Vera - 01.12.1997, Síða 27

Vera - 01.12.1997, Síða 27
Eigum að taka þátt í öllu sem bætir stöðu kvenna viötal: Svala Jónsdóttir Asdís Olsen er mörgum kunn sem dagskrárgerðarmaður í Rík- issjónvarpinu, meðal annars fyrir að stjórna hinum vinsœla ung- lingaþcetti „ O “ í tvo vetur. Hún komst í fréttir nýlega þegar hún fékk flest atkvæði útvarpsráðs í stöðu framkvæmdastjóra Ríkis- sjónvarpsins, en staðan var veitt öðrum. Asdísi eru jafnréttismál- in hugleikin, enda er hún að vinna að gerð sjónvarpsþátta wn jafnrétti og fjölskyldumál. Hún hefur líka ákveðnar skoðanir á stöðu kvenna í fjölmiðlum, sem hún kynnti í erindi á landsfundi Kvennalistans í nóvember. Konan sem tekur á móti mér í einbýlis- húsi í Selásnum er mun yngri og stelpu- legri en ég bjóst við, miðað við að vera reynd sjónvarpskona með margra ára nám að baki. Verið er að þrífa húsið eft- ir fertugsafmæli eiginmannsins, Karls Ágústs Úlfs- sonar, en við komum okkur fyrir á efri hæðinni ásamt heimilishundinum sem vill helst vera rneð í viðtalinu. Ásdís segist ekki hafa stefnt á fjölmiðlana í upp- hafi, heldur farið í kennaranám. En eins og svo margir menntaðir kennarar staldraði hún stutt við í kennslunni. „Eg vann einn vetur við kennslu og fannst það ntjög skemmtilegt," segir hún. „Ég fékk bara engin laun og sá það mjög fljótlega að ég hafði ekkert efni á þessu.“ Því lá leiðin úr kennslunni í fjölmiðlana og var Ás- dís ein af þeim fyrstu sem lagði stund á nám í hag- nýtri fjölmiðlafræði við Háskóla íslands. Þar segist hún loks hafa fundið sína réttu hillu. „Þá fyrst átt- aði ég mig á hve myndmálið er mér eiginlegt,“ segir hún. „Ég hef rnjög sterka sjón- og rúmskynjun og á auðveldara með að tjá mig ntyndrænt en í orðurn. Sjónvarpið er mitt mál.“ Ásdís er þó á því að fyrsta starf hennar við fjöl- miðla hafi ekki hentað henni að öllu leyti, en það var á fréttastofu Sjónvarpsins. „Spennan og hraðinn í fréttamennskunni gerðu það að verkurn að mér fannst ég aldrei komast til botns í neinu. Þá greip mig gjarnan sú löngun að skoða nánar og reyna að skilja mál til hlítar. Ég fann mig aftur vel í að gera fréttaskýringar og Kastljósþætti, þar sent einstök málefni voru tekin fyrir og skoðuð ofan í kjölinn.“ Áhugi á þáttagerð leiddi Ásdísi til Bandaríkjanna, þar sem hún lauk mastersnámi í fjölmiðlafræðum og dagskrárgerð frá Ohio University. „I náminu var lögð megináhersla á áhorfandann og virðingu og ábyrgð gagnvart einstaklingnum og samfélaginu sem miðillinn starfar í. í svona nánti er reynt að tryggja að fólk skilji muninn á þeirri ein- hæfu og stöðluðu mynd sein er svo nærtæk þegar kemur að fjölmiðlun, og hins vegar þeirn margbreyti- leika sem einkennir fólk og líf þess öðru fremur.“ Hún segir að námið hafi opnað henni nýjar vídd- ir og gert henni ljóst hversu stóran þátt fjölmiðlar eigi í að viðhalda kerfinu og hefðbundnum viðhorf- um. „En þetta tengist auðvitað eðli fjölmiðla sem þurfa að gefa skýra og einfalda mynd í samkeppn- inni urn athygli áhorfandans.“ 1 þessu sambandi verður Ásdísi tíðrætt um „polit- ical correctness" eða samfélagslega réttsýni eins og hún kýs að kalla það. Hún segir að skilningur á ósanngjarnri meðferð á minnihlutahópum hafi haft veruleg áhrif í Bandaríkjunum, ekki síst á fjölmiðla. Minnihlutahópar eru skilgreindir sem allir þeir, sem ekki tilheyra hinum einna sanna viðmiðunarhópi Mér var sagt aö búiö hefði verið aö ákveða fyrirfram hver fengi fram- kvæmdastjórastöö- una. Annaö sem ég held að hafi spilaö inn í, eru þær fyrir- fram gefnu hug- myndir sem fólk hefur um „stjóra“. Viö sjáum gjarnan fyrir okkur valds- mannslegan og djúpt þenkjandi karl í jakkafötum. 27

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.