Vera - 01.12.1997, Blaðsíða 51

Vera - 01.12.1997, Blaðsíða 51
Er hægt aö gera gamanmynd um fóstureyöingar? Tvær nýjar kvikmyndir sem fjalla fyrst og fremst um fórstureyðingar eru nú komnar á inyndbandaleigur víða um land, Citizen Ruth og If these walls could talk, heita þær. Þótt viðfangsefnið sé það sama eru myndirnar mjög ólíkar. Önnur er gamanmynd og þá mætti spyrja: Er hægt að gera gamanmynd um fóstureyðingar? Svarið er já, og hana býsna góða. Einkum ef hún er gerð í fyllstu alvöru. En það merkir ekki að hefðbundari aðferðir dugi ekki ágætlega líka. Hér eru sýn- ishorn af hvoru tveggja. CITIZEN RUTH Citizen Rutli er ósvikin gamanmynd, en gam- anið er grátt og stundum jafnvel sótsvart. Þótt engum sé hlíft er hún alltaf skemmtileg og það er bæði styrkur hennar og veikleiki. Aðalsögu- hetjan, Ruth, sem Laura Dern leikur, er ófor- betranlegur vímuefnaneytandi sem á að baki margar árangurslausar heimsóknir á meðferð- arstofnanir. Hún hefur eignast fjögur börn sem hún er óhæf til að ala upp og eru ýmist hjá fjölskyldu hennar eða hafa verið ættleidd. Óvænt verður hún bitbein tveggja andstæðra fylkinga, andstæðinga og fylgjenda frjálsra fóstureyðinga, þegar upp kemst að hún er ófrísk í fimmta sinn. Hún fær tilboð um mögulega refsilækkun eftir síðustu handtöku ef hún er reiðubúin að láta eyða fóstrinu. And- stæðingar fóstureyðinga taka hana upp á arma sína og gera hana að þjóðartákni fyrir málstað sinn. Þeir hefðu varla getað valið verr, því Ruth kærir sig svo sem ekkert sérstaklega um barnið og er síður en svo reiðubúin til að gefa upp á bátinn stóru ástina sína sem er „sniffið“ og önnur eiturefnaneysla. Myndin er sem fyrr segir ágætlega fyndin og skemmtileg og nær þess vegna til margra. Það er ótvíræður kostur því hún gefur mjög giögga mynd af því ofstæki sem er hlaupið í fóstur- eyðingaumræðuna, einkum í Bandaríkjunum, á seinustu árum. Þótt báðir hópar séu sýndir í spéspegli, þeir sem eru andvígir og fylgjandi frelsi í fóstureyðingum, og öll hræsni gagn- rýnd, er myndin síður en svo afstöðulaus. Myndin snýst ekki síst um að svipta hulunni ofan af hræsni og tvískinnungi guðsútvalinna andstæðinga fóstureyðinga. Enn forvitnilegra er jafnvel að sjá aðferðafræði þeirra kort- lagða, t.d. áhersluna á það að persónugera fóstrið í huga Ruth með því að fá hana til þess að gefa því nafn. Ádeilan á hinn hópinn, sem reynir að fá Ruth til þess að skilja að hún á valið og ræður sjálf eigin líkama, er ekki nærri eins trúverðug, enda efast ég ekki um hverrar skoðunar höfundar myndarinnar eru. Þar eru þó góðir sprettir einkum vegna vandræðalegr- ar afstöðu til peninganna sem fljótlega fara að skipta nokkru um framvinduna í myndinni. Verr tekst til um skopmynd sem dregin er upp af lesbísku pari og jaðrar sú klisja við for- dóina. Það sem gerir myndina helst fyndna og söguþráðinn trúverðugan mitt í öllum fárán- leikanum er sú staðreynd að Ruth er jafn ráð- villt og hún er. Laura Dern skilar hlutverki sínu afskaplega vel Þó held ég að myndin rísi hæst þegar hún er minnst fyndin. Nokkur augnablik sitja eftir í sálinni og valda því að myndin gleymist ekki. Augnablik eins og þegar Ruth svarar mömmu sinni fyrir framan sjónvarpsvélarnar og af- hjúpar sorglega fortíð þeirra beggja. En þessi augnablik mættu vera fleiri. Eg er sannfærð um að þessi kvikmynd ristir dýpra hjá þeim sem búa við bandarískan veruleika, þar sem ógnartök andstæðinga fóstureyðinga hafa valdið ómældum skaða í skjóli skoðanafrelsis. Þar á ég ekki aðeins við þau voðaverk, morð og skemmdarverk andstæðinga fóstureyðinga, heldur einnig hvernig þeir hafa hrætt og skað- að telpur og konur. Áróður þeirra hefur bæði leitt til fæðinga fleiri óvelkominna barna en ella og angistar kvenna sem hafa valið fóstur- eyðingu. Hér á landi hefur verið reynt að koma af stað svipaðri hreyfingu og í Banda- ríkjunum. Þótt það hafi ekki tekist í sama stíl og þar er þarft að skoða hvernig ástandið gæti orðið. SÖGURNAR SEM VEGGIRNIR EKKI SEGJA lftbese walls coitld talk er hefbundnari kvik- mynd en Citizen Ruth og á köflum ákaflega fyrirsjáanleg. Hún snertir