Vera - 01.12.1997, Qupperneq 55

Vera - 01.12.1997, Qupperneq 55
9' Miklu meira en alveg nóg Valdimarsdátti Fagurt ííf Það er alltaf stórviðburöur í mfnum huga að setjast niður með nýja bók eftir íslenska konu. Ég opnaði því nýju bókina hennar Þórunnar Valdimarsdóttur Alveg nóg með nokkurri tilhlökkun og lokaði henni ekki fyrr en að ég hafði svolgrað í mig síöustu orðin. Góður texti virkar svalandi á þyrstan lesanda. Saga Guðrúnar Jónsdóttur, fs- lenskrar einstæðrar móður hefst á endinum. Fyrsti kaflinn heitir Á eftir og söguhetjan rifjar upp sára minn- ingu og atburðina sem leiddu hana þangað. Hún leyfir myndum úr lífi sfnu að renna gegnum hugann á meöan hún siglir brott frá föðurlandinu á vit ör- laganna. Hún er aö flytja með dætur sfnar tvær til Dan- merkur burt frá feörum þeirra og til mannsins sem hún elskar og elskar hana. Frásögnin er fyrst og fremst saga tilfinninga hennar og hugsana - saga um mennina sem hún hefur elskað. Textinn spilar meö og á tilfinningar les- andans þar sem náttúru- og umhverfislýsingar spila stórt hlutverk. Þaö er auðvelt að setja sig í spor Guörúnar, at- burðirnir í lífi hennar gætu eins verið teknir beint úr mínu Iffi eöa þinu. Alveg nóg er ein af þessum fallegu, Ijúfsáru lýsingum á tilfinningum og hugsunum sem breyta og auðga líf persón- anna, jafnt tilbúinna sem raunverulegra. Hún lýsir gleði, sorg og ást af ótrúlegri næmni sem snertir lesandann djúpt og ætti að vera skyldulesning allra norrænna kvenna. Til hamingju Þórunn og takk fyrir mig. Sólveig Jónasdóttir Kristfn Marja Baldursdóttir sendir frá sér bókina Hús úr húsi þessi jól. Þar er fjallað um ungu stúlku, Kol- finnu, sem vinnur timabundiö fyrir sér sem húshjálp í fjórum húsum f Þing- holtunum. Kristfn Marja kann listina aö segja sögu og tvinnar skemmtilega saman frásögn af Iffi stúlkunnar og eigenda húsanna - hversdeginum, ást- inni, sorgunum og tengslunum sem myndast á milli þeirra. Lesandinn kynnist smátt og smátt persónunum í gegnum skemmti- legar og lifandi lýs- ingar á hýbýlum þeirra, innbúi og umgengnisvenjum. Eigendur hús- anna eru ólíkar persónur og hús- hjálpin veröur vinur þeirra allra - óperusöngkonunnar sem lifir í litla glansheiminum sínum, meö kristalsglösin og fínu blúndunær- fötin um alla fbúö; Listalfn, geö- ugu, gömlu konunnar sem þolir ekki lykt af gömlu fólki og vill því láta þrffa „extra" vel og trúir hús- hjálpinni fyrir því aö líf hennar hafi veriö fagurt; hrokafulla og sóöa- lega fræöimannsins sem tekst aö rústa íbúðinni sinni vikulega og loks snyrtimennisins rfka sem stundar lögfræöistörfin meðfram þvf aö stfga f vænginn viö húshjálpina. Hús úr húsi er skemmtileg aflestrar en ég hnaut þó um áhersluna sem lögö er á stéttskiþtinguna í samskiptum húseigandanna og húshjálparinnar, ólabækurnar stéttskiptingu sem aöallega viröist byggð á menntun og auöi. Auövitaö þekkjum við allar, sem einhvern timann höfum unniö viö þrif eöa húsverk, aö slík störf eru ekki hátt metin í þjóðfélaginu, en þaö er ekki þar meö sagt aö þeim sem sinnir slíkum verkum þurfi aö lýsa sem hálfgerðum hálfvitum. Þannig finnst mér húshjálpin Kolfinna stundum gerö of heimsk til aö trúveröugt sé. í miðri bók, þeg- ar Kolfinna tekur barnalega þakklát viö leiðsögn lög- fræöingsins um Listasafniö, þurfti ég t.d. aö fletta aftur að byrjun, einungis til að sannfæra mig um aö Kolfinna væri á þrítugsaldri en ekki fimmtán árum yngri. Þessi ótrúveröugleiki aöalpersónunnar er Ijóöur á annars mjög skemmtilegri frásögn sem aö mínu mati heföi auðveldlega verið hægt aö snföa af án þess aö raska meginþema sögunnar. Tengsl persónanna viö húsin er sterk og húshjálpin upplifir hvert hús sem sérstakan heim. Húsin eru táknmynd þess Iffs sem persónur þeirra lifa. Þannig táknar gamalt og illa viö haldið hús Kolfinnu sjálfrar og móöur hennar takmörkuö samskipti þeirra mægöna og ónógt Iff. Kolfinna er stödd á ákveönum tímamótum í lífi sfnu; flutt heim til móöur sinnar eftir skilnað viö sambýlismanninn, búin aö vera at- vinnulaus um tfma og gripur þessa ihlaupavinnu til aö leysa af kasólétta vinkonu sína. Hún er óánægö meö eig- iö Iff og í leit sinni aö lifsfyllingu dregst hún að fólkinu sem hún kynnist, Iffi þeirra, húsum og mublum. Þaö er ekki fyrr en f lok bókar aö hún skilur boö- skap Listalínar um fagurt Iff, aö fegurð- in getur aðeins litaö Iff manns aö hún komi innan frá - frá eigin hönd og hjarta. Sólveig Jónasdóttir iti t j ima ^J'JrLncfdt 561 5100 Jji/l Joacl er iLLtnt liarlmöi L iem karlmonnLim emur eLnf-alcuecja l?l?L i/LcJ. 55

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.