Vera - 01.06.1996, Qupperneq 33
Skammarblettur á íslenskum karlmönnum
eftir Svan Kristjánsson
Við fyrstu sýn er íslenskt þjóðfélag sömu
gerðar og Norðurlöndin. Þegar nánar er að
gáð kemur hins vegar í Ijós að sérstaða ís-
lands er mikil. Þar ber hæst hvað staða
launafólks er verri hér á landi en í Danmörku,
Noregi og Svíþjóð. íslenskt launafólk vinnur
almennt miklu lengri vinnudag, kaupmátturer
lægri, sveiflur í afkomu meiri, skuldir heimil-
anna þungbærari oggjaldþrottíðari.
Við höfum einnig skapað þjóðfélag þar
sem konur hafa mikið lægri laun en karlar og
launabilið er mest hér á landi af öllum Norð-
urlöndum. Svo dæmi sé tekið af árinu 1991
þá höfðu íslenskar konur á aldrinum 35-49
ára aðeins um 60% af launum karlmanna á
sama aldri. í Finnlandi var þetta hlutfall hins
vegar yfir 90%, í Danmörku yfir 80%, sömu-
leiðis í Noregi og Svíþjóð (um þetta má lesa í
ritinu Karlar og Konur á Norðurlöndum sem
Hagstofur Norðurlandanna gefa út í samein-
ingu og nálgast má á Hagstofu íslands). Það
sem verra er: staða íslenskra kvenna á vinnu-
markaði skánar ekkert. í stað raunhæfra að-
geröa kemur innihaldslaust glamur um „við-
horfsbreytingu". Það hefur hins vegar aldrei
verið sýnt fram á, að viðhorf almennings á ís-
landi í jafnréttismálum séu eitthvað frábrugð-
in því sem gerist á Norðurlöndunum. Nær-
tækara væri að benda á samfélagsgerð og
skipulag íslensks samfélags sem orsök
kynjamisréttis:
- Stjórnun fyrirtækja og stofnana þar sem
yfirborganir, yfirvinna og hlunnindi renna svo
að segja óskipt til karlmanna. Hér er við
stjórnendur fyrirtækjanna að eiga, en hvorki
launafólk né almenning.
- Skortur á faglegum og skilvirkum vinnu-
brögðum í opinberri stjórnsýslu. Jafnréttis-
áætlanir eru til á pappírum en þeim er ekki
» hrintíframkvæmd.
- Stjórnmálaflokkarnir hafa ekki burði til
aö móta langtímastefnu, þar á meðal hvern-
ig á að ná launajafnrétti.
- Verkalýðsfélögin hafa ekki veitt launa-
jafnrétti neinn forgang í kröfugerð I kjara-
samningum.
í stuttu máli sagt erum við íslendingar
stödd í vítahring sérhagsmuna, þar sem und-
irstaðan er þéttriðið net persónulegra tengsla
og fyrirgreiðslu. Einkunnarorðin eru: Konum
bannaður aðgangur.
Hvaö er til ráða?
Einhvers staðar verður að rjúfa vítahringinn.
Misréttið gagnvart konum er skammarblettur
á íslenskum karlmönnum og lýsir djúpstæð-
um svikum okkar við málstað réttlætis og
jöfnuðar.
Nokkra von verður að binda við verkalýös-
félögin, ogtil þeirra hljótum við einnig að gera
kröfur. Samtök launafólks á íslandi eiga í
miklum vanda. Verkalýðsstofnanir eru öflugri
en nokkru sinni áður og lífeyrissjóðirnir
ávaxta eignir sínar duglega, en siðferðis-
grunnur verkalýðsfélaganna er veikur. Launa-
fólk skynjar ekki nein sterk tengsl milli eigin
hags og starfa verkalýðsfélaga. Þaðan af síð-
ur er litið á verkalýðsfélögin sem málsvara
jöfnuðar og réttlætis. Stjórnvöld og atvinnu-
rekendur sjá að verkalýðsforystan hefur ekki
þá tiltrú sem nauðsynleg er til að fylkja liði. í
fyrsta sinn í sögu lýðveldisins er vinnulöggjöf-
inni breytt í grundvallaratriðum þvert ofan í
mótmæli verkalýðsforystunnar. Á sama tíma
mælist forystuflokkur rikisstjórnarinnar einn
með talsvert meira fylgi (40%) en allir fjórir
flokkar stjórnarandstöðunnar samanlagt
(36%).
Forysta verkalýðsfélaganna á um tvennt
að velja: frekari hrörnun eða endurnýjun. Al-
þýðusamband íslands verður aö senda
konum landsins önnur skilaboð en þau
Svanur Kristjánsson: Jafnréttismálin
þurfa að vera hinn gildi þráöur sem öll
önnur mál vefjast um, en ekki eins og
hver annar aukaþráður sem settur er aft-
ast af því að það þykir ófært annað en
minnast eitthvað á þau mál.
sem felast í að leysa valdabaráttu karlmanna
með því að færa einu konuna í toppi ASÍ-for-
ystunnar úr sæti 1. varaforseta (sæti 2. vara-
forseta! Skilaboðin verða einnig að vera önn-
ur en þau sem felast í stefnuyfirlýsingu sem
lögð var fyrir nýafstaðið þing sambandsins. í
henni er nokkuð langur kafli sem ber heitið
„Launamaðurinn, fjölskyldan og vinnumark-
aðurinn." Eins og heitið ber með sér fjallar
kaflinn nær allur um stöðu launamannsins,
þ.e. hugur höfundanna er bundinn við karl-
menn. Jafnréttismál fá dálitla umfjöllun - en
ekki fyrr en í lok kaflans.
Markviss barátta fyrir launajafnrétti getur
glætt baráttu íslensks launafólks nýju lífi og
eflt samtök þeirra. í kröfugerð fyrir næstu
samninga verður að tengja saman kröfur um
hærri laun og hugsjónir um jöfnuð og réttlæti,
eins og gert var á hinum Norðurlöndunum: að
konur njóti jafnréttis við karla. Til þess þurfa
jafnréttismálin að koma fremst í kaflann um
„launamanninn". Jafnréttismálin þurfa að
vera hinn gildi þráður sem öll önnur mál vefj-
ast um, en ekki eins og hver annar aukaþráð-
ur sem settur er aftast af því að það þykir
ófært annað en minnast
eitthvað á þau
mál.