við fleiri tilfinninga- strengjum og skilur eftir meiri samúð með söguhetjunum en aumingja Ruth, hvort sem það er kostur eða löstur. Myndin er í raun þrjár sjálfstæðar smásögur sem tengjast sam- an á viðfangsefninu, fóstureyðingum, og sögu- sviðinu, venjulegu húsi í amerískum bæ. Sam- anlagt tekst í þessari tiltölulega látlausu mynd að koma inn á flest það sem yfirleitt liggur í þagnargildi um fóstureyðingar: Hætturnar af ólöglegum fóstureyðingum, fordómana, efa- semdirnar, karlmenn sem vilja vera stikkfrí en stjórna samt og konur sem annað hvort hjálpa öðruni konum eða dæma þær. Eg er ekki al- veg sammála því sem segir í kynningu á kápu myndbandsins, að myndin taki ekki afstöðu til fóstureyðinga heldur „fjalli hún einfaldlega um þær“. Eg sé ekki betur en hér sé gamalgró- inn misskilningur á ferð. Það er rétt að í myndinni er ekki tekin sú afstaða að fóstur- eyðing sé alltaf besta valið, enda eru það ekki rök þeirra sem vilja að fóstureyðingar séu frjálsar. Hins vegar get ég ekki skilið myndina á annan hátt en að hún taki þá afstöðu að það sé konunnar sjálfrar að eiga síðasta orðið um líkama sinn. Myndin fjallar einmitt um hve erfitt þetta val er á mismunandi tímum og miðað við margbreytilegar aðstæður kvenn- anna. En erfitt er að skilja myndina öðru vísi mínisti fer á bió Anna Ólafsdóttir Björnsson en að hversu erfitt sem valið sé eigi það að vera hjá konunni sjálfri. Og það getur verið erfitt í heimi þar sem allir virðast hafa afdrátt- arlausar skoðanir á fóstureyðingum. Uppeldi, trúarbrögð, þrýstingur frá almenningsáliti, ættingjum, vinum, maka, tengdafólki eða barnsföður, allt er þetta til að gera konum erf- iðara að þekkja eigin hug. Sú staðreynd að þessi áhrif eru mjög breytileg eftir því hvenær saga kvennanna gerist, á 6., 8., og 10. ára- tugnum, minnir okkur á að stundum er hollt að skoða lífið í ljósi sögunnar og gera sér grein fyrir þjóðfélagsbreytingum. Myndin rifjar upp raunveruleika úr sögu síðustu 45 ára, raun- veruleika sem kemur konum mjög rnikið við. Þrjár þekktar leikkonur, Derni Moore, Sissy Spacek og Cher, eru kynntar sem stjörnur kvikntyndarinnar, hver í sinni sögu. Mér finnst Demi Moore skila sínu hlutverki í fyrsta hlut- anum sérlega vel. Hún hefur verið býsna hart dæmd að undanförnu og þótt mistæk í hlut- verkavali, en hluta af þeim dómum verð ég að skrifa á fordóma. Hún er hér í hlutverki ungr- ar ekkju (eins og í Ghost) og túlkar sannfær- andi sambland af ákveðni og umkomuleysi. I öðrum hlutanum er það Sissy Spacek sem er í aðalhlutverkinu og ferst' það ágætlega en í þriðja hlutanum er Cher í tiltölulega áreynslu- litlu hlutverki, en er þó auglýst sem ein þriggja stjarna myndarinnar. Mér finnst nú að óhætt hefði verið að taka það fram að það er rninna þekkt leikkona, Anne Heche, sem ber uppi þann hluta og skilar sínu hiutverki mun eftir- minnilegar en Cher. En það er ekki í stíl við vinnubrögð kvikmyndaiðnaðarins, sem þessi rnynd tilheyrir óneitanlega, þrátt fyrir ágæt efnistök og þarft umfjöllunarefni. Leikstjórar myndarinnar eru Nancy Savoca sem stýrir tveimur fyrri hlutunum og Cher sem stýrir þeim síðasta. Mér finnst athyglisvert hve marg- ir leikarar í aukahlutverkum eru eftirminnileg- ir og sérlega vel valdir, svo sem mágkonan í fyrsta hlutanum, dóttirin í miðhlutanum og unga „sannkristna“ mamman í þeim síðasta. Það eykur óneitanlega styrk myndarinnar. Eg má til með að benda ykkur seni lesið þessi orð á eitt í viðbót: Ekki láta misvísandi texta á myndbandskápu hrekja ykkur frá því að sjá þessa mynd. Hún er alls ekki sú vella sem ætla mætti miðað við orðin sem þar gefur að líta: „óvenju hjartnæm“ og „tilfinningaþrungin lýs- ing á daglegri baráttu kvenna í hörðum og óblíðum heimi“. Fyrirgefið þið sem settuð saman þennan texta - örugglega í bestu mein- ingu - en hvað haldið þið eiginlega að við séum? Ég mæli hiklaust með báðunt þessum myndum, ekki síst vegna þess að handritshöf- undar þora að taka afstöðu, þótt þeir lýsi and- stæðum sjónarmiðum í fleiri blæbrigðum en hvítu og svörtu. ^va si
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.