Vera - 01.12.1997, Blaðsíða 27

Vera - 01.12.1997, Blaðsíða 27
Eigum að taka þátt í öllu sem bætir stöðu kvenna viötal: Svala Jónsdóttir Asdís Olsen er mörgum kunn sem dagskrárgerðarmaður í Rík- issjónvarpinu, meðal annars fyrir að stjórna hinum vinsœla ung- lingaþcetti „ O “ í tvo vetur. Hún komst í fréttir nýlega þegar hún fékk flest atkvæði útvarpsráðs í stöðu framkvæmdastjóra Ríkis- sjónvarpsins, en staðan var veitt öðrum. Asdísi eru jafnréttismál- in hugleikin, enda er hún að vinna að gerð sjónvarpsþátta wn jafnrétti og fjölskyldumál. Hún hefur líka ákveðnar skoðanir á stöðu kvenna í fjölmiðlum, sem hún kynnti í erindi á landsfundi Kvennalistans í nóvember. Konan sem tekur á móti mér í einbýlis- húsi í Selásnum er mun yngri og stelpu- legri en ég bjóst við, miðað við að vera reynd sjónvarpskona með margra ára nám að baki. Verið er að þrífa húsið eft- ir fertugsafmæli eiginmannsins, Karls Ágústs Úlfs- sonar, en við komum okkur fyrir á efri hæðinni ásamt heimilishundinum sem vill helst vera rneð í viðtalinu. Ásdís segist ekki hafa stefnt á fjölmiðlana í upp- hafi, heldur farið í kennaranám. En eins og svo margir menntaðir kennarar staldraði hún stutt við í kennslunni. „Eg vann einn vetur við kennslu og fannst það ntjög skemmtilegt," segir hún. „Ég fékk bara engin laun og sá það mjög fljótlega að ég hafði ekkert efni á þessu.“ Því lá leiðin úr kennslunni í fjölmiðlana og var Ás- dís ein af þeim fyrstu sem lagði stund á nám í hag- nýtri fjölmiðlafræði við Háskóla íslands. Þar segist hún loks hafa fundið sína réttu hillu. „Þá fyrst átt- aði ég mig á hve myndmálið er mér eiginlegt,“ segir hún. „Ég hef rnjög sterka sjón- og rúmskynjun og á auðveldara með að tjá mig ntyndrænt en í orðurn. Sjónvarpið er mitt mál.“ Ásdís er þó á því að fyrsta starf hennar við fjöl- miðla hafi ekki hentað henni að öllu leyti, en það var á fréttastofu Sjónvarpsins. „Spennan og hraðinn í fréttamennskunni gerðu það að verkurn að mér fannst ég aldrei komast til botns í neinu. Þá greip mig gjarnan sú löngun að skoða nánar og reyna að skilja mál til hlítar. Ég fann mig aftur vel í að gera fréttaskýringar og Kastljósþætti, þar sent einstök málefni voru tekin fyrir og skoðuð ofan í kjölinn.“ Áhugi á þáttagerð leiddi Ásdísi til Bandaríkjanna, þar sem hún lauk mastersnámi í fjölmiðlafræðum og dagskrárgerð frá Ohio University. „I náminu var lögð megináhersla á áhorfandann og virðingu og ábyrgð gagnvart einstaklingnum og samfélaginu sem miðillinn starfar í. í svona nánti er reynt að tryggja að fólk skilji muninn á þeirri ein- hæfu og stöðluðu mynd sein er svo nærtæk þegar kemur að fjölmiðlun, og hins vegar þeirn margbreyti- leika sem einkennir fólk og líf þess öðru fremur.“ Hún segir að námið hafi opnað henni nýjar vídd- ir og gert henni ljóst hversu stóran þátt fjölmiðlar eigi í að viðhalda kerfinu og hefðbundnum viðhorf- um. „En þetta tengist auðvitað eðli fjölmiðla sem þurfa að gefa skýra og einfalda mynd í samkeppn- inni urn athygli áhorfandans.“ 1 þessu sambandi verður Ásdísi tíðrætt um „polit- ical correctness" eða samfélagslega réttsýni eins og hún kýs að kalla það. Hún segir að skilningur á ósanngjarnri meðferð á minnihlutahópum hafi haft veruleg áhrif í Bandaríkjunum, ekki síst á fjölmiðla. Minnihlutahópar eru skilgreindir sem allir þeir, sem ekki tilheyra hinum einna sanna viðmiðunarhópi Mér var sagt aö búiö hefði verið aö ákveða fyrirfram hver fengi fram- kvæmdastjórastöö- una. Annaö sem ég held að hafi spilaö inn í, eru þær fyrir- fram gefnu hug- myndir sem fólk hefur um „stjóra“. Viö sjáum gjarnan fyrir okkur valds- mannslegan og djúpt þenkjandi karl í jakkafötum. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.