Vera - 01.06.1996, Síða 30
Er nokkuð pláss fyrir nýja kynslóð kvenna
með nýjar hugmyndir?
eftir Kristjönu Björgu G u ð b r a n d s d ó 11 u r
Kæru lesendur
Það ermikill sannleikurí orðatiltækinu þögn
er sama og samþykki. Það er alltof mikið
um að ungum konum sem verða fyrir mis-
rétti á vinnumarkaðnum finnist þær eiga
hlut að máli, þær hafi kallað yfir sigeitthvert
hlutskipti af því að þær hafi valið það yfir sig
eða að þær séu einfaldlega ekki nógu sterk-
ar og góðar að gáfum til að fá eitthvað
betra.
Á íslandi ríkir óásættanlegt kynjamis-
rétti. Það er falið og réttlætt með alls kyns
útúrsnúningum, jafnvel af konum sjálfum.
Það minnir mig á Rússland og hvernig þeir
kjósa sífellt yfir sig harðræði og eymd og
einnig á orðatiltækið: Það er vont en það
venst.
Unglingsstúlkur í þrælahaldi
Kvennabaráttan í dagfinnst mér vera stöðn-
uð, það sést best á því að vanþekking ungra
kvenna á rétti sínum er mikil og útbreidd.
Unglingsstúlkur byrja snemma að fara út á
vinnumarkaðinn á íslandi. Um sextán ára
aldur og til tvítugs eru þær þyrjaðar að leita
sér að aukavinnu með skólanum. Á þessum
aldri er ekki um mikið að velja sökum aldurs
og reynsluleysis. Það er aðallega vinnu að
fá í söluturnum og skyndiþitastöðum. Þetta
eru staðir sem reiknað er meö að starfs-
kraftur stoppi stutt á og þess vegna er ekki
verið aö hlúa neitt sérstaklega að honum.
Langur vinnutími, kannski tíu tímar sam-
fleytt með fimmtán mínútna matarhléi, smá-
smuguleg laun sem jaðra viö að vera mann-
réttindabrot, ekkert greitt í lífeyrissjóð eða
félög, greidd jafnaðarlaun í vinnu sem að-
eins er unnin á næturnar, engar kauphækk-
anir í samhengi við afköst, gífurieg mismun-
un milli starfsmanna, kynferðisleg áreitni og
margt fleira. Á þessum stöðum grasserar
misréttið vegna þess að það er auðvelt að
komast upp með slíkt. Starfsfólkið eru ungt
og óreynt, hefur enga kunnáttu á kerfinu og
hvernig það virkar, og fyrst og fremst er
framtíð þess óstöðug og óráðin vegna
reynslu- og menntunarleysis. Því finnst það
vera háð vinnuveitandanum og það gerir
það að engu nema þrælum. Mér verður
hugsað til skólakerfisins í þessu samhengi
og finnst vanta almenna fræðslu um kerfið
sem þetta þjóðfélag funkerar eftir. Þetta er
bara ekkert almenn meðfædd vitneskja. Og
það er ansi hart að þurfa að læra af reynsl-
unni hvað á að varast.
Ef ungt fólk væri betur upplýst um rétt
sinn og möguleika á vinnumarkaðnum væri
hægt að draga meira úr þessu gegndar-
lausa „þrælahaldi" eins og ég vil kalla
þetta.
...I’m a mega pussy“. „I’m a babe“, „Take
me“, „Fuck me“, ég ætla rétt að vona að
áletranirnar merki andstæðu sína og séu í
raun hárbeitt kaldhæðni en ekki að stúlk-
urnar sem ganga í þessum bolum séu hálf-
meðvitundarlausar af einfeldni og viti ekki
hvaða yfirlýsingar þær eru að gefa frá sér
með nýjasta „trendinu"...
Það er nauðsynlegt að hlúa að ungu fólki
og fræðsla er það besta sem hægt er að
gefa því.
„X“ kynslóðin og nýjustu „trendin"
„X“ kynslóðin, eins og hún er kölluð, virðist
hafa lítinn áhuga á stjórnmálum. Hún er
samt ekki alslæm því hún hefur beitt sér fyr-
ir víösýni og opnum huga gagnvart hlutum
sem hafa verið hálfgert tabú í þjóðfélaginu
til lengri tíma, eins og til dæmis samkyn-
hneigð. í rauninni er ekkert hægt að alhæfa
um þessa kynslóð því hún hefur sankað að
sér allskyns stefnum þannig að úr kemur
skemmtilegur hrærigrautur af ungu fólki
með allskonar skoðanir.
Tískan er skrautleg. Ég tók eftir því sein-
asta sumar að önnur hver stelpa gekk í bol
meö yfirgengilegum áletrunum „l’m a mega
pussy”. „I’m a babe“, „Take me“, „Fuck
me“, ég ætla rétt að vona að áletranirnar
merki andstæðu sína og séu í raun hárbeitt
kaldhæðni en ekki að stúlkurnar sem ganga
í þessum bolum séu hálf-meðvitundarlaus-
ar af einfeldni og viti ekki hvaða yfirlýsingar
þær eru að gefa frá sér með nýjasta „trend-
inu“, sem kannski gengur bara út á að
ganga fram af fólki.
Með jarmandi kvenmönnum
Ungar konur láta ekki eins mikið til sín taka
í jafnréttismálum og þörf er á. Kvenmenn í
Á næstu síðum heldur VERA áfram þeirri umræöu um kjaramál sem
hófst í síðustu VERU. Að þessu sinni skrifar ung stúlka úr Reykjavík,
Kristjana Björg Guðbrandsdóttir um aðbúnað ungra stúlkna á vinnu-
markaðnum og viðhorf þeirra; Birna Þórðardóttir fjallar um
Samtök kvenna á vinnumarkaði, upphaf þeirra, afrek og endi og
mögulegt framhaldslíf; og
Svanur Kristjánsson skrifar um launamun og verkalýðshreyfingu og
ber ástandið saman við vinnumarkaðinn á öðrum Norðurlöndum.