Vera - 01.06.1996, Side 35
Önnur hugmynd var það réttlætismál að
krefjast kvótakerfis innan verkalýðshreyfing-
arinnar, þannig að konum yrðu tryggðir full-
trúar í stjórnum, ráðum og nefndum í sam-
ræmi við fjölda í viðkomandi félagi, þetta
gengi yfir allar stjórnir.
A6 hverju var unnið
Starf samtakanna beindist einkum að kjara-
málum. Þar lögðum við megináherslu á
krónutöluhækkun á laun. Við lögðum
áherslu á ákveðin lágmarkslaun, sem tækju
mið af framfærsluþörf og síðar bættist við
krafan um að engin laun yrðu undir skatt-
leysismörkum.
Við lögðum einnig áherslu á almennarfé-
lagslegar kröfur. Ásamt öðrum beittu sam-
tökin sér gegn sjúklingaskatti haustið
1984, mótmæltu niðurskuröi í rekstri grunn-
skóla, kröfðust lengingar á fæðingarorlofi
sem þá var þrir mánuðir og ódýrra og góðra
barnaheimila fyrir öll börn um leið og öllum
hugmyndum um einkarekin dagheimili og
einkalausnir var alfarið hafnaö. Alla tíð var
áherslan lögð á samfélagslegar lausnir á öll-
um þeim málum er varða okkur sem þegna
í samfélagi manna. Samtökin létu einnig í
sér heyra þegar námslán voru skorin niður
um 30% 1986, enda bitnaði það harðast á
börnum láglaunafólks.
Strax árið 1984 efndu Samtök kvenna á
vinnumarkaði til sérstaks útifundar á 1. maí
og því var haldið allar götur til 1992. Útifund-
ir okkar á Hallærisþlaninu náðu því oft að
veröa fjölmennari en fundir heildarsamtak-
anna, þar sem við lögðum áherslu á and-
stöðu við samkrull verkalýðsforystu og ríkis-
valds og héldum á lofti grundvallarkröfum
um mannsæmandi lífsskilyrði og laun.
Við höföum yfirleitt tekið alla kjarasamn-
inga er okkur vörðuðu til umræðu löngu áður
en farið var að fjalla um þá annars staðar.
Þess vegna skilaði ýmislegt sér frá okkur
inn í verkalýðsfélögin. Einnig skilaði sér víða
á hvaða hátt við settum hlutina fram. Við
einfölduðum málin. Þegar sérfræðingarnir
ræddu um prósentur og meðaltöl og fengu
allgóða lífsafkomu að meðaltali, þá reiknuð-
um við hve marga mjólkurlítra við fengjum
fyrir hækkunina, eða hvort fátækrabætur
sem verið væri að sletta í mann dygðu fyrir
hálfri eða heilli krabbaskoðun. Það eru
nefnilega alltaf einstaklingar af holdi og
blóði sem standa að baki talnarununum
þótt svo virðist ekki vera. Við komum hlutun-
um niður á jörðina. Hagkvæmar hagfræði-
lausnir hafa ekki endilega neitt með hag-
kvæmni heimilishaldsins að gera, og þá
hljótum við að hafna slíkum ólausnum.
Samtökin fjara út
Þegar komið var fram á árið 1989 var farið
að fjara undan samtökunum. Mestu varöaði
venjubundin hnignun grasrótarinnar, sem
ekki er hægt að ætlast til að hafi úthald
árum saman til hliðar við fasta vinnu utan og
innan heimilis. Það gengur einfaldlega ekki
að halda uppi sjálfsprottnum samtökum af
stofnanalegri þörf, það er andstætt gleðinni
sem einkenndi allar aðgerðir okkar og var
inntakið í sjálfstjáningunni að takast á við
það að skapa eigin tilverugrundvöll. Hins
vegar höfðu konur úr okkar röðum náð fót-
festu innan hinnar skipulögðu verkalýðs-
hreyfingar, og svo undarlega sem það kann
að hljóma þá varð það okkur ákveðin heft-
ing, vegna þess að við sveifluðumst á milli
nauðsynlegrar gagnrýni og félagslegrar
tryggöar.
Síðustu árin tókum við eingöngu þátt í
aðgerðum á 1. maí og 8. mars, en Samtök
kvenna á vinnumarkaði hafa hins vegar
aldrei verið lögð formlega niður, þannig að
þau eru enn til fyrir þær sem eru tilbúnar að
grípa geirinn og reisa fánann.
Hitt er þaulseta einstaklinga i stjórnum
og ráðum sem veldur því að menn líta á
hreyfinguna sem privateign. Þegar stjórnar-
seta í verkalýðsfélagi er orðin spurning um
tekjur og stöðutákn, þá er voðinn vís. Þá
fara hagsmunirnir að verða sameiginlegir
hagsmunum forstjóradrengjanna í Vinnuveit-
endasambandinu. Eitthvert mikilvægasta
hagsmunamálið er því að koma á endurnýj-
unarreglu í stjórnum félaganna. Það gengur
ekki að forysta launafólks sé svo raunveru-
leikafirrt að þau sem þar sitja hafi ekki hug-
mynd um lífsafkomu þorra umbjóðenda
sinna.
Starfið í Samtökum kvenna á vinnumark-
aði kenndi mér að mestu varðar að við ger-
um hlutina sjálfar - en saman. Þess vegna
þurfum við svo mjög konur sem þora að
standa upp og ganga fram fyrir skjöldu. Við
þurfum konur sem þora að segja nei inní
samninganefndum. Við þurfum óþægar kon-
ur sem segja hingað og ekki lengra og í
óþægum konum liggur vonarneistinn.
Verum því sem baldnastar, en um leið
sókndjarfastar og dugmestar, þá verður
framtíðin okkar-verði verkalýðshreyfingunni
á annað borð við bjargað.
Lærdómar
Það er tvennt sem stendur lifandi verkalýðs-
hreyfingu lyrir þrifum í dag og þegar ég segi
lifandi þá á ég við hreyfingu sem fólk
finnur sig í, hreyfingu sem veitir
gleði og sköpunarþörf útrás. Ann-
ars vegar er sérfræðingsveldið
sem komið hefur verið upp,
samtök hinna snjöllu samn-
ingamanna, sem virðast
halda að verkalýösbar-
átta verði best háð
með því að samninga-
menn okkar verði
svo snjallir að þeir
geti platað atvinnu-
rekendur til að
samþykkja eitt-
hvað - alveg óvart.
En talnasþekingar
ráða ekki úrslitum í
verkalýðsbaráttu,
heldur virk þátttaka
hins almenna fé-
laga.
Birna Þórðardóttir:
Við þurfum óþægar
konur sem segja hing-
aö og ekki lengra og
óþægum konum liggur
vonarneistinn.
í vinn nni