Vera - 01.12.1997, Blaðsíða 10

Vera - 01.12.1997, Blaðsíða 10
euuefuA)| s(ji?jujef ||j poi B '>i tf> Upplýsingarit um samþættingu Orðið samþætting er farið að festast í *sessi sem þýðing á enska orðinu mainstreaming. Nýlega gaf Skrifstofa jafnréttismála út rit um samþættingu með undirtitlinum Ný leið tii jafnréttis kynjanna. í inngangi er hugtakið samþætting skýrt og sagt að í alþjóðlegri umræðu séu réttindi kvenna að verða óaðskiljanlegur hluti mannréttinda og kvenfrelsi því forsenda lýðræðisþróunar. „Þessum nýju áherslum fylgja nýjar aðferðir í jafnréttismálum. I stað þess að nálgast jafnrétti kynjanna sem sértækt viðfangsefni sem höfði einungis til kvenna, er nú óðum að ryðja sér til rúms sú skoðun að jafnréttismál séu mál samfélagsins í heild. Langflestum sé hagur að breytingum á þessu sviði og því sé eðlilegt að sem flestir taki þátt í umræðunni og breytingunum." I kynningu á orðinu samþætting segir m.a. „Gert er ráð fyrir að kynferði verði grundvallarforsenda þegar verið er að móta nýja stefnu eða taka ákvarðanir á opinberum vettvangi. Markmiðið er að flétta sjónarhorn kynferðis (gender perspective) inn í alla stefnumótun innan samfélagsins, endurskilgreina hefðbundin hlutverk kynjanna og gera bæði konum og körlum kleift að samþætta fjölskyldu- og atvinnulíf.“ Upplýsingar og ráðgjöf um samþættingu er hægt að fá á Skrifstofu jafnréttismála, Pósthússtræti 13, 101 Reykjavík. S. 552 7420 og netfang: jara@treknet.is. Frumvarp til laga um samþættíngu í upphafi þings í haust lagði Kristín Halldórsdóttir, þingkona Kvenna- listans, fram fyrsta íslenska lagafrumvarpið um samþættingu (mainstreaming). Meðflutningsmenn eru aðrar þingkonur Kvennalist- ans og þingmenn úr Þjóðvaka, Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og Framsóknarflokki. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að samþætting verði sjálfsagður hluti þingstarfa þannig að ef nefndir þingsins mæli með samþykkt frumvarps eða þingsályktunartillögu skuli álitinu fylgja mat á stöðu kynjanna á viðkomandi sviði og hvaða áhrif ný lög eða ályktun muni hafa á þá stöðu. Fyrirhugað er að fylgja frumvarpinu eftir með til- lögu um jafnréttismennt- un fyrir ráðamenn, Iíka þeirri sem dr. Agneta Stark frá Svíþjóð kynnti í upphafi lands- fundar Kvennalistans í nóvember. Frumvarpið er breyting á lögurn um þingsköp Alþingis nr. 55/1991 en þar segir m.a. að ef nefnd ntæli með samþykkt lagafrumvarps eða þingsályktunartillögu skuli hún láta prenta áætlun um þann kostnað sem ný lög eða ályktun munu hafa í för með sér fyrir ríkissjóð. Á sama hátt verður nefndum gert skylt að hafa stöðu kynjanna í huga við af- greiðslu mála, ef frumvarpið verður samþykkt. I greinargerð með frumvarpinu segir m.a. „Saga kvennabaráttunnar er vörðuð mörgum stórum og smá- um sigrum, sem hver um sig hefur fært okkur nær markinu um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Á lagalega sviðinu er nú svo kornið að íslendingar standa sig með miklum ágætum og hafa feng- ið lof fyrir frammistöðu sína hjá al- þjóða eftirlitsaðilum. Sú var niður- staðan eftir úttekt, skýrslugerð og yfirheyrslur í tengslum við undir- búning fyrir kvennaráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í Kína 1995 og eft- irfylgni að henni lokinni. Þeirri staðreynd ber vissulega að fagna en lög og raunveruleiki eru sitt hvað og áreiðanlega taka flestir undir þá fullyrðingu að hér sé um að ræða jafnrétti í orði en því miður ekki á borði. Það er engin ástæða til að slaka á, þótt löggjöf teljist í lagi, meðan raunveruleikinn talar öðru máli. Staða kynjanna er enn langt frá því að vera sambærileg og því þarf sífellt að velta upp nýjum flöt- um og leita nýrra leiða. Á síðustu árurn hefur sú stefna rutt sér æ meira til rúms víða um lönd að flétta þurfi jafnréttisbaráttuna sem mest inn í alla aðra þætti mannlegra samskipta, stjórnunar og hvers kon- ar starfsemi, í stað þess að afgreiða hana sem einhvers konar sérfyrir- bæri eins og mörgum hættir til. Um- ræðan þarf að vera sívakandi, það þarf sífellt að meta stöðu kynjanna á öllum sviðum og leita leiða til að jafna hana. Alþingi og fram- kvæmdavaldið hljóta að ganga á undan með góðu fordæmi og sýna þann vilja sinn í verki sem lýst er í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Einnig er rétt að minna á 65. gr. stjórnarskrár lýð- veldisins íslands sem hljóðar svo: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögurn og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litar- háttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna." Tilgangur þessa frumvarps er að tryggja sífellda áminningu um stöðu kynjanna og skuldbindingar lög- gjafans um leiðréttingu á þeirri stöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.