Vera - 01.12.1997, Blaðsíða 20
NIKE harðlega
gagnrýnt
Fimmtán bandarískar kvennahreyfingar, mannréttinda-
samtök, rithöfundurinn Alice Walker og Maxine Walters,
oddviti blökkukvenna á bandaríska þinginu, eru á meðal
þeirra sem sent hafa forráðamönnum íþróttavörufyrir-
tækisins NIKE bréf þar sem fyrirtækið er harðlega gagn-
rýnt fyrir illa meðferð á verkafólki í Asfu.
i bréfinu er skírskotaö til nýrrar auglýsingaherferðar
NIKE þar sem lögö er áhersla á árangur íþróttakvenna og
bent á aö bandarískar konur geti ekki keypt NIKE vörur
meö góöri samvisku meðan fréttir berist af því aö ungar
verkakonur í Kína, Víetnam og Indónesíu sæti hrottalegri
meðferð í verksmiöjum fyrirtækisins. í bréfinu er fullyrt
aö verkakonunum séu greidd smánarleg laun, þær látn-
ar sæta tíðum hóprefsingum ef einni þeirra verði eitt-
hvað á, þær séu neyddar til að vinna aukavinnu kaup-
laust og þurfi að aukí að sæta kynferðislegri áreitni og
ofbeldi.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem NIKE er I brennidepli
fýrir illa meðferð á verkafólki f þriðja heiminum. Fyrirtæk-
ið kveðst þó hafa bætt ráð sitt og nýlega skýrðu formæl-
endur þess frá þvf aö það hefði slitið samstarfi við fjóra
indónesíska undirverktaka sem greiddu verkafólki of lág
laun og létu þaö vinna við afleitar aðstæöur.
Er sjötta
skilningarvitið til?
Það er alþekkt fyrirbæri að konur sem búa í nábýli, þó
ókunnugar séu, og þær sem umgangast mikið, stilla
tíðahringi sfna ósjálfrátt saman. Einnig hafa tilraunir sýnt
að konur sem koma reglulega nálægt karlmanni hafa
sfður óreglulegar tiðir en þær sem ekki gera það. Enginn
veit nákvæmlega hvers vegna þetta gerist en þetta get-
ur gefið ákveðna vísbendingu. Vera kann aö menn, líkt
og dýr, hafi samskipti ómeðvitað í gegnum efni er kallast
ferómón, en það er lyktarhormón - boöefni sem einstak-
lingur gefur frá sér, oft í tengslum viö kynhegöun og hef-
ur áhrif á einstaklinga sömu tegundar. í mönnum er Iftið
Ifffæri við nefgöngin (vomeronasal organ) sem vísinda-
menn töldu að áður fyrr hefði þjónað frummönnum en
væri nú úrelt. Sú skílgreining er nú á undanhaldi. Nú
telja sumir að þetta líffæri innihaldi ferómón sem sendi
skilaboð til heilans og það hafi áhrif á skapsmuni okkar
og kynlíf. Enn hefur þó ekki tekist að sanna að ferómón
sé f mönum en takist það á ilmefnaiðnaðurinn eflaust
eftir að taka við sér og hefja efnaframleiðslu sem kann
að hafa áhrif á hegðun okkar. Newsweek, október 1997
Ungar konur í
ófrjósemisaðgerð
Núorðið fara margar breskar konur, á þrftugsaldri, í ófrjó-
semisaðgerð. Þær segjast velja barnleysi til að geta
helgað sig starfsframa, tryggt sjálfstæði sitt og til þess
að geta notið kynlífs án þess að óttast þungun. Fjöldi
þessara kvenna í Bretlandi skiptir nú hundruöum, en
læknar og fjölskyldur þeirra eru oft lítt hrifnar af þessari
ákvörðun - finnst hún óeðlileg og telja að síðar muni þær
naga sig I handarbökin. Á sl. ári fóru 400 barnlausar
konur f ófrjósemisaðgerð á ríkisreknum sjúkrastofnun-
um, en enn fleiri fóru á einkastofur þvf þar er auðveldara
fyrir ungar konur að fá samþykki læknis fýrir aðgerðinni.
Fyrir tíu árum síðan fóru aðeins örfáar barnlausar konur
í ófrjósemisaðgerð f Bretlandi svo hér er greinilega
ákveðin þróun á ferðinni. Flestar þessara kvenna hafa
þegar á táningsaldri ákveðið að barnauppeldi muni ekki
henta þeim og að aðgerð lokinni finna þær iðulega fyrir
miklum létti. Af heilsufarsástæðum hrýs þeim hugur viö
að nota pilluna árum saman og þeim finnst aðrar getn-
aðarvarnir vera óáreiðanlegar. Þær konur sem sækjast
eftir ófrjósemisaðgerð segjast handvissar um aö þær
muni ekki sjá eftir ákvörðun sinni síðar, og margar njóta
stuðnings maka sins. Þær segja aö sú ákvörðun aö eign-
ast barn sé alvegjafn róttæk þeirri að vilja ekki börn og
þeim finnst sú andúð sem þær finna fyrir óréttmæt.
