist sótt til íslands eöa umhverfisins
sem þær hrærast í. Og þær eru enn fleiri konurnar sem skrifa.
Á sama tíma og æ fleiri leggjast í feröalög breytist ekki staöreynd-
in sú aö færri konur snúa aftur heim en karlar. Hér má segja aö kom-
in sé fimmta herdeild íslensku þjóðarinnar. Þessar konur eru ekki aö-
eins andlit þjóöarinnar út á viö (hvort sem þær vilja eða ekki) heldur
eru þær líka fréttaritarar úti í heimi, ef þið sem heima sitjið viljið
leggja hlustir við.
Hún situr enn I beinum mínum viðtalsbókin viö Ástu Sigurbrands-
dóttur sem út kom fyrir síöustu jól. íslensk kona fædd í Flatey á
Breiðafirði sem hefur átt heima djúpt inni f skógum Finnlands í hálfa
öld. Hún reyndi aö snúa aftur til íslands eftir hörmungar heimsstyrj-
aldarinnar, en þá vildi enginn trúa sögu hennar. Ævisagan er átaka-
mikil en Ásta æðrulaus. Sem betur fer ber bókin vott næmi og virð-
ingu Sigurbjargar Árnadóttur fýrir lífsreynslu viðmælanda sfns.
Þær eru víöa íslensku konurnar sem skriðu undan pilsfaldi fjall-
konunnar og byggöu sér bú fjarri fjaröar ströndum. í skógardjúpi eða
brakandi þurri vföáttu Ástralfu eru íslenskar konur vitnisburöur upp-
runa síns. Bók-
menntir geta þrosk-
aö okkur og eflt
skilning okkar á Iíf-
inu f heiminum. Sög-
ur þessara kvenna
gera íslenskar bók-
menntir auðugri.
Ragnhildur Ólafs-
dóttir heima í Sö-
borg. Hvers vegna
fór hún að skrifa
sögulegar skáld-
sögur og þær á
dönsku? Hvers
vegna valdi hún aö
skrifa um Melkorku
og kallaði hana
„den stumme"?
Um miöjan mars dó íslensk skáldkona í Kaupmannahöfn. Ég
frétti það því miður ekki fyrr en ég sté fæti mínum inn í ións-
hús í öðrum erindagjörðum, en þá var erfisdrykkjunni að Ijúka.
Ég þekkti ekki Ragnhildi Ólafsdóttur mikið en hafði hitt hana
oft í Jónshúsi á undanförnum tuttugu árum. Hún var fjörutíu
árum eldri en ég svo ekki er hægt að segja að við værum af
sömu kynslóð. Hún tók virkan þátt í sóknarstarfinu og konu-
kvöldunum islensku í húsi Jóns Sigurðssonar.
Ég man eftir þvf að við töluðum af vanvirðingu eða kannski öllu held-
ur uppgjöf um konukvöldin svokölluðu. Við ungu konurnarí grunnhóp-
um kvennabaráttunnar héldum aftur á móti kvennakvöld, þar sem
við ræddum um kúgun kvenna í S-Afríku og veltum vöngum yfir því
hvor væri réttmætari sú kynferðislega fullnæging kvenna sem kennd
er við snípinn eða hin sem myndast I skeiðinni. (Svona eftir á að
hyggja er eins og mig minni að við höfum lesið okkur til um þetta frek-
ar en talað af sannfæringu þeirrar sem reynsluna hefur).
Konukvöldin fylltu okkur hrolli, hávaðinn fannst okkur vera eins og
í fuglabjargi. Þarna stauluðust íslensku aldamótabörnin upp stigana
í sjúkrasokkum og mynstruðum kjólum, með veski dinglandi á hand-
leggnum og hétu ýmist frú Jensen eða Sprensen eftir körlum sínum
sáluðum. Fátt gat fyllt okkur ungu konurnar eins mikilli skelfingu. Við
vorum sumar að festa ráð okkar í Borginni við Sundið en gátum eng-
an veginn séð fram á að hér værum við að taka ákvarðanir um líf okk-
artuttugu, þrjátíu, fjörutíu ogjafnvel fimmtíu ár inn í framtíðina.
Nú eru kvennakvöldin löngu hætt, Mandela orðinn forseti í S-Afr-
íku og sessunautarnir sumir sestir í stóla borgarstjóra og þing-
manna. Konukvöldin eru hins vegar ennþá við lýði. Ég er ekki bara
farin að leggja leið mína þar um heldur er ég líka farin að greina orða-
skil í því sem áður hljómaði sem fuglagarg.
Andlát Ragnhildar fékk mig til að staldra við. Ég hef aldrei lesið
skáldsögur hennar þótt ég hafi alltaf ætlað að nálgast þær. Hvað olli
því aö vestfirsk alþýðustúlka fimmta yngst 116 barna hópi sigldi til
Kaupmannahafnar? Hvers vegna fór hún að skrifa sögulegar skáld-
sögur og þær á dönsku? Hvers vegna valdi hún að skrifa um Mel-
korku og kallaði hana „den stumme"?
Ragnhildi hefur efiaust fundist ritstörfin einmanaleg, en var þó
langtfrá því eina íslenska konan sem skrifarí útlöndum. í fyrra lágu
tvö handrit á náttboröinu mínu til yfirlestrar og athugasemda. Þau
höfðu borist mér úr tveimur heimsálfum, frá vinkonum mínum sem
þekkjast ekki þótt þær hafi einu sinni átt heima á sömu hæð í há-
Undan
pilsfaldinum
ndar suðrið