Vera - 01.06.1996, Side 26
dr. þóra árn dóttir
Júlíana Rún Indriðadóttir ræðir við
dr. Þóru Árnadóttur sérfræðing við jarðeðlisfræðideildina í Princeton-háskóla
Vísindakona
í karlaheimi
Þóra Árnadóttir lauk BS prófi í jarðeðl-
isfræði frá Háskóla íslands árið 1986.
Síðan hélt hún til Bandaríkjanna, lauk
MA prófi frá Princeton háskóla 1988
og Ph.D. prófi frá Stanford háskóla
árið 1993. Að því loknu fékk hún sér-
fræöingsstöðu (postdoc) á Nýja Sjá-
landi og vann þar við rannsóknir í eitt
og hálft ár. Þóra er nú sérfræðingur viö
Princeton háskóla, þar sem hún býr
ásamt eiginmanni sínum Dr. Lárusi
Thorlacius. VERA náði tali af Þóru þeg-
ar hún dvaldi hér á landi í stuttu fríi.
„í doktorsverkefninu vann ég að því að skoöa
aflögun á yfirborði jarðar eftir Loma Prieta
jarðskjálftann í Kaliforníu 1989," segir Þóra.
„Það ergert með þvf að mæla mjög nákvæm-
lega staðsetningar á punktum á tilteknu
svæði fyrir og eftir jarðskjálfta. Niðurstöður
mælinganna eru svo notaðartil að gera líkan
af jarðskjálftanum, og skoða hvar misgengið
er, hve stórt þaö er og hvernig hreyfing varð á
misgenginu sem olli jarðskjálftanum."
Hvað er jarðeðlisfræöi?
„Jarðeðlisfræðin byggir á aðferðum stærð-
fræði, eðlisfræði og jarðfræði til að lýsa
jörðinni, lofthjúpnum eða plánetum og þeim
ferlum sem þar eiga sér stað. Flestir jarðeðl-
isfræðingar fást við einhvers konar mæling-
ar á yfirborði jarðartil að fá vitneskju um ferli
djúþt í jörðu. Jarðeðlisfræðin skiptist í ótal
fög, t.d. jarðskjálftafræði, jöklafræði, veður-
fræði og haffræði.
Mælingar á jarðskorpuhreyfingum á eld-
fjallasvæði gefa upplýsingar um hvernig
kvika safnast fyrir f kvikuhólfi undir yfirborði
jarðar. Þannig vartil að mynda hægt að spá
fyrir um gos í Kröflu á meðan eldvirknin þar
var hvað mest.
ísland liggur á úthafshrygg, Atlantshafs-
hryggnum, og af þeim sökum gliðnar landið
um u.þ.b. tvo sm á ári. Þessar hreyfingar
virðast hins vegar ekki gerast jafnt og þétt,
heldur í hrinum eins og urðu í Kröflu, þar
sem land gliðnaði um 10 metra á 10 árum."
Er hægt að spá fyrir um jarðskjálfta?
„Það hefur ekki enn tekist að spá fyrir um
jarðskjálfta en fólk er að vona að með aukn-
um og betri mælingum verði það hægt,
þ.e.a.s. að á undan jarðskjálfta sjáist ein-
hver breyting þegar spenna hleðst upp f jarð-
skorpunni. Það er kannski I og með þess
vegna sem ég fór í jarðeðlisfræði. Ég hafði
áhuga á jarðskjálftafræði og þeim hluta sem
snýr að jarðskjálftaspám.
Framfarir f mælitækni undanfarin ár hafa
aukið þekkingu á ferlinu mikið, en það vant-
ar ennþá upplýsingar til að skilja betur t.d.
hvernig jarðskjálfti byrjar og hvað ákvarðar
stærð hans. Tæknin sem ég hef notað 1
mælingum á jarðskorpuhreyfingum kallast
GPS (Global Positioning System) og hefur
verið þróuð af Bandaríkjamönnum á sl. 10
árum. GPS byggist á að mæla merki frá
gervitunglum sem ganga í kringum jörðina.
Flægt er að mæla fjarlægð milli punkta á yf-
irborði jarðar, sem geta verið allt frá
nokkrum metrum upp í þúsundir kílómetra
hver frá öðrum, með 1-2 sm nákvæmni,
sem er mun meiri nákvæmni en fæst með
hefðbundnum landmælingaaðferðum. Hins
vegar þarf ennþá meiri nákvæmni og sam-
felldar mælingar áður en hægt er að gera
sér vonir um að nota þessar mælingartil að
spá fýrir um jarðskjálfta. GPS tækni er mik-
ið notuð um allan heim, m.a. í Kaliforníu og
Japan þar sem jarðskjálftar eru tíðir.
Á Suðurlandi er komiö net af mjög full-
komnum jarðskjálftamælum og mikið af
landmælingu og öðrum athugunum eru
framkvæmdar þar. Spurningin er hvort við
verðum svo heppin að sjá eitthvað áður en
Suðurlandsskjálftinn verður."
Hvað varstu að gera á Nýja Sjálandi?
„Ég fékk sérfræðingsstöðu við Victoria há-
skóla í Wellington við mælingar á jarð-
skorpuhreyfingum. Meöal annars mældi ég
net með GPS tækni og svo „heppilega" vildi
til að það varð jarðskjálfti á svæðinu
nokkrum mánuðum síðar. Þessi jarðskjálfti
varð á Suðureyju á Nýja Sjálandi í júní 1994
og mældist 6.7 stig. Þetta er stærsti skjálfti
þarna síðan 1929 og færslan sem mældist
á yfirborði var allt að hálfur metri. Eitt af
verkefnunum sem ég vinn að núna er að
nota GPS gögnin til aö fá mynd af upptökum
þessa jarðskjálfta. Hann varð mjög nálægt
stóru misgengi sem liggur suður eftir allri
eyjunni, svo nefnt Alpa misgengi. Þar hafa
greinilega orðið stórir jarðskjálftar á forsögu-
legum tíma. Þetta misgengi er sambærilegt
við San Andreas misgengið í Kaliforníu og
stórir jarðskjálftar því mikið áhyggjuefni.
Hugsanlegt er að jarðskjálftinn í júní hafi
flýtt fýrir næsta skjálfta á Alpa misgenginu,
og því mikilvægt að fá sem nákvæmasta
mynd af því hvað gerðist í skjálftanum.
Nýja Sjáland er algjör paradís fýrir jarðvís-
indamenn. Þar er mikið að gerast, þeir hafa
verið duglegir að ráða ungt vlsindafólk,
bæði karla og konur, til starfa. Fyrir mig var
þetta frábært tækifæri, sem ég gat ekki
sleþþt þó að Lárus væri með rannsóknar-
stöðu í Santa Barbara í Kaliforníu, og kæmi
ekki með til Nýja Sjálands."
Hvað ertu að fást við núna?
„Ég fékk sérfræðingsstöðu við jarðeðlis-
fræðideildina T Princeton. Eitt af verkefnun-
um sem ég vinn við núna er kallaö PEPP
(Princeton Earth Physics Project). í þvT erum
við að setja upp net af ódýrum skjálftamæl-
um T gagnfræðaskólum í Bandaríkjunum.
Hugmyndin er að krakkarnir kynnist vfsinda-
starfi með því að safna alvöru gögnum og
vinna einföld verkefni sem tengjast jarö-