Vera - 01.12.1997, Side 24

Vera - 01.12.1997, Side 24
Kynjaverur Jafnréttindafélag fyrir bœði kynin Jafnréttindafélagið Kynja- verur var stofnað formlega á Sólon íslandus 24. októ- ber sl. og hafa yfir 100 manns skráð sig í félagið. Markmið þess er að koma af stað umræðu um jafn- réttismál og verður það m.a. gert með því að mynda málhópa sem skila áliti og kynna skoðanir sín- ar í fjölmiðlum. Félagar eru flestir við nám í Háskóla ís- lands og ræddi Vera við fjóra meðlimi í stýrihópi samtakanna - stelpurnar þrjár sem fengu hugmynd- ina eftir fund hjá Kvenna- listanum í haust og Bolla Pétur Bollason guðfræði- nema. Mikið úrval! Konfekt-, og piparkökumót. Sprautupokar ásamt ýmis konar bökunarvörum. PIPAR OG SALT KLAPPARSTÍGUR 44 - REYKJAVÍK » 562-3614 - FAX 551-0330 Það voru þær Erna Kaaber, nemi í stjórnmálafræði, Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir hagfræðinemi og Sóiey Tómasdóttir nemi í uppeldis- og menntunarfræðum sem ákváðu að mæta á fund hjá Kvennalistanum um nýj- ar leiðir í kvennabaráttu. Þeim var vel tekið og fundurinn var skemmtilegur. „Það barst í tal að Félag ungra jafnaðarmanna hefði sent bréf þar sem ungum Kvennalistakonum var boðið á einhvern gleðifund og í framhaldi af því spurðum við hvort til væri ungliðahreyf- ing í Kvennalistanum. „Þið gætuð stofnað slíkan hóp,“ var svarið og við ákváðum að íhuga málið,“ segja þær stöllur um aðdrag- andann að stofnun Kynjavera. Ekki er skrýtið þótt kaffihúsið Sólon Is- landus hafi orðið fyrir valinu þegar félagið var stofnað því þar kviknaði hugmyndin og hélt áfram að gerjast, enda eru félagar í Kynjaver- um oft kallaðir „kaffihúsakynslóðin“. „Eftir fundinn hjá Kvennalistanum fórum við upp á Sólon og ekki voru liðnar nema 20 mínútur þegar við höfðum afskrifað hug- myndina um að stofna ungliðahreyfingu Kvennalistans," segja stelpurnar. Astæðan? „Jú, við vildum hafa stráka með og vorum ekki tilbúnar að vinna eftir línum stjórn- málaflokks þar sem við þyrftum að taka pólitíska afstöðu. Okkur langaði að vinna að jafnréttismálum á breiðari grundvelli." Og þar með var boltinn farinn að rúlla. Stelpurnar létu boð ganga til vina og vanda- manna og héldu tvo undirbún- ingsfundi, ann- an á Sólon og hinn á Ara í Ögri. Þangað mætti Bolli og segist hafa hrif- ist af hugmynd- inni. „Fyrst hélt ég að stelpurnar ætluðu bara að tala um hvað þær ættu bágt en komst að því á þessum fundi að hér var ann- að á ferðinni. Við strákarnir þurftum ekki strax að fara í varnarstöðu, þess vegna l.miisi iih't VlT.l j.ltð wgiir þ.irn.i þ.ir vm vr, g.i’li ij.ið ''V.nir l'.olli. Si )le\ rilj am ar upp ,ið á fyrsta undir- búningsfundinn hafi bæði mætt heiðbláar sjálfstæðiskonur og eldrauðar kvennabar- áttustelpur og hún hafi óttast sprengingu. En andrúmsloftið var aðeins rafmagnað stutta stund. „Við vorum tilbúnar að takast á við stelpurnar úr Sjálfstæðum konum en fljót- lega kom í ljós að við þurftum það ekki. Þar sem tilgangurinn var bara að ræða jafnréttis- mál, en ekki sjávarútvegsstefnu eða önnur pólitísk mál, kom í ljós að við vorurn alveg sammála. Þegar minnst er á jafnréttindafélag fara rnargir í varnarstöðu en um leið og við segjumst ætla að tala um jafnréttismál á já- kvæðum nótum, án þess að rökstyðja það frekar, breytist viðhorfið gjörsamlega." „Mér finnst mikilvægast að fólk geri sér grein fyrir því að þetta eru ekki sérhags- munamál kvenna eða karla. Við erum ekki að slást við karlana um völd heldur að reyna að tryggja samfélaginu þá hagsmuni sem samfélagið á skilið,“ bætir Erna við. „Það þarf að jafna aðstöðu fólks þannig að hver og einn fái að njóta hæfileika sinna.“ „Á fundum okkar hefur komið fram að skoðanir fólks á því hvað þurfi að gera í samfélaginu eru mjög líkar. Það eina sem að- greinir okkur eru mismunandi stjórnmála- skoðanir,“ segir Kristbjörg og bætir við: „En það á ekki að hindra okkur. Ef við leggjum saman erurn við miklu sterkara afl en rnörg lítil sem eru í raun að berjast fyrir því sama.“ „Á stofnfundinum töluðu t.d. tveir menn sem eru á öndverðum meiði í pólitík, Gunn- laugur Þór Þórðarson frá Sjálfstæðisflokki og Róbert Marshall frá Alþýðubandalagi,“ heldur Bolli áfram. „Það kont í Ijós að þeir voru ótrúlega saminála um jafnréttismál.“ Málefnahópar og kynningar í fjölmiölum Fyrstu verkefni félagsins eru að taka fyrir einstök málefni og fá fólk, sem veit eitthvað um viðkomandi mál, til að kynna hvað ligg- ur að baki. Þegar hafa tveir málefnahópar 24 V&l 1 CL

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.