Vera - 01.12.1997, Blaðsíða 6

Vera - 01.12.1997, Blaðsíða 6
y n j u ö s ý n eftir Stefaníu Óskarsdóttur Sænski hagfræðiprófessorinn Agneta Stark hélt mjög áhugavert erindi í boði Kvennalistans í Norræna húsinu 13. nóvember síðastliðinn. Jafnframt starfi sínu sem hagfræðiprófessor við háskólana í Örrebro og í Stokk- hólmi hefur Agneta Stark verið ráðgjafi sænsku ríkis- stjórnarinnar í jafnréttismálum. í fyrirlestri sínum rakti hún tildrög þess að hún var beðin um að taka að sér ráðgjafarstarfið fyrir ríkisstjórnina. í frásögn hennar leyndist mikil saga um hvernig hópi kvenna tókst með skipulögðum hætti að gera kynjaða sýn (gender per- spective) að viðurkenndri sýn á sænskt samfélag. Sagan sem Agneta Stark sagði hófst árið 1991. Þingkosningar voru ný- afstaðnar og ljóst var að konum hafði fækkað á þingi frá því sem var fyrir kosningar. Kosningabar- áttan hafði jafnframt verið kvennabarátt- unni að nokkru leyti fjandsamleg. Þetta bakslag færði ýmsum heim sanninn um að baráttan fyrir jafnrétti kynjanna ætti enn langt í land. Það var þá sem lítil! hópur valinna kvenna ákvað að hittast til þess að ræða málin. A þessunt fyrsta fundi, sem haldinn var við eldhúsborðið heima hjá einni þeirra, mættu innan við 10 konur. Orðið var látið ganga og þar ræddu konur um stöðu kvenna í sænsku samfélagi. Kon- urnar voru allar sammála um að þrátt fyr- ir allt spiluðu konur af sterkri hendi. Þær hefðu t.a.m. kosningarétt og þá staðreynd bæri að nýta sér. Þegar konurnar kvöddust höfðu þær orðið ásáttar um að hittast aft- ur að þremur vikum liðnum og taka þá með sér fjórar vinkonur. Á þann fund mættu tæplega fimmtíu konur. Flestar voru þetta konur á miðjum aldri með mikla reynslu að baki bæði úr kvenna- hreyfingunni og úr atvinnulífinu. Fleiri fundir fylgdu í kjölfarið og alltaf fjölgaði konunum í hópnum. Þetta var upphafið að Stuðningssokkunum og aðgerðum þeirra til þess að koma málefnum kvenna ræki- lega á dagskrá. Konur hafi helming valdsins og jöfn laun á við Karla Frá upphafi einsettu Stuðningssokkurnar sér að vinna að markmiðum sem allar kon- ur gætu orðið sammála um. Því var ákveð- ið að forðast þau málefni sem sundrað 6 / ra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.