The Sunday Times, ágúst 1997
Sígild fegurð
út tísku
Nú eru helstu tískuhönnuðir heims orðnir leiðir á sígildri
fegurð og smám saman hefur Ijótleikinn tekið yfir. Þeir
segja að fólkið vilji sjá eitthvað nýtt og öðruvísi. Nú vilja
tískukóngar ófríðar fyrisætur með skögultennur, Iftil augu
og kartöflunef. Útlínur kvenllkamans eiga ekki að fá að
njóta sín, nýjasti fatnaðurinn afmyndar jafnvel svo stund-
um jaörar við að fyrirsætan líkist viðundri. Karen Elson frá
Manchester hefur lengi talið sig vera litla Ijóta andarung-
ann f sinni fjölskyldu, en nú er hún nýjasta Chanel-stúlk-
an. Hún líkist engan veginn ofurfyrirsætum heimsins en
hún er mjög ánægð meö framann. Sumir hrífast meö,
aðrir hreint ekki. Gagnrýnisraddir segja að þessir fulltrúar
afmyndunar séu kvenhatarar og að leikurinn sé bara
geröur í nafni frumleikans.
Newsweek, október 1997
Indversk kona hlýt-
ur virt bókmennta-
verðlaun
37 ára gömul indversk kona, Arundhati Roy, hlaut nýver-
ið virtustu bókmenntaverðlaun Breta, Booker-verðlaunin,
fyrir skáldsögu sfna The God of Small Things. Þetta er
fyrsta skáldsaga höfundar, skrifuð á ensku og segir hún
frá tvfburum sem alast upp f Kerala á Suður-lndlandi.
Viðfangsefnið er fjölskyldan, ástir, missir og stéttakerfi
Indlands. Bókin hefur verið gefin út á 27 tungumálum og
hefur selst í 400.000 eintökum. Hún hefur slegiö sölu-
met f Indlandi, Englandi, Noregi og Ástralíu. Indverskir
gagnrýnendur státa sig af þvf að Roy sé fyrsti raunveru-
legi Indverjinn sem hlýtur þessi verðlaun en Roy hefur
hvorki starfað né menntað sig erlendis. Sjálf segir höf-
undur bókina fjalla um „ástar-lögmálið", það sem ræður
þvf hverjir verðskuldi ást og hvernig því sé háttað.
Newsweek, október 1997
JÓLADAGSKRÁ HÚS
DÝRAGARÐSINS
Þaö er alltaf mikið um aö vera í Fjöl-
skyldu- og húsdýragaröinum í Laugardal
og upplagt fyrir fjölskyldur aö leggja
þangað leið sína til að skoöa dýrin.
Hægt er að fylgjast meö því þegar dýrun-
um er gefiö en á hverjum degi er hrein-
dýrum gefið kl. 10.30; selum kl. 11 og
minkum og refum kl. 11.30. Ef veður
leyfir er svínum hleypt út kl. 14; hreindýr-
um gefið aftur kl. 15.30; dýrum í smá-
dýrahúsi kl. 15.45; selum kl. 16; hest-
um, kindum og geitum ki. 16.15; svínum
kl. 16.30 og þá eru líka mjaltir í fjósinu.
Allan desember hefur veriö jóladagskrá i
garðinum. Jólasveinar koma í heimsókn
kl. 15 á hverjum degi en á Þorláks-
messu kemur Grýla, mamma þeirra,
með síöasta jólasveininum, honum Ket-
krók. Laugardaginn 20. des. syngur
Stúlknakór Reykjavíkur í garðinum kl.
15.30 og einnig mánudaginn 22. des.
kl. 14.30. Sunnudaginn 21. des. sýnir
Möguleikhúsið leikritið Hvar er Stekkja-
staur? kl. 14 og kl. 14.30 leikur lúöra-
sveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Á Þor-
láksmessu sýnir brúðuleikhúsið 10 fing-
ur leikritiö Jólaleik í garðinum kl. 14.
Reglur um skjúvinnu
eiga að tryggjja öryggi eg hollustu
þeirra sem vinna við tölvu.
Samkvæmt reglunum ú að:
Veita upplýsingar
og fræðslu
Starfsmenn eiga rétt ó að
fé upplýsingar um alla
þaetti öryggis og hollustu er
tengjast vinnu þeirro við
skjá.
Þeir eiga einnig rétt á
starfsþjálfun.
• Mota vinnuaðstæður
Atvinnurekendur skulu sjá til
þess að gerð sé úttekt á
skjáverkstöðvum til að meta
hvaða áhrif þær hafa á
starfsmenn.
Athuga ber sérstaklega
áhættu fyrir sjón og líkam-
legt og andlegt álag.
* Hafa samstarf
Hafa ber samráð við
starfsmenn og tryggja að
samstarf geti orðið sem best
um öryggismál, aðbúnað
og hollustuhætti.
Vinna við tölvu
'sáágB
'
(fi
• Uppfylla kröfur
Nýjar verkstöðvar eiga nú
þegar að uppfylla þær kröfur
sem fram koma í viðauka
reglnanna.
Eldri verkstöðvar skal lag-
færa fyrir 1. janúar 1997.
Reglurnar f jalla einnig um
• daglega vinnutilhögun
• augn- og sjónvernd starfsmanna
Reglurnar fá»t h|á Vlnnuáftlrlitl rílcldns,
•Innig lelðbelnlngabækllngurlnn
VINNA VIÐ TÖLVU
VINNUEFTIRLIT RÍKISINS
Bildshötða 1« - 113 Reyk|avík
Simi 867 3800 > Brétsiml 867 4086
■I