Vera - 01.06.1996, Page 31
Langur vinnutími, kannski tíu tímar sam-
fleytt meö fimmtán mínútna matarhléi,
smásmuguleg laun sem jaðra við aö vera
mannréttindabrot, ekkert greitt í lífeyris-
sjóð eða félög, greidd jafnaðarlaun i vinnu
sem aðeins er unnin á næturnar, engar
kauphækkanir í samhengi við afköst, gífur-
leg mismunun milli starfsmanna, kynferðis-
leg áreitni og margt fleira.
kvennabaráttu hafa ávallt litið á sig sem
minnihlutahóp sem brotið er á. Sumir kven-
menn líta einfaldlega ekki á sig sem hluta af
þessum minnihlutahópi. Þær hafa kannski
álitlegan frama og vilja umfram allt telja sig
vera manneskju og jafnoka karlmannsins,
fremur en að hólfa sig af í rétt með jarmandi
kvenmönnum. Þærtrúa því að þær hafi ein-
faldlega yfirhöndina á vissum sviðum með-
an karlmaðurinn hafi yfirhöndina á öðrum
sviðum. Þá skapist einhvers konar jafnvægi
í samfélaginu sem er ásættanlegt og óþarfi
að jarma yfir. Ásættanlegt vegna þess að
enginn hafi neitað konu um að velja sér
hvaða vettvang sem er í lífinu. Með því að
velja kalli hún sjálf yfir sig það sem því fylg-
ir. Þetta viðhorf á alveg rétt á sér því hugs-
anlega gæti það hvatt konur til að velja sér
störf sem áður hafa einungis verið í höndum
karlmanna. En hins vegar gerir það þeim
konum erfitt fyrir að berjast, sem velja sér af
heilum hug vettvang sem kerfið setur niður
fyrir aðra í launaflokkum. Þess vegna er ég
ósammála þessari skoðun, mér finnst ég
ekki geta rifið mig úr heildinni, horft einung-
is T minn barm og ótakmarkaða möguleika
mína á aö komast áfram í þjóðfélaginu.
Hvað sjáum við nefnilega þegar við lítum yfir
heildina? Konurfá aðeins 70% af iaununum
sem þær eiga skilið. Þetta finnst mér vera
stærsti og alvarlegasti punkturinn og mér
finnst slæmt hvaö margar ungar konur í dag
eru dofnar fyrir þessum hræðilegu stað-
reyndum.
Og hverjir eru það síöan sem taka þátt
í kvennabaráttunni? Er nokkuð pláss fyrir
nýja kynslóö kvenna með nýjar hugmynd-
ir? Eru það konur á þrítugsaldri og yfir,
komnar með gráðu úr hákólanum, mussu-
klæddar, bitrar, illa útlítandi, skrækar
grænmetisætur og piþarjúnkur sem sletta
frösum „pá svenska" og lykta alltaf af reyk-
elsi eða túr. Útbrunnar nöldurkerlingar sem
Kristjana Björg Guðbrandsdóttir: A islandi ríkir
óásættanlegt kynjamisrétti. Þaó er faliö og réttlætt
með alls kyns útúrsnúningum, jafnvel af konum sjálfum.
einoka kvennabaráttuna og koma illu orði á
hana? Eru þær hættulegar, kúga karlmenn
undir sig með heimtufrekju og nýta sér
eymdina sér í hag til að koma sér áfram?
Þetta er sú mynd sem margir hafa af
kvennalistakerlingum, eins og þær eru kall-
aðar. Ekki aðlaðandi, eða hvað?
Meö sokk í naríunum
Þrátt fyrir að staðan sé slæm og útlit sé fyr-
ir nokkuð svipaða stöðu í nánustu framtíð
sé ég nokkra góða punkta í tíðaranda dags-
ins í dag.
Kona með frama er ekki lengur einhvers-
konar karlgervingur út úr konunni.
Við erum hættar að ganga í jakkafötum
með sokk T naríunum og tala um að fá okk-
ur á snípinn. Við erum hættar að fjargviðrast
eins og óðar yfir barbiedúkkum og fegurðar-
samkeppnum. Sem betur fer, hver tekur
konu alvarlega sem sér helsta vanda og
spillingu heimsins í saklausum leikföngum?
Hvað gerir það til þó dúkkurnar séu Tmynd
fegurðar, eigum við frekar að upphefja eitt-
hvað annað? Ættu dúkkurnar kannski að
vera flatbrjósta, hjólbeinóttar, stórnefjaðar,
eyrnastórar og með skegghýjung. Fjar-
stæða. Það er undir öðru komið hvort
ungar stúlkur blóti Venus gyðju
fegurðar. Skrýtið að karl-
menn séu ekki búnir
að æsa sig yfir
því að Ken
gefi ranga
og
blekkjandi mynd af karlmennskuímyndinni.
Já skrýtið líka að þeir hafi ekki farið í mót-
mælagöngu yfir yfirvöðslusemi og ráðriki
Piggy yfir mannleysunni Kermit. Nei.sem
betur fer hafa konur tekið Barbie undan
smásjánni og tekið ásamt kollegum sínum,
karlmönnum, þarfari málefni til skoðunar.
Eins og launamisrétti, dagvistarmál, fæðing-
arorlof og fleira og fleira.
Það er ekki lengur hægt að koma mér á
óvart, ég las í blaði um daginn að 9% ís-
lenskra karlmanna vilja vera kvenmenn. Það
er ekki lengur einungis kvennabarátta. Karl-
menn eru nefnilega búnir að átta sig á því að
það er verið að brjóta jafnt á þeim sem kon-
um og að tími sé til kominn að brjótast und-
an ofriki og rembu kvenna sem hafa eignað
sér vansældina öldum saman. Ég fer nú að
Ijúka þessum víðfeðmu hugleiðingum mín-
um um kvennabaráttuna og ungt fólk. Ég er
tiltölulega sátt við að vera með þessa þest
pervertisma eða yfirvöðslusemi sem fólk
með ásættanlegan skerf mannlegrar skyn-
semi kallar réttlætiskennd. Og er mikið í
mun að ímynd kvennabaráttu í dag verði
endurskoðuð þvT hún fer hamförum af Ijót-
leika í samfélaginu.
vinn}nni og víðar