Vera - 01.12.1997, Blaðsíða 25

Vera - 01.12.1997, Blaðsíða 25
verið stofnaðir, annar um jafnréttislögin og hinn um fæðingarorlof, og einn fræðslufund- ur verið haldinn. Hann var urn jafnréttislög- in og þar töluðu nt.a. Sigríður Lillý Baldurs- dóttir og Brynhildur Flóvenz. í janúar er fyr- irhugað að halda fræðslufund um fæðingar- orlof og þá verður stofnaður málefnahópur undir yfirskriftinni launantál og ráðningar. „Þegar málefnahóparnir hafa kynnt sér málefnin vel, vinna þeir að mögulegum Stýrihópur Kynjavera, f.v. Sóley, Bolli, Kristbjörg og Erna. Mynd: Charlotta Hauksdóttir. lausnum sem verða settar fram á fundi þar sem allir félagar mega mæta. Þar verða af- greiddar ályktanir um málið og verður meiri- hlutakosning látin ráða ef með þarf. Álykt- anirnar verða síðan kynntar eftir föngum í fjölmiðlum og á heimasíðu félagsins,“ segir Erna. „Að því loknu gæti verið að málefna- hóparnir yrðu lagðir niður,“ bætir Kristbjörg við. „Hópurinn um jafnréttislögin fékk Sigríði Lillý Baldursdóttur í félagsmálaráðuneytinu til að segja frá 4 ára framkvæmdaáætlun sem ríkisstjórnin gerði áriðl 995,“ segja Sóley og Kristbjörg. „Þar er listi yfir atriði sem hvert ráðuneyti átti að kanna hjá sér og láta fram- kvæma í því skyni að jafna stöðu kynjanna. Okkur langar til að athuga hvort þessar skýrslur hafa verið skrifaðar, hvar þær liggja og hvort farið hefur verið eftir þeim.“ „Það kom t.d. í ljós á fundinum um jafn- réttislögin að lögfræðinemum fannst hug- myndir Brynhildar Flóvenz urn jafnréttislög- in alveg frábærar og langar að vinna með þær í lögfræðideildinni. Slík vinna gæti e.t.v. líka haft áhrif fyrir ]afnréttisráð,“ segir Erna. „Við rnunum þrýsta á stofnanir og setja jafnvel frarn mótmæli ef hópunum finnst ástæða til,“ segir Bolli. „Þetta er sannkölluð grasrótarhreyfing með fljótandi valdi. Skipu- lagið er enn í mótun og þessi bráðabirgða- stjórn mun sitja fram í janúar. Starfið hefur að mestu legið niðri frá því um ntiðjan nóv- ember vegna prófa.“ Eftir áramótin ætla Kynjaverur hins vegar að bretta upp ermar og kynna starfsemi sína í framhaldsskólum og víðar. Einnig er fyrir- hugað að koma á fundum með ungliðahreyf- ingurn stjórnmálaflokkanna og ræða hvað hver flokkur hefur gert í jafnréttismálum. „Það þarf að vekja karlmenn til vitundar um þessi mál. Þeir hafa sofnað á verðinum,“ segir Bolli. „Við þurfum að hætta að væla ofan í kaffi- bollana yfir bágri stöðu okkar og óréttlætinu í þjóðfélaginu," bæta stelpurnar við. Hvaða óréttlæti skyldi helst hvíla á þeim? „Einkahagsmuna hugsunarhátturinn í þjóðfélaginu hefur slæm áhrif. Það er erfitt að hefja búskap og koma undir sig fótunum með námi. Margir gefast því upp og skilja. Um 25 ára aldur hafa margir gift sig, átt börn og skilið. Mál sem þessu tengjast hvíla því þungt á okkar aldurshópi, t.d. forræðis- mál. Við segjum stundum í gríni að það ætti að banna fólki að eignast börn fyrr en það er orðið 67 ára! Þá eru báðir foreldrar heima og þjóðfélagið losnar við að borga fæðingaror- lof, dagvistun o.fl. o.fl.“ segja krakkarnir í Kynjaverum og virðast staðráðin í að koma með lausnir á þjóðfélagsvandamálunum í nafni jafnréttis. EÞ Gjafakort 1 Þjoðleikhusið er kærkomin gjöf c , 'V'Wfk _ við öll tækifærl! JgP ÞJOÐLEIKHUSIÐ 551 1200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.