Vera


Vera - 01.06.1996, Qupperneq 47

Vera - 01.06.1996, Qupperneq 47
/ Islenskur kvennabanki í fæðingu kynVerur. (Vera, maí '96, tesendabréf: H.S. Baksíöuauglýsing: „Þegar ég kiæði mig upp: Fanný Jónmundsdóttir leiðbeinandi í „vinsæl- ustu sokkabuxum Ameríkul"). Til að æra óstöðugan sátum við uppi með sektartilfinningu yfir öllu því vonda. (Mjög væga í mínu tiiviki). Þið höfðuð svo mikiö til ykkar máls, en hvernig sem Adam leit í spegil sá hann aldrei þann sama mann og þið. Konur sem samstæður hópur, samfé- lagið sem kynbundið kúgunarform, sam- skipti eftir strangpólitískum reglum - ekk- ert af því gengur upp. Baráttukonurnar minna nú á byltingarflokk sem steypti ein- ræðisherra og kom á betra þjóðfélagi með lýðréttindum - sem lýðurinn notar til að kjósa eitthvað annað en það sem byltingar- aflið sá í draumsýn. Þetta vanþakklæti pirr- ar ykkur. Hvað á þá byltingarflokkurinn að gera? Fara gegnum hugmyndafræðilegan hreins- unareld til að skerpa andstæðurnar og halda árunni fagurri í síðustu sellunni? Eða fara T þverpólitískan víking í ókynbundinni jafnréttis-frelsis- og hvað-það-nú-heitir-allt- saman-baráttu? Hvernig væri að játast margbreytileikanum? Sættast við þá til- hugsun að við eigum mörg sameiginleg verðug verkefni - konur og karlar. Til dæm- is koma á samfélagi þar sem einstaklingur- inn er metinn að verðleikum hæfni sinnar vegna og fær að njóta mannréttinda frelsis og tækifæra til jafns við aðra án tillits til stéttar, stöðu, búsetu eða kynferðis. Á því munu konur græða mest. Af og til si. áratug hafa íslenskar konur komiö saman og biásiö lífi í drauminn um kvennabanka. Af ýmsum ástæöum hefur draumurinn enn ekki ræst, en nú hyllir loks undir aö svo verði. Að frumkvæöi Eddu Björgvinsdóttur og Margrétar Ákadóttur hittust nokkrar áhugasamar konur um kvennabanka þann 28. maí sl. Auk Margrétar voru í hópnum þær Ásgerður Flosadóttir, El- ísabet Benediktsdóttir, Helga Garöars- dóttir, Margrét Kristinsdóttir, María Grétarsdóttir, Sigrún Lára Shanko, Sjöfn Kristjánsdóttir og Valgerður Guömundsdóttir. Undanfarin ár hef ég setiö fleiri fundi en ég hef tölu á, en sjaldan svo skemmtilegan fund, því áhuginn og viljinn til að stofna kvennabanka skein úr hverju andliti. Um örlánanet Fundinn nýttum við fyrst og síðast til að viðra skoðanir okkar og miðla eigin reynslu og annarra, m.a.s. annarra þjóða. T.d. sagði Elísabet okkur frá afar áhugaverðu lánaneti, svokölluðu örlánaneti. Hugmyndin er í vinnslu hér landi og því er hvorki rétt né tímabært aö segja náið frá henni hér. Þó læt ég þess getið að hugmyndin með ör- lánastofnunum er frá vanþróuðum ríkjum komin. En yfir 50 lönd, þ.á m. Bandarikin, Frakkland og Noregur hafa aðlagað hana sínum aðstæðum. Örlánastofnanir lána einstaklingi fé til að koma á fót einstak- lingsfyrirtæki eða litlu fjöl- skyldufyrirtæki. Norðmenn sjá þetta sem góðan kost fyrirfólk sem býrí iitlum sjáv- arþorpum í Norður-Noregi þar sem fátt er um fína drætti um atvinnu. Það líður vonandi ekki langur tími þar til þvT fólki sem vinnur að þessu máli hér á landi gefst tími til að kynna vinnu sína og hugmyndir. Hvers vegna kvenna- banka? Svarið er einfalt: Ástandið á lánamarkaðnum. Allir þekkja siðleysið sem hér ríkir að lána fólki nær eingöngu fé gegn veði T heimili þeirra og/eða ættingja. Margar kon- ur sem hafa sótt um lánsfé til að stofna fyrirtæki hafa mætt ótrúlegu skilnings- og áhugaleysi bankastjóra og virðist stundum engu skipta þótt þær leggi fram vel unninn fjárhagsramma með umsókn sinni. Á sama tTma og konum er neitað um ián til að stofna ITtil fyrirtæki, þvT þær geta ekki og/eða vilja ekki leggja heimili sín að veði, eru sagðar fréttir um að bankar afskrifi ár- lega himinháar upphæðir vegna lánsfjár í atvinnugreinar sem mátti sjá fyrir að skil- uöu ekki arði. Þessu verðmætamati og þessari forgangsröð hafna konur. í kvennabankanum eiga konur og karlar að geta fengiö lán vegna atvinnurekstrar, án þess að veðsetja heimili sín. Aftur á móti verður lánbeiðanda gert að veita bank- anum aliar upplýsingar um fjármál sín svo bankinn geti verið fullviss um að viðkom- andi sé fær um að endurgreiða lánið. Fylgst verður með hvernig fólki gengur, og beri eitt- hvað út af (sem alltaf getur gerst) leitast lántakinn og bankinn í sameiningu við að leysa úr vandanum. Hugmyndafræðin sem kvennabankinn byggir á hafnar þvT að bankastjóri halli sérfram á borðið og spyrji: Hefurðu veð? SITkt er ábyrgðarleysi og leið- ir til þess að allir tapa; lántakandinn, ábyrgðarmenn og bankinn. Fyrsta skrefiö T átt að stofnun Tslensks kvennabanka verður stigið með haustinu, þegar haldinn verður undirbúningsfundur undir stofnfund, sem haldinn verður um mánuði síðar, T september eða október. Kvennabankinn verður hlutafélag kvenna og þær sitja við stjórnvölinn. En viðskipta- vinirnir verða konur og karlar. Við öflun hlutaljár sjáum við fyrir okkur að fara sömu leið og farin var þegar Hlaðvarpinn var keyptur, þ.e. að konur kaupi hiutabréf fyrir t.d. 1.000, 2.000, 3.000 eða 4.000 kr. Hugmyndin er vel framkvæmanleg. Ef t.d. 20.000 konur kaupa hver hlutabréf fyrir 4.000 kr. erum við komnar með 80 milljón- ir króna. Ef sýnt þykir að ein (ofsalega rík) eöa fáar myndi meirihluta verður sett þak á hlutafjáreign hverrar konu. En óþarfi er að hafa áhyggjur af því strax. í september 1995 sóttu sænskar konur um fjárstyrk til opinberra aðila, til að standa straum af kostnaði við að kanna starfs- grundvöll kvennabanka í SvTþjóð. Konurnar sóttu um 3 milijónir sænskra króna. Þær fengu hálfa milljón strax og loforð um meira síðar. Vonandi taka Tslensk stjórnvöld jafn vel T beiðni íslenskra kvenna! F.h. undirbúningshóps um stofnun kvennabanka Helga Garðarsdóttir kvennabrnki

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.