Vera - 01.06.1996, Page 42
bókln
HVÍTABANDIÐ — BROT ÚR SÖGU KVENNABÆJARINS REYKJAVÍKUR
Aldarspor
eftir Margréti Guðmundsdóttur
sagnfræöing
Margrét Guömundsdóttir
Aldarspor
í bókinni Aldarspor eftir Margréti Guðmunds-
dóttur sagnfræðing er skráð saga Hvíta-
bandsins, eins af fjölmörgum kvenfélögum
sem starfa í Reykjavík.
Hvítabandið var stofnaö áriö 1895 og
varð því 100 ára á síðastliðnu ári. Upphafleg
markmið félagsins voru að útrýma nautn
áfengra drykkja og átti Hvítabandið uppruna
sinn að rekja til hreyfingar kvenna í Ohio-ríki
sem spratt upp í árslok 1873. Systursam-
tökin bandarisku sökuðu veitingamenn um
að gera syni, bræður og eiginmenn að villi-
dýrum í gegnum brennivín og fóru í margar
herferðir gegn áfengi.
Þó jafn skipulagðar herferðir gegn áfengi
hafi ekki verið áberandi í starfi Hvítabands-
ins á íslandi má sjá greinileg merki þess að
þær konur sem störfuðu í Hvítabandinu voru
undir sterkum áhrifum bindindishreyfingar-
innar, m.a. Góðtemplarareglunnar.
Höfundur byrjar á því að útskýra fýrir les-
endum upphaf Hvítabandsins og setur
þessa hreyfingu kvenna I alþjóðlegt sam-
hengi. Það sem vekur helst athygli frá fýrstu
starfsárum Hvítabandsins er sá breiði hóþur
kvenna sem þar starfaði frá upphafi og er
hægt að taka undir með höfundi um að „allt
litróf mannlífsins í Reykjavík endurspeglist í
sögu kvennanna í Hvítabandinu." Það verð-
ur líka að segja skrásetjara til hróss að hin
„krónólógíska" saga er sett fram í upphafi á
einkar lifandi hátt. Þar leyfir höfundur sér að
taka afstöðu og notar oft á tíðum gildishlað-
in lýsingarorð frá eigin hjarta. Þetta gefurfrá-
sögninni líf.
Með breyttum tíðaranda breyttust hins
vegar áherslurnar i starfi félagsins og strax
á fjórða áratug þessarar aidar var bindindi
ekki lengur skilyrði fyrir inngöngu í Hvíta-
bandið. Upp var runninn tími líknar og hjálp-
armála.
Auðvitað verður að skoða líknarstarf fé-
lags eins og Hvítabandsins í Ijósi þeirra
hrikalegu aðstæðna sem riktu í Reykjavík á
fýrstu áratugum 20. aldar. Konur sem
sinntu börnum og búi fundu það manna
best og um alla Reykjavík fóru konur að
bindast samtökum um skipulagt líknarstarf.
Konur voru alla tíð fjölmennari í Reykjavík og
settu svip sinn á sögu bæjarins á ýmsan
hátt. Það verður þó að segjast eins og er að
þeirri hugmynd var haldið að félagshreyfing-
um kvenna að líknarstörf væru f þeirra
„verkahring". Ekki var nándar eins mikill
þrýstingur á samtök karla að sinna líknar-
málum. Það má því velta því fýrir sér hvort
þessi þróun sem þarna hófst, og saga kven-
félaga á íslandi endurspeglar allt fram á
þennan dag, hafi staðið pólitískri réttinda-
baráttu fyrir þrifum.
Það er líka
merkileg stað-
reynd að félög
kvenna skipulögðu
og báru uppi nán-
ast allt hjálparstarf
í landinu en í ná-
grannalöndum okk-
ar var forystan í
þessum efnum í
höndum kirkjunnar.
Mjög mikið af
stórum framfara-
málum í heilbrigð-
ismálum má rekja
beint til Hvíta-
bandsins t.d. bygg-
ing hjúkrunarheim-
ilis sem bandalag
kvenfélaga með
Hvítabandið innan-
borðs stóð fýrir.
Þær opnuðu Ijósa-
stofu 1952 sem
varö fýrst til að
sinna heilsuvernd
barna á aldrinum
3-7 ára, stóðu fýrir
heimilishjálp í
Reykjavík o.fl. o.fl.
Enn þann dag í dag starfar Hvítabandið að
heilbrigðismálum og er félagið einn
sterkasti bakhjarl Dyngjunnar, áfangaheimil-
is fýrir konur sem koma úr áfengismeðferð.
Höfundur sýnir t.d. fram á það með sann-
færandi hætti að Hvítabandinu hafi tekist
að breyta stefnu bæjaryfirvalda í heilbrigðis-
málum og var það fróðleg lesning fyrir undir-
ritaða.
Saga Hvítabandsins varpar Ijósi á hvern-
ig konur á íslandi hafa notað ýmsar óform-
legar valdaleiðir. Þó kvennasögu hafi verið
gefinn allnokkur gaumur á síðastliðnum
árum hefur það lyrst og fremst verið hin póli-
tíska réttindabarátta sem hefur verið könn-
uð. Hjálpar- og líknarstörf kvenfélaga hafa
lítið verið rannsökuð og ber að fagna því
framtaki að gefa út sögu Hvítabandsins.
Bókin er vel skrifuð á liþru og skemmti-
legu máli af höfundi sem leyfir sér að hafa
skoðanir á viðfangsefninu án þess þó að
fara yfir mörkin gagnvart lesanda. Góð lesn-
ing fýrir allt áhugafólk um kvennasögu.
Steinunn Óskarsdóttir
sagnfræöingur og borgarfulltrúi
ÁBYRGDAR
Ef þú hefur allar einkavátryggingar þínar hjá Ábyrgð færð
þú Ábyrgðarbónus, sem getur numið allt að 20% af
iðgjaldi heimilistryggingar og 10% af öðrum vátryggingum
nema ökutækjatryggingum og þú getur unnið þér rétt til
10% endurgreiðslu allra iðgjaldanna.
Handhafar Ábyrgðarbónuss njóta aukinnar bónusverndar
í bílatryggingum, eiga rétt á fríum bílaleigubíl í viku vegna
kaskótjóns og njóta hagstæðari kjara við töku bílaláns hjá
Ábyrgð.
TAKTU Á BYRGD !
V á tryggingafélag
til eflingar bindindis og heilsu
Lágmúla 5 - Reykjavík - sími 588 9700