Vera - 01.12.1997, Page 8

Vera - 01.12.1997, Page 8
55 y n j u ö s ý n Samþætting jafnréttismála í starfi ÍTR og ÍTA Iþrótta- og tómstundaráö Reykjavíkur (ÍTR) og íþrótta- og tómstundaráö Akureyrar (ÍTA) vinna nú aö verkefni í jafnréttismálum. Verkefnið er samnorrænt og mun standa yfir í þrjú ár, frá árinu 1997 til 1999, og er styrkt af Nor- rænu ráðherranefndinni. Verk- efnið byggist á nýjum hug- myndum um samþættingu jafnréttishugsjónar. Markmiö- ið er aö þróa aðferðir sem hægt er að nota til að sam- þætta sjónarhorn kynjajafn- réttis í alla almenna stefnu- mótun. Ákvarðanir verða lagðar fram út frá sjónarmiði jafnréttis og kvenfrelsis þannig að áður en mikilvæg- ar ákvarðanir eru teknar á að greina stöðu kynjanna og meta hugsanleg áhrif ákvarð- ana á þá stöðu. Vera hitti Steinunni V. Óskarsdóttur formann ÍTR að máli og ræddi nánar við hana um verkefnið. Hverjar eru forsendur verkefnisins? „Drífa Hrönn, sem var að vinna á Skrifstofu jafnréttismála, hafði samband við mig og kynnti fyrir mér verkefnið sem hafði komið inn á hennar borð frá Nor- rænu ráðherranefndinni. Mér leist strax vel á hugmyndina og sá þarna tækifæri til að prufukeyra þessa aðferð á stofnun eins og ITR. Upphaflega komu þær forsendur að utan að æskilegt væri að taka fyrir at- vinnumál eða æskulýðsstarf ungs fólks, þannig að ramminn lá fyrir. Auðvitað verður að segjast eins og er að í byrjun var þetta mjög ómótað - hvernig áttum við að gera þetta og hvað var þetta eigin- lega? Lagt er upp með það að reyna eigi að þróa aðferðir til að samþætta kynja- sjónarhorn í allri stefnumörkun ÍTR. Verkefnið mun standa í þrjú ár og er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og miðar að því að gera ójöfnuð sem finnst á milli karla og kvenna sýnilegan. Erlendur ráðgjafi kom hingað í sumar til að kynna aðferðafræðina og þangað mættu m.a. framkvæmdastjóri, starfsmannastjóri og formaður jafnréttisnefndar ÍTR, auk mín. Hugmyndin er núna að Akureyrarbær fari í samskonar verkefni og voru fulltrú- ar þaðan einnig á fundinum. Eftir miklar umræður þar sem við fórum í marga hringi, voru flestir komnir með nokkuð skýra hugsun varðandi verkefnið. Það er ekki þar með sagt að við höfum öll gleypt við þessu strax því lengi á eftir ræddum við þetta og veltum vöngum yfir því hvernig best væri að nálgast viðfangsefn- ið. I verkefninu er mikil áhersla lögð á stefnumótunarvinnu og er mikilvægt að stjórnendur og stjórnmálamenn séu virk- GREINILEGA DENBY Steinunn Valdís Óskarsdóttir formaöur ÍTR Hvert er viðfangsefnið, áberslur? „Við leggjum upp með það veganesti að kortleggja stofnunina og alla starfsemi á vegum ÍTR sérstaklega með tilliti til íþróttamála og starfseminnar í Hinu Hús- inu. Við vitum að samþætting er ekki eitt- hvað lausnarorð eða tæki sem mun geta reddað öllu en við vonumst til að geta notað þessa aðferðafræði til að átta okk- ur á hvort mismunur er á þjónustu stofn- unarinnar gagnvart kynjunum. Þannig ætlum við að skoða t.d. opinbera styrki til íþróttafélaga með tilliti til fjölda æf- ingatíma, aðstöðu og menntunar og hæfnis þjálfara. I starfsemi Hins Hússins munum við m.a. skoða hvernig staðið er að kynningu á þeim möguleikum sem í boði eru til atvinnulausra ungmenna, hvort möguleikar séu jafnir fyrir kynin, t.d. vegna barna o.fl. Einnig ætlum við að skoða samsetningu starfsmannahópsins o.fl. Semsagt kortleggja allt sem hægt er og meta síðan hvort grípa þurfi til ein- hverra aðgerða til að jafna hugsanlegan mun. Auðvitað getum við ekki gefið okk- ur að einhver munur sé en ef hann fyrir- TeÖka Laugavegi • Suðurveri

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.