Vera - 01.12.1997, Page 40

Vera - 01.12.1997, Page 40
i öta I Ríkisstýrt jafnrétti er ekki jafnrétti í reynd Ilva Petersone stundar nám í íslensku fyrir útlendinga í Háskóla Islands, auk þess sem hún les ensku til mastersprófs við sama skóla. Ilva er frá Lettlandi en hefur búið hér á landi í rúm tvö ár og líkar vel. Heimabcer Ilvu er Valmiera, sem íslenskum kvenfrelsiskonum er að góðu kunnur, en þar var haldin ráðstefnan um jafnrétti kynj- anna á vegum Norrcenu ráðherranefndar- innar síðasta sumar. Ilva heimsótti heima- bœ sinn nú í sumar, aðeins nokkrum dög- um eftir að ráðstefnunni lauk. Fyrsta spurning VERU er þvíauðvitað: Hvaða áhrif hafði þessi stóra ráðstefna á almenning í Lettlandi að þínu matii Þetta var auðvitað stórviðburður í svo litlum bæ sem Valmiera er og hafði mikil áhrif. Heimamenn töl- uðu þó meira um viðburðinn og uppákomurnar sem slíkar fremur en tilgang ráðstefnunnar. Aftur á móti var menntafólk í Ríga uppteknara af jafnréttis- hugsjóninni sem sveif yfir vötnunum meðan á ráðstefnunni stóð. Svona ráðstefna á ör- llva segir að mikil afturfór hafi ordiö í kvenfrelsismálum í Lettlandi þegar landiö fékk sjálfstæöi. ugglega eftir að hafa jákvæð áhrif á hugsana- hátt þjóðarínnar, ef til lengri tíma er litið. En jafnréttismálin heima eru ennþá mjög skammt á veg komin, svo ekki sé meira sagt.“ Nú bafa beyrst þær raddir að konur bafi í raun verið betur staddar í Sovétríkjunum sál- ugu en þær eru í hinum frjálsu ríkjum í dag og að jafnrétti kynjanna hafi verið meira. „Að sumu leyti má taka undir þetta sjónarmið, en þó ekki alveg. Það fer auðvitað eftir því hvernig á málið er litið. Jafnrétti kynjanna var eitt af stefnu- málum Sovétríkj- anna. Konur voru í stjórnunarstöð- um og í öllum ráðum og nefnd- um. Allra efstu topparnir voru samt áfram breiðu bökin í gráu jakkafötunum. Það voru í gildi kvótareglur um kyn- og stéttskipt- ingu í flestum geirum sjórnsýsl- unnar, eins konar jákvæð mismunun. Imynd hinnar sterku og sjálfstæðu konu var haldið á lofti og myndir af konum við hin ýrnsu störf voru algengar, veðurbitnar konur á traktor, bláklæddar í vinnugallanunt við verksmiðjustörf o.s.frv. Sovét-konan var í raun ímynd súperkonunn- ar, hinnar tæknivæddu konu sem stóð karl- inum hvergi að baki, hvorki í verksmiðjun- um né á akrinum.“ En hvað gerðist? Hvað varð um ímynd sjálfstæðu konunnar? „Þegar Lettland varð frjálst börðumst við gegn öllu því sem sovéskt var, Sovét-konunni líka. Lettar höfðu verið undir hæl Sovétríkj- anna í rúnt fimmtíu ár og þegar hugmynda- fræði hins sjálfstæða ríkis var byggð að nýju var leitað til hugmynda úr fortíðinni. ímynd hinnar heimakæru húsmóður var vakin upp að nýju og sem dæmi má nefna að hús- mæðraskóiar, þar sem ungar stúlkur voru þjálfaðar upp í fyrirmyndarhlutverk eigin- kvenna og mæðra, voru endurstofnaðir og urðu geysilega vinsælir, þó vinsældirnar hafi dofnað nokkuð nú. Yngri systir mín fór t.d. í slíkan skóla og sumar vinkonur mínar og okkur fannst ekkert athugavert við það. Það var held ég auðvelt fyrir lettneskar konur að samþykkja þessa nýju fjölskylduvænu kvení- mynd, þó hún bryti svo sannarlega í bága við jafnréttishugsjónina. Það var hreinlega nóg að hún væri andstæð hugmyndafræði Sovét- ríkjanna til þess að hún væri samþykkt. Inn í þetta blönduðust auðvitað líka þjóðernis-

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.