Vera - 01.12.1997, Blaðsíða 24

Vera - 01.12.1997, Blaðsíða 24
Kynjaverur Jafnréttindafélag fyrir bœði kynin Jafnréttindafélagið Kynja- verur var stofnað formlega á Sólon íslandus 24. októ- ber sl. og hafa yfir 100 manns skráð sig í félagið. Markmið þess er að koma af stað umræðu um jafn- réttismál og verður það m.a. gert með því að mynda málhópa sem skila áliti og kynna skoðanir sín- ar í fjölmiðlum. Félagar eru flestir við nám í Háskóla ís- lands og ræddi Vera við fjóra meðlimi í stýrihópi samtakanna - stelpurnar þrjár sem fengu hugmynd- ina eftir fund hjá Kvenna- listanum í haust og Bolla Pétur Bollason guðfræði- nema. Mikið úrval! Konfekt-, og piparkökumót. Sprautupokar ásamt ýmis konar bökunarvörum. PIPAR OG SALT KLAPPARSTÍGUR 44 - REYKJAVÍK » 562-3614 - FAX 551-0330 Það voru þær Erna Kaaber, nemi í stjórnmálafræði, Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir hagfræðinemi og Sóiey Tómasdóttir nemi í uppeldis- og menntunarfræðum sem ákváðu að mæta á fund hjá Kvennalistanum um nýj- ar leiðir í kvennabaráttu. Þeim var vel tekið og fundurinn var skemmtilegur. „Það barst í tal að Félag ungra jafnaðarmanna hefði sent bréf þar sem ungum Kvennalistakonum var boðið á einhvern gleðifund og í framhaldi af því spurðum við hvort til væri ungliðahreyf- ing í Kvennalistanum. „Þið gætuð stofnað slíkan hóp,“ var svarið og við ákváðum að íhuga málið,“ segja þær stöllur um aðdrag- andann að stofnun Kynjavera. Ekki er skrýtið þótt kaffihúsið Sólon Is- landus hafi orðið fyrir valinu þegar félagið var stofnað því þar kviknaði hugmyndin og hélt áfram að gerjast, enda eru félagar í Kynjaver- um oft kallaðir „kaffihúsakynslóðin“. „Eftir fundinn hjá Kvennalistanum fórum við upp á Sólon og ekki voru liðnar nema 20 mínútur þegar við höfðum afskrifað hug- myndina um að stofna ungliðahreyfingu Kvennalistans," segja stelpurnar. Astæðan? „Jú, við vildum hafa stráka með og vorum ekki tilbúnar að vinna eftir línum stjórn- málaflokks þar sem við þyrftum að taka pólitíska afstöðu. Okkur langaði að vinna að jafnréttismálum á breiðari grundvelli." Og þar með var boltinn farinn að rúlla. Stelpurnar létu boð ganga til vina og vanda- manna og héldu tvo undirbún- ingsfundi, ann- an á Sólon og hinn á Ara í Ögri. Þangað mætti Bolli og segist hafa hrif- ist af hugmynd- inni. „Fyrst hélt ég að stelpurnar ætluðu bara að tala um hvað þær ættu bágt en komst að því á þessum fundi að hér var ann- að á ferðinni. Við strákarnir þurftum ekki strax að fara í varnarstöðu, þess vegna l.miisi iih't VlT.l j.ltð wgiir þ.irn.i þ.ir vm vr, g.i’li ij.ið ''V.nir l'.olli. Si )le\ rilj am ar upp ,ið á fyrsta undir- búningsfundinn hafi bæði mætt heiðbláar sjálfstæðiskonur og eldrauðar kvennabar- áttustelpur og hún hafi óttast sprengingu. En andrúmsloftið var aðeins rafmagnað stutta stund. „Við vorum tilbúnar að takast á við stelpurnar úr Sjálfstæðum konum en fljót- lega kom í ljós að við þurftum það ekki. Þar sem tilgangurinn var bara að ræða jafnréttis- mál, en ekki sjávarútvegsstefnu eða önnur pólitísk mál, kom í ljós að við vorurn alveg sammála. Þegar minnst er á jafnréttindafélag fara rnargir í varnarstöðu en um leið og við segjumst ætla að tala um jafnréttismál á já- kvæðum nótum, án þess að rökstyðja það frekar, breytist viðhorfið gjörsamlega." „Mér finnst mikilvægast að fólk geri sér grein fyrir því að þetta eru ekki sérhags- munamál kvenna eða karla. Við erum ekki að slást við karlana um völd heldur að reyna að tryggja samfélaginu þá hagsmuni sem samfélagið á skilið,“ bætir Erna við. „Það þarf að jafna aðstöðu fólks þannig að hver og einn fái að njóta hæfileika sinna.“ „Á fundum okkar hefur komið fram að skoðanir fólks á því hvað þurfi að gera í samfélaginu eru mjög líkar. Það eina sem að- greinir okkur eru mismunandi stjórnmála- skoðanir,“ segir Kristbjörg og bætir við: „En það á ekki að hindra okkur. Ef við leggjum saman erurn við miklu sterkara afl en rnörg lítil sem eru í raun að berjast fyrir því sama.“ „Á stofnfundinum töluðu t.d. tveir menn sem eru á öndverðum meiði í pólitík, Gunn- laugur Þór Þórðarson frá Sjálfstæðisflokki og Róbert Marshall frá Alþýðubandalagi,“ heldur Bolli áfram. „Það kont í Ijós að þeir voru ótrúlega saminála um jafnréttismál.“ Málefnahópar og kynningar í fjölmiölum Fyrstu verkefni félagsins eru að taka fyrir einstök málefni og fá fólk, sem veit eitthvað um viðkomandi mál, til að kynna hvað ligg- ur að baki. Þegar hafa tveir málefnahópar 24 V&l 1 CL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.