Vera


Vera - 01.06.1996, Qupperneq 34

Vera - 01.06.1996, Qupperneq 34
i Samtök kvenna á vinnumarkaði í skugga íhaldsárása og sinnuleysis eftir Birnu Þórðardóttur Samtök kvenna á vinnumarkaði voru stofnuð um áramótin 1983/1984. Boö- að var til stofnfundar í desember 1983 og framhaldsstofnfundar í janúar1984. Ástæðurnar voru fyrst og fremst launaleg og félagsleg staða kvenna á vinnumarkaðnum. Við orðuöum það þannig að við værum annars flokks vinnuafl, í þriðja flokks verkalýðs- hreyfingu, í fjóröa flokks þjóðfélagi. Gerjunarpotturinn Samtök kvenna á vinnumarkaði urðu til í skugga Thatserismans sem hélt innreið sína á íslandi með ríkisstjórn íhalds og Framsóknar vorið 1983, þá voru allir kjara- samningar ógiltir, verkalýðshreyfingin svipt samningsrétti og vísitölutrygging launa af- numin sem þýddi að verkafólk var rænt fjórðungi launa sinna. Einsog ævinlega bitn- aði kjaraskerðingin harðast á lægst launuðu hópunum, þeim hópum sem konurfylla. Verkalýðshreyfingin snerist á engan hátt gegn þessum árásum og ekki síst þess vegna voru Samtök kvenna á vinnumarkaði stofnuð, til hliðar við verkalýðsfélögin, sem andsvar við aögerðum ríkisvaldsins og að- gerðarleysi verkalýðshreyfingarinnar. Markmiðið var að brjóta á einhvern hátt á bak aftur ríkjandi uppgjöf og undanhald. Okkurtókst að andæfa en ekki sigra. í kjölfar árásanna 1983 fylgdu febrúar- samningarnir 1984 sem voru mjög í sama anda. Verkfall BSRB um haustið var upp- reisn sem konur úr Samtökum kvenna á vinnumarkaði tóku virkan þátt í. I þessu verkfalli birtist í hnotskurn bæði styrkur og veikleiki verkalýðshreyfingarinnar. Styrkur sem byggir á samstöðu og vitund um mikil- vægi sameiginlegra hagsmuna. Vitundinni um það að óvinurinn býr ekki í næsta launa- þrepi. En veikleikinn sem nærist á smá- kóngasjónarmiðum varð ofan á. Forysta Al- þýðusambandsins studdi opinbera starfsmenn í engu og vann beinlínis gegn verkfallinu. Og loks fór svo að forysta BSRB gafst upp, óþægð fjöldans var orðin hættu- leg, ríkisstjórnin riðaði á valdastóli. Kippt var í flokkspólitíska strengi og þeir stilltir á ný, lifandi hreyfing fólksins var fjötruð á ný, valdhöfum í hag. Þjóðarsáttin 1986 innsiglaði endanlega árásirnar frá 1983, þetta var sátt atvinnu- rekenda, ríkisvalds og verkalýðsforystu, sátt um það aö hafast ekki að, sátt sem leiddi til þess að til urðu tvær þjóðir I land- inu; þjóðin sem á og hin sem á ekki; þjóðin sem fær greitt kaup samkvæmt samning- um og hin sem nýtur yfirborgana og alls kyns fríðinda sem hvergi koma fram opin- berlega, aö ógleymdri þjóðinni sem skammtar sér sjálf og hirðir ávextina af vinnu annarra. í kjölfarið fylgdi frumskógar- lögmálið: Flver hugsar um sig og aðeins sig; hreyfingin molnar innan frá og verður alls ófær að nýta samtakamáttinn. Einmitt á þessum tíma störfuðu Sam- tök kvenna á vinnumarkaði af mestum þrótti. Félagar okkar voru bæði úr Alþýðu- sambandinu og BSRB, þannig að innan okkar samtaka urðum viö að yfirvinna þá togstreitu sem var þarna á milli, og okkur tókst það. Vítin voru nægtil að varast; ein- stök félög og hópar hlökkuðu yfir óförum annarra til þess eins að upphefja sjálfa sig og fela eigin aumingjadóm. Flópar sem risu upp áttu síður en svo vísan stuöning hinnar formlegu verkalýðshreyfingar, en andófið var einkum meðal kvenna; sjúkra- liða, fóstra, fiskvinnslukvenna í Eyjum og fleiri. Sérstaka kvennaverkalýðshreyfingu Stofnsamþykktir Samtaka kvenna á vinnu- markaði miðuðu að því að efla sameigin- lega baráttu kvenna og vera stefnumark- andi, jafnframt því að vera bakhjarl þeirra kvenna sem gegna trúnaðarstörfum í verka- lýðshreyfingunni. Verkefnið var að reyna að virkja konur til baráttu fýrir eigin kjörum og £ skapa okkur starfsvettvangtil að hafa áhrif á gang mála. Samtökin þróuðust hins veg- ar fljótlega yfir í það að verða vettvangur rót- tækasta hluta hreyfingarinnar og oftsinnis eina lífsmarkið sem lét á sér kræla. Þegar samtökin voru stofnuð komu fram hugmyndir um að konur ættu að segja sig úr heildarsamtökum launafólks og stofna eigin verkalýðsfélög. Flugmyndin fékk byr undir báða vængi 1986 eftir þjóðarsáttina, þegar engar leiðir virtust færar. Það er hins vegar meira en bara að segja þaö að ganga útúr verkalýðsfélaginu sínu og stofna nýtt. Við gátum staðið frammi fyrir því að tapa öllum áunnum réttindum; samningsrétti, líf- eyrisrétti, orlofsrétti, fæðingarorlofi, auk l beins fjárhagslegs skaða. Það hefði út- heimt gífurlega skipulagningu og vinnu að berjast fyrir viðurkenningu og félagslegum rétti nýrra samtaka og við höfðum ekki bol- magn til að standa undir slíku. Reynsla fag- stétta sem farið hafa þessa leiö, eins og til dæmis fóstra, er sú að þetta sé gerlegt en vel að merkja með blóði, svita og tárum, hvað þá ef um er að ræða hóp sem starfs- lega er mjög sundurleitur. Mitt mat og fleiri var að viö hefðum ekki styrk til að fylgja þessu eftir þannig að vel færi. Við óttuðumst að nið- urstaðan yrði sú að örlítill hópur kvenna sæti réttindalaus úti í kuldanum og við gætum ekki stuðlað að því. Það er auðvelt aö segja að við hefðum átt að stökkva fremur en hrökkva, en niðurstaðan varð þessi. I

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.