Vera - 01.12.1997, Blaðsíða 3

Vera - 01.12.1997, Blaðsíða 3
 Ólíkar leiðir að sam- eiginlegu markmiði s þessu seinasta tölublaði Veru árið 1997 er efni af ýmsum toga - pólitík, jólakjólar, viðtöl við gamla og unga baráttu- konu, jólahugleiðingar, jafnréttisumræða, jólamatur, frá- sagnir af lífi kvenna í Lettlandi og Afríku, umfjöllun um bækur, bíómyndir o.fl. Á þessu ári hefur Veru vaxið ásmegin - áskrifendahópurinn hefur stækkað verulega þar sem yfir 1200 manns tóku áskriftartilboði og eru boðnir velkomnir í hóp eldri áskrifenda sem margir hafa haldið tryggð við blaðið frá upphafi. Við höfum fundið jákvæð viðbrögð við þeim breytingum sem gerðar hafa verið á blaðinu og munum á næsta ári kosta kapps um að festa þær í sessi. Stefnan er að í blaðinu verði sem fjölbreyttast efni sem höfðar til hugsandi kvenna, ungra jafnt sem hinna eldri. Kvennabaráttan á að sjálfsögðu sinn fasta sess í Veru og þar hafa tíðindi verið að gerast á undanförnum vikum. Landsfundur Kvennalistans helgina 15. og 16. nóvember dró sérkennilegan dilk á eftir sér sem mörgum þótti sársaukafullt að upplifa, en aðrir áttu erfitt með að skilja framvindu mála í ljósi þess að um meirihluta- ákvörðun var að ræða. Þegar frá líður er þó ljóst að það uppgjör, sem varð í kjölfar þess að rótgrónar Kvennalistakonur sögðu skilið við hreyfinguna, var óhjákvæmilegt. Innri vandi hefur gert vart við sig og margar konur dregið sig út úr störfum fyrir hreyfinguna. Það bendir til þess að eitthvað hafi verið að í skipulagi hennar eða starfsháttum. Sl. vetur var gerð tilraun til að kanna vilja Kvenna- listakvenna til ýmissa mála með viðamikilli skoðanakönnun. En svörin hafa aldrei komið frarn í dagsljósið. Ástæðan? Ákveðið var að þátttakan yrði að vera 50% til þess að svörin yrðu skoðuð. Það náðist sem sé ekki og svörin, sem urðu um 150, liggja enn óopnuð á vísum stað. I stað þess að horfast í augu við að verulega stór hópur, þeirra hátt í 700 kvenna sem skráðar eru í Kvennalistann, er óvirkur og taka fagnandi viðleitni þeirra sem þó svöruðu, var ákveðið að fara þessa leið. Þegar þess er gætt að sjaldan mæta fleiri en 70 til 80 konur á landsfund Kvennalistans hljóta 150 svör að vera harla gott. En nú hefur verið hreinsað til og ákvarðanir, sem lengi hafa legið í loftinu, verið teknar. Það hefur leitt til þess að nú vita allir betur hvar þeir standa. Konur sjá fyrir sér ólíkar leiðir að því sameigin- lega markmiði að bæta stöðu og hag kvenna. Sá hópur sem var í meirihluta á landsfundi Kvennalistans eygir nýja leið til þess að koma baráttumálum sínum áfram. Þá leið verður að reyna, því ekki vantar baráttumálin. Svo mikið er víst. Hverjir hafa lagt sitt á vogarskálar jafnréttis? Hverjir hafa unnið jafnréttis- baráttunni gagn og hverjir ógagn? Sendu VERU ábendingar. plús HAGSTOFAN fyrir aö breyta aöferöum viö skráningu fjölskyldunúmera í þjóöskrá, frá 1. desember 1997. Framvegis veröur karl- inn ekki sjálfkrafa höfuö fjölskyldunnar heldur þaö sam- býlispar sem er eldra. Fjölskyldur eru tengdar saman meö skokölluöu fjölskyldunúmeri sem, fram til þessa, hefur verið kennitala karlmannsins. Ákvöröun um breyt- inguna var tekin vegna gagnrýni sem kom sérstaklega frá konum. KYNJAVERUR jafnréttindafélag ungs fólks sem stofnað var 24. október sl. Meö stofnun félagsins eru reyndar nýjar leiöir í jafn- réttisbaráttunni. Fólk af báðum kynjum ætlar aö starfa saman, mynda málhópa um ákveöin mál, reyna aö finna jákvæöar lausnir og koma þeim á framfæri í fjölmiölum og víöar. STERKAR KONUR sem ætla aö bjóða sig fram í komandi sveitarstjórnar- kosningum. Vera hvetur konur aö leggja fram krafta sína því nú eru konur aöeins 25% sveitarstjórnarfulltrúa á öllu landinu. Linda Blöndal hefur gert úttekt á þess- ari stööu og komst m.a. aö því aö í kosningunum 1994 var hlutur kvenna í efstu framboðssætunum í kaupstöð- um aðeins 17.4% og 31.1% í efstu þremur sætunum. Gerum betur næst! mínus BTTÖLVUR fyrir einstaklega ósmekklega auglýsingu í Morgunblaðinu um miöjan nóvember. Konur brugðust hart viö og létu í sér heyra á ritstjórn Veru og e.t.v. víöar, því auglýsingin hætti aö birtast. I henni var sögð saga af manni sem keypti svo geggjaða tölvu hjá BT tölvum aö hann gleymdi stefnumóti viö kærustuna og skemmti sér svo konung- lega á netinu aö kærastan hætti aö hafa samband og byrjaði meö 14 ára bróður hans sem gerir hana fljótlega ólétta. Mamma þeirra fær taugaáfall og fer til Dublin, skilur tölvugæjann eftir aö passa krakkann en hvaö meö þaö? Flann getur alltaf leikiö sér í tölvunni frábæru. Er þetta ekki hallærisleg auglýsing á tímum jafnréttis? FJÁRFESTINGABANKI ATVINNUVEGANNA sem nýlega hefur tekiö til starfa en í stjórn hans á engin kona sæti. Sú stefna aö hafa a.m.k. eina konu í stjórn stóru bankanna virðist ekki hafa náö til þessa nýja fyrir- tækis. Eru íslenskir atvinnuvegir bara fyrir karlmenn? PIZZUGERÐARBÓKIN en 1 auglýsingu um hana segir að hún sé algjör fjársjóöur fyrir pabba sem „einhverra hluta vegna lendi í matar- gerö." Er virkilega enn litiö svo á aö matargerð sé einkamál kvenna? bUAabel (jxvtflWídcfr*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.