Vera


Vera - 01.06.1996, Qupperneq 44

Vera - 01.06.1996, Qupperneq 44
prufuk yrslan SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR PRU FUKEYRIR RENAULT MÉGANE RENAULTá mjúhu límumi Nýjasta útgáfa Renault verksmiðjanna er Renault Mégane og er þessi netti bíll arftaki Renault Chamade. Hafandi sjálf átt Chamade í fimm ár og þekkjandi hann býsna vel, verð ég þó að segja að mér finnst þessir tveir bílar að flestu leyti lítið skyldir. Mér finnst Mégane vera nær smábílnum, en Chamade og velti því fyrir mér hvort hann er ekki einhvers staöar mitt á milli Renault Chamade og Renault Clio. Renault Mégane er allur kúptur og mýkri fyrir augað. Mælaborðið bungarfram og þótt það sé skolli smart, er ég ekki viss um að það sé eins þægilegt. Kannski er það íhaldssemi í mér, en mér fannst það ganga á fótapláss ökumanns og farþega. Við höfðum tilhneig- ingu til að færa sæti okkar aftar, á pláss- kostnað farþega í aftursæti. Vélarpurrið er horfið í þessum þíl, hann er mun hljóðlátari en fyrirrennari hans og nokkuð hljóðþéttari. En eitt eiga þeir sameiginlegt, það eru sömu leiðinda þrengslin í kringum öryggisbelti I framsætunum. Þegar maður þarf að sækja beltiö niður, meðfram sætinu, rífur maður á sér naglaböndin og brýtur neglurnar af þess- um troðningi. Þetta er atriði sem Renault þyrfti virkilega að taka fyrirí næstu hönnun. En Renault Mégane er ekki bara mýkri út- lits en fýrirrennari hans. Hann er allur mýkri. Hann hefur vökva- og veltistýri, sem er mun betra en í Chamade. Hann lætur mun betur að stjórn, liggur vel á veginum og þarf minna pláss í beygjum. Hann er mjög stöðug- ur á malbiki, en þegar komið er út á mölina, fannst mér hann rása nokkuð og öryggistil- finningin var ekki sem best. Sú tegund af Mé- gane sem ég prófaöi er 90 hestöfl og er það ágætiskraftur, sem gerirbílinn mjögviðráðan- legan og hentar vel í landi þar sem hæsti leyfilegur hraði er 90 kílómetrar. Hann er sneggri upp en fyrirrennari hans, en þó ekki svo að hann þjóti af stað. Manni dettur ekk- ert í hug í þessum þíl að maður sé einhver trylIitækistöffari, heldur alltaf sama ábyrga fjölskyldukonan. Það er auðvelt að halda stöðugum hraða og bremsubúnaðinn er ég mjög ánægð með. Jafnvel þótt snögghemlaö sé, lætur hann vel að stjórn - og það á líka við um malarvegi. Þótt hann rási dálítið í akstri þar, er hann geysilega stöðugur þegar hemlað er. Það er ekki lítið atriöi. Að öðru leyti er öryggisbúnaður Mégane mjög góður. Þessi bifreið er sérstaklega styrkt í gólfi og toppi, auk þess sem tveir styrktarþitar eru í hurðum. Beltin í framsæt- um eru með sérstökum höggdeyfi, sem sagð- ur er eini sinnar tegundar í heimi - ég prófaði þó ekki að klessa bílinn til að sannreyna það, en finnst gott að vita af því - og í aftursæti eru þrjú þriggja punkta belti og tveir höfuö- púðar. Það er loftpúði í stýri, en ekki fyrir far- þega í framsæti. Fjarstýrðar samlæsingar eru á hurðum og bíllinn hefur innbyggt þjófavarn- arkerfi. Ef bílnum er ekki iæst, þegar hann er yfirgefin, læsir sjálfvirkt kerfi stýrinu, þannig að þegar að bílnum er komið, fer hann ekki í gang. Þá þarf að læsa honum og opna aftur áður en hægt er að ræsa vélina. Það getur sá einn gert sem lykilinn hefur. Mégane fylgir nokkuð tískulínunni í bíla- hönnun í ár að því leyti aö hann er fremur lendahár útlits. Hliðarrúður eru nokkuð há- settar og kvartaði átta ára dóttir mín yfir því aö hún sæi ekki út. Mérfinnst þetta vera galli á bílatískunni í ár og á þetta jafnt við Mégane og marga aðra bíla. Annað sem égtók eftir og fannst undarlegt er að dyrafalsið virðist ekki nógu þétt. Það fylltist af ryki og þótt bíllinn virt- ist að öðru leyti hreinn, gaus rykið upp á móti manni, þegar dyrnar voru opnaðar. Það þarf því að venja sig á að stíga varlega og langt út úr bílnum, þegar farið er út. Annars verða föt- in manns bara skítug. Sætin í bílnum eru mjög þægileg og bíl- stjórasætið er hægt að hækka og lækka, sem í dag er sjálfsagður kostur. Rúður eru rafdrifnar og eru hnapparnir í hurðinni, en ekki mælaborðinu. í afturglugga eru hitael- ement til að bræða ís og hélu um vetur og þessa útgáfu af Renault er hægt að fá með þurrku á afturrúðunni, sem mér finnst nauð- synlegt apparat. Útvarpið f bílnum, með segulbandi, er sallafínt, þótt það hafi tekið mig nokkurn tíma að átta mig á því hvernig takkarnir virka. En þar sem ég er takkaidjót, eins og svo margir sem eru að komast til vits og ára, var það töluvert álag að læra á það takkafargan sem fylgdi græjum 9. áratugarins. Núna er hins vegar allt orðið miklu einfaldara. Allar græjur hafa miklu færri takka, sem geta miklu meira og þá vandast málið ennú aftur. En það hafð- ist og ég verð að segja eins og er að skemmtilegasta uppgötvunin við græjuna í þessum bíl, er að hún hefur fjarstýringu, sem liggurí stýrinu, fyrirframan stefnuljósið. Það- an er hægt að stýra útvarpinu á allan hátt. Enn eitt sem ég var ánægð meö, var að varadekkið erí skottinu, en ekki undir bílnum eins ogí Chamade. Ég hef aldrei skilið hvern- ig nokkrum manni datt í hug að koma vara- dekkinu fyrir undir bílnum, því það er ekki nein smádrulla á því, þegar maður þarf að skipta. Þá er nú eins gott að vera ekki mjög penn í klæðaburði þegar maðurfer út að aka, því fötin manns eru ónýt af drullu og tjöru ef maður þarf að skipta um dekk. Enda var það það fyrsta sem ég athugaði með Renault Mé- gane og var mikið létt þegar ég sá að vara- dekkið var á eðlilegum og aðgengilegum stað. Það er semsagt allt á sínum stað í þessum bíl, varadekk, rúðuhnappar og allt. Engin frönsk sérviska lengur og öllu mjög haganlega og þægilega komið fyrir.

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.