Vera - 01.06.1996, Side 43
V
„Aðalatriðið er að skemmta
Eitt af atriðum listahátíðar nú í sumar er
uppfærsla á Jötninum eftir gríska leikrita-
skáldið Evrípídes, en Jötuninn er eini púka-
leikurinn sem varðveist hefur frá þessum
tíma. Efni leiksins er fengið úr Ódysseifs-
kviðu Hómers. Ódysseifur og menn hans
eru á heimleið frá Tróju en þá ber af leið og
taka land á Sikiley þar sem jötnar ráða ríkj-
um. Leikurinn er ádeila á stríð og hetjuskap
og Ódysseifur í allri sinni karlmennsku er
gerður afkáralegur. Evrípídes deilir hart á
karlasamfélagið og gerir striðsrekstur þess
hlægilegan en heldur á lofti rétti þeirra sem
minna mega sín í samfélaginu; þræla og
kvenna. Honum hefur af þeim sökum verið
gefið sæmdarheitið „fyrsti femínistinn".
Leikrit Evrípldesar eru skrifuð af brenn-
andi hugsjón og ætluð til að breyta þeim
heimi sem hann þekkti. Erindi þeirra við
samtlmann er þó engu minna brýnt en það
var fyrir 2500 árum.
Púkaleikurinn er að þessu sinni settur
upp I ærsla-óperustíl. Tónlistina samdi Leif-
ur Þórarinsson en hugmyndin að óperunni
er upphaflega hans, að sögn leikstjórans
Ingu Bjarnason og er uppfærslan fyrst og
fremst hugsuð út frá tónlistinni. Varla er þó
hægt að tala um klassíska óperu þar sem
tónlistin er sögð vera allt I senn; rokk, rapp,
leikhústónlist og klasslk. Að sjálfsögðu er
notast við snilldarlega þýðingu Helga Hálf-
danarsonar.
Alls taka um 50 manns þátt I sýningunni,
þar af standa 37 þeirra á sviðinu; 32 konur
en aðeins fimm karlar.
Þetta er fyrsta óperan sem Inga leikstýr-
ir en hún er þó vel kunnug forngrískum leik-
verkum. Margir muna eflaust eftir uppfærsl-
unni á Trójudætrum Evrípídesar I haust en
hópurinn sem stóð að þeirri sýningu er að
stórum hluta sá sami og nú. Áður hafði hún
sett upp Medeu eftir sama höfund.
„Það eru forréttindi að vinna upp úr þess-
ari gullnámu sem grisku leikritin eru, þau
eru svo miklu stærri en við.
Þetta er tilraunasýning hjá okkur eins og
Trójudætur voru en slíkt væri ekki hægt að
leyfa sérí stofnanaleikhúsi, þvl það eru auð-
fólkiw
vitað ekki miklir peningarí þessu dæmi.
Það er ótrúlegt hvað stelpurnar okkar
hafa gert góða hluti. Ég er ekki viss um að
ég gæti fengið eins stóran hóp af körlum til
að gera sömu hluti fyrir eins lítið! Þó vil ég
taka það fram að karlarnir okkar eru yndis-
legir. Listin er okkar eina skuldbinding hér,“
segir Inga Bjarnason I stuttu spjalli við
VERU.
Sýningarnar á Jötninum I sumar eru að-
eins þrjár en á hausti komanda verður verk-
ið tekið aftur til sýningar og þá ásamt Tróju-
dætrum. Sýningunum verður steypt saman
að hætti forngrikkja. Fyrst verður harmleik-
urinn sýndur og áhorfendum er gefinn kost-
ur á tilfinningalegri útrás. Ærslaleikurinn
fylgir I kjölfarið og er ætlað að lyfta brúninni
á leikhúsgestum til þess að þeir geti yfirgef-
ið leikhúsið glaðir og reifir. Að vísu innihéldu
sýningarnar I Grikklandi hinu forna þrjá
harmleiki á undan einum púkaleik, en llk-
lega nægir einn harmleikur okkur kaldlynd-
um Frónbúum.
Sólveig Jónasdóttir
Vichy á íslenskan markað
*
Vichy er nafn á þekktum frönskum snyrtivörum sem eru mest seldu
snyrtivörur I apótekum I Evrópu. Nafnið er kennt við borgina Vichy I
Frakklandi, en þar hafa verið vinsælar heilsulindir frá fornu fari. Fram-
leiðsla á Vichy snyrtivörum hófstfyrir um 60 árum, þegar læknar vildu
hjálþa gestum heilsubaðanna aö viðhalda meðferð heima fyrir. Vatn-
ið sem notað er I vörurnar kallast Lucas vatn og var það sérstaklega
valið I vörurnar vegna þess hversu ríkt það er af steinefnum og snefil-
efnum. Vatniö hefur bæði örvandi áhrif á frumuskiptingu og varnar-
kerfi húðarinnar. Vatnið hefur róandi áhrif á húðina, er ekki ertandi og
vinnur gegn alls kyns ofnæmum. Síðast en ekki síst styrkir það þol
húðarinnar. Kjörorð Vichy: „góð heilsa - heilbrigö húð“, endurspeglar
þá áherslu er framleiðendur leggja á heilbrigði húðarinnar. Húösjúk-
dómalæknar vinna við framleiðsluna ásamt snyrtisérfræðingum. Þeir
leggja áherslu á að húðin sé ekki eingöngu sú ytri umgjörð líkamans
sem við sjáum, heldur fyrst og fremst mikilvægt líffæri. Vichy vörurn-
ar eru betur ofnæmisprófaðar en aðrar snyrtivörur og þykja því mjög
öruggar. Við gerð húðvaranna ertekið mið af umhverfisáhrifum, meng-
un, útfjólubláum geislum sólarog öðru áreiti. Vichyframleiðir vörurfýr-
ir bæði kynin og fyrir allar húðgerðir og er innihaldslýsing á umbúðun-
um. Þessar vörur eru eingöngu seldar I apótekum og sýna allar
pakkningar síðasta söludag. Verðið er mjög gott, miðað við þá gæða-
vöru sem hér er á ferðinni. Það er fagnaöarefni að Vichy kemur á ís-
lenskan markað I júlímánuði. Rolf Johansen flytur inn.
vsv
Iviklist