Vera - 01.12.1997, Side 38

Vera - 01.12.1997, Side 38
Allir flokkar vilja jafnrétti kynjanna - hver er viljinn í raun? A síðastliðnu sumri ákváðu nokkrar Kvennalista- konur að efna til vikulegra funda um kvennapóli- tík. Strax kom í Ijós að konur virtust hafa mikla þörffyrir að rceða aðgerðir í kvenfrelsismálum og voru ýmsir möguleikar rœddir. Ég tók þátt í all- nokkrum þessara funda og urðu þeir mér innblást- ur í vangaveltum mínum um hvernig jafnréttislög Brynhildur Flóvenz, lögfrceðingur geti sem best stuðlað að framgangi kvenfrelsis. Á grundvelli m.a. þessara umrœðna innan Kvenna- listans mótaði ég með mér hugmyndir um hvernig jafnréttismálum væri best komið „innan kerfisins“, Þessar hugmyndir mínar kynnti ég síðan á lands- fundi Kvennalistans að Úlfljótsvatni í nóvember s.l. Hér á eftir fer úrdráttur úr því erindi. egar við veltum því fyrir okkur hvernig góð jafnréttislög skuli vera er einkum þrennt sem hafa þarf í huga. I fyrsta lagi þarf að ákveða hvaða réttindi á að tryggja, þ.e. hvaða athæfi ætlum við að banna og hvaða aðgerðir ætlum við að lögfesta. I öðru lagi hvernig bregðast á við brotum á lögunum, m.a. hvort og þá hvaða viðurlög eiga að vera við þeim. I þriðja lagi þurfum við að ákveða hvers konar stofnanir eigi að framfylgja lög- unum og hvert skuli vera vald þeirra. Samkvæmt núgildandi lögum er öll mis- munun á grundvelli kynferðis bönnuð. Lögin leggja sérstaka áherslu á aðgerðir til að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði. 1 því skyni eru ýmsar skyldur lagðar á atvinnurekendur og stéttarfélög, svo sem að þessir aðilar skuli vinna markvisst að því að jafna stöðu kynj- anna á vinnumarkaði. Sérstaklega skulu at- vinnurekendur vinna að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækis síns eða stofnunar og stuðla að því að störf flokkist ekki í sér- stök kvenna- og karlastörf. Lögin fjalla ítar- lega um bann við ýniis konar mismunun á vinnumarkaði. I 12. gr. laganna segir að í nefndum, stjórn- um og ráðum á vegum ríkis, sveitar-félaga og félagasamtaka skuli, þar sem því verður við komið, sitja sem næst jafnmargar konur og karlar og skal ávallt á það minnt þegar ósk- að er tilnefningar í hlutaðeigandi stjórnir, nefndir og ráð. Þá er sérstaklega fjallað um menntun og tekið fram að í skólum og öðrum mennta- og uppeldisstofnunum skuli kynjunum ekki mismunað. Skylt er að gæta þessa í námi og kennslu, starfsháttum og daglegri umgengni við nemendur. A öllum skólastigum skal veita fræðslu um jafnréttismál, m.a. með því að leggja áherslu á að búa bæði kynin jafnt undir virka þátttöku í samfélaginu, fjöl- skyldulífi og atvinnulífi. Þá skal þess sér- staklega gætt að kennslutæki og kennslu- bækur séu þannig úr garði gerð að kynjunum sé ekki mismunað. Konur hafa lengi talið auglýsingabransann standa í vegi fyrir kvenfrelsi m.a. með ýms- um staðalímyndum af konum og áherslu á þær sem kynverur fremur en vitsmunaverur. Jafnréttislögin taka á þessu og samkvæmt þeim skal auglýsandi, og sá sem hannar eða birtir auglýsingu, sjá til þess að auglýsingin sé öðru kyninu ekki til minnkunar, lítilsvirð- ingar eða stríði gegn jafnri stöðu og jafnrétti kynjanna á nokkurn hátt. Af þessari upptalningu réttinda í jafnrétt- islögunum mætti ætla að staða okkar kvenna á Islandi væri dæmalaust góð og varla væri ómaksins vert að eyða tíma í breytingar á þeim. En hver er þá raunveruleikinn? Hvernig hafa þessi lög reynst sem tæki til jafnréttis kynj- anna? Er jafnrétti á vinnumarkaði? Vinna atvinnu- rekendur mark- visst að því að bæta stöðu kvenna? Fá kon- ur sömu laun og karlar? Hafa konur sömu möguleika á starfi og karlar? Sitja álíka margar konur og karlar í stjórnum nefndum og ráðum á vegum hins opinbera? Hvernig er lögbundinni fræðslu um jafnrétt- ismál háttað í Ieikskólum og skólum barn- anna okkar? Vissulega hefur ýmislegt þokast í rétta átt á mörgum sviðum þó að ég eigi afar erfitt með að sjá miklar breytingar á hinu opinbera sviði. Ástæður þeirrar tregðu eru eflaust margar en ég tel ekki vafa á að viðbrögð samfélagsins, eða réttara sagt viðbragðaleysi við því þegar réttur er brotinn á konum, vegi þar þungt. Hverjir eiga að framfylgja jafnréttislögun- um? Ef við skoðum þær stofnanir sem við höfum nú til að framfylgja lögunum eru það annars vegar Jafnréttisráð og hins vegar kærunefnd jafnréttismála. Jafnréttisráð er skipað fulltrúum ýmissa hagsmunasamtaka. Því er ætlað að vinna að því að ákvæðum laganna sé framfylgt, móta stefnu í jafnréttis- málum og hafa frumkvæði að aðgerðum til að bæta stöðu kvenna, vera ráðgefandi gagn- vart stjórnvöldum, stofnunum og félögum í málefnum er varða jafna stöðu og kynjanna, sjá um fræðslu og upplýsingastarfsemi til fé- lagasamtaka og almennings, fylgjast með þjóðfélagsþróuninni sem m.a. varðar þetta lagaefni og gera tillögur um breytingar til samræmis við tilgang laganna. Stuðla að góðri samvinnu við hin ýmsu samtök til að ná markmiðum laganna, gera rannsóknir á stöðu kvenna og karla og svo framvegis. Eins og sést af þessari upptalningu er Jafn- réttisráði ætlað gífurlega viðamikið hlutverk. Kærunefnd jafnréttismála er ætlað að leysa úr ágreiningi varðandi lögin. Nefndin er skipuð þremur lögfræðingum, tveimur til- nefndum af Hæstarétti og einum af félags- málaráðherra en hann fer með jafnréttismál og undir hann heyrir Skrifstofa jafnréttis- Gjafavara—matar- og kaíTistell. Allir verðílokkar. rœðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VIÍRSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.