Vera


Vera - 01.06.1996, Page 29

Vera - 01.06.1996, Page 29
draumadís með kmftúðun ogklór Þaö er ekki svo ýkja langt síðan alsjálfvirkar þvottavélar urðu almenn- ingseign, ekki lengra en svo að þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn þvoði ég bleyjurnar fyrst í baðkarinu og sauð þær svo í potti á elda- vélinni. Og ég man að það stóö nokkurn veginn á endum að loksins þegar mér hafði tekist að öngla saman fyrir fyrstu útþorgun af þvotta- vél hætti barniö á bleyjum - enda bráðgert og efnilegt barn! Nú er öldin sem betur fer önnur, eða það vona ég að minnsta kosti en þó skyldi maður aldrei fullyrða um of því þeir sem þúa við bág kjör og verri en aörir tala yfirleitt ekki mikið um það. Hvað sem því líður þá frétti VERA af því á dögunum, að ungur mað- ur og reyndar vildarvinur VERU væri aö leita sér að þvottavél. Hann var orðinn þreyttur á því að ferðast um allan bæ og fá að stinga þvott- inum stnum í vélina hjá vinum og vandamönnum á meðan hann drakk hjá þeim kaffi og ræddi um heimsins gagn og nauðsynjar. Bjarni Kristjánsson heitir hann þessi ungi maöur og var leit hans að alsjálfvirkri þvottavél þúin að bera hann víða þegar hann kom inn í Húsasmiðjuna og mætti sinni draumadís: Elektrolux EW 1230 meö 450-1200 snúninga vindu, kraftúðun sem dælir vatninu ofan frá og úðar yfir þvottinn auk þess sem setja má í hana klór. Hún er einnig með hitastillinn sér þannig aö Bjarni getur valiö hitastigið sjálfur. Hinar Elektrolux vélarnar sem Bjarni skoðaði höfðu líka ýmsa kosti en það sem heillaði hann oggerði reyndar útslag- ið var þurrkarinn sem er innbyggður í EW 1230 gerðina og losar hann, önnum kafinn núttma- manninn, við að hengja hverja einustu fltk upp á snúru, þvt vélin þurrkar helminginn af þvottinum í einu. Þeir sem ekki vilja þurrkara eða eiga hann fyrir geta valið um fjórar gerðir af Electrolux | þvottavélum. Ber þá fyrsta að telja EW 802 sem er venjuleg heimilisvél með 800 snúninga vindu, 16 þvottakerfum og sér hitastilli. EW 1131 er svipuð vélinni sem Bjarni valdi sér, en bara án þurrkarans, með 450-1000 snúninga vindu. Hún er hins vegar með sparnaðarrofa og hefur ýmsa góða möguleika sem mikið eru notaðir við þvotta og nýtast manni raunverulega. EW 1050 tekur 5.5 kg eins og hinar, hefur kraftúðunina að ofan og er að auki með sjálfvirkan sápuskammtara og þá getur maður sjálfur valið hversu mikið hún á að skammta. Þetta er mjög góður kostur nú á tímum þegar við viljum vernda umhverfið og gæta þess aö nota ekki of mikið þvottaefni. Þessi gerð er einnig með 450-1000 snúninga vindu og hún er meö aukaskolun sem er sérstaklega góð fyrir þá sem hafa húðsjúkdóma eða ofnæmi. Á þessari vél er einnig hægt að velja forþvott á öll kerfi. Electrolux framleiðir einnig topphlaðna þvottavél, og heitir sú „týpa" WH 2530. Hún tekur 4.5 kg og er með 450-1000 snúninga vindu og sparnaðarrofa. Helsti kosturinn við hana er það hvað hún tekur Ittið pláss auk þess sem hún hentar vel þeim sem eru slæmir t baki því ekki þarf að bogra í kringum hana. Sem sagt: Bjarni fór ekki tómhentur úr Húsasmiðjunni heldur bæði reynslunni og þvottavélinni og þurrkaranum ríkari - og þaö allt T einum pakka! Bjarni Kristjánsson. Lelt hans a6 al- sjálfvlrkri þvottavél var búln a& bera hann ví&a þegar hann kom Inn í Húsa- smi&Juna og mættl slnnl draumadís: Elektrolux EW1230. Sonja B. Jónsdóttir leitin ð þvottavélinni

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.