Vera - 01.12.1997, Blaðsíða 28

Vera - 01.12.1997, Blaðsíða 28
50 ára frábær reynsla. Domino’s, SPRON og Vífilfell verða dagskrárstjórar fjölmiölanna með því að veita fjár- magni til þeirra þátta er henta hagsmunum fyrir- tækjanna. Þetta er ekki það frelsi sem við þurfum á að halda. KitchenAid Draumavél heimilanna! hvítra millistéttakarla. „Þessi umræða hefur áhrif á orðaval og nafngiftir svo og staðalímyndir og áherslur í allri opinberri umræðu. Ég tel að við þurfum á þessari vakningu að halda hér á landi.“ Reyndir þú að fara nýjar leiðir við gerð Ó þátt- anna? „Já. Þetta var frábært tækifæri fyrir mig og alveg sérstaklega skemmtileg vinna með einstöku fólki. Hópur unglinga starfaði með okkur til að vísa okk- ur veginn að þeim málefnum og viðfangsefnum sem höfðuðu til þeirra. Við lögðum mikla áherslu á að fella þau viðfangs- efni og þá hópa sem oft eru í „hliðarhólfum“ inn í alla almenna umræðu. Til dæmis fjölluðum við ekki sérstaklega um samkynhneigða, en þær og þau komu oft við sögu í þáttunum. Eins var um fólk og viðfangsefni þeirra sem búa annars staðar en í Reykjavík. Þannig efni kom inn í þáttinn í tengslum við við- fangsefni sem voru til umfjöllunar en ekki sem eitthvert sér fyrirbæri í ein- hverjum utanbæjarþætti.“ í Ó-inu reyndi Ásdís líka að tryggja að bæði kynin kæmu jafnt að öllum viðfangsefnum og að strákar jafnt sem stelpur kæmu fram í öllum sín- um margbreytileika. „Við vildum sýna venjulegt fólk, alls konar fólk, á eigin forsendum við sína iðju,“ segir hún. Einar Farestveit&Colrf Borgartúni 28 tr 562 2901 og 562 2900 Nú sóttir þú um stöðu fram- kvcemdastjóra Ríkissjónvarpsins og fékkst flest atkvceði í útvarpsráði, en samt var karlmaður ráðinn í stöð- una sem hafði hvorki menntun né reynslu á sviði fjölmiðlunar. Af hverju heldur þú að gengið hafi ver- ið fram hjá þér? Hafði kynferði eitt- hvað að segja, eða var þetta bara pólitík? „Mér var sagt að búið hefði verið að ákveða fyrirfram hver fengi fram- kvæmdastjórastöðuna og þar hefði pólitíkin komið við sögu. Annað sem ég held að hafi spilað 5 gerðir Margir litir Fæst um land allt. inn í, eru þær fyrirfram gefnu hugmyndir sem fólk hefur um „stjóra". Við sjáum gjarnan fyrir okkur ákveðna týpu, vaidsmannslegan og djúpt þenkjandi karl í jakkafötum. Mörgum finnst örugglega erfitt að sjá fyrir sér konu í svona stöðu sem hefur eðli málsins samkvæmt öðruvísi útlit, hugsun og hegð- un. Ég stend sjálfa mig að svona fordómum og þegar ég sótti unt framkvæmdastjórastarfið áttaði ég mig ekki fyrr en ég var farin að skoða dragtir í búðar- gluggum. Ég er á því að við þurfum að brjótast út úr þessu og víkka aðeins út þessa mynd, þannig að fleiri passi í hlutverkin." Að sögn Ásdísar virðast margir misskilja hlutverk framkvæmdastjóra Rílcissjónvarpsins og halda að viðkomandi eigi eingöngu að sjá um fjárhag og rekstur stofnunarinnar. „Ég hefði aldrei sótt urn þetta starf nema vegna þess ég þekkti starfið og hafði séð starfslýsinguna. Ég hefði örugglega mistúlkað þetta starfsheiti eins og aðrir. Framkvæmdastjóri Sjónvarpins hefur fyrst og fremst með dagskrána að gera og er mótandi hvað varðar dagskrárstefnu Sjónvarpsins.“ Frelsi til að græða Þrátt fyrir að hún hafi misst af stöðu framkvæmda- stjóra Ríkissjónvarpsins, hefur Ásdís eltki misst trúna á ríkisrekna fjölmiðla. Hún telur RUV hafa mikilvægu hlutverki að gegna, ekki hvað síst á tím- um frelsis í fjölmiðlarekstri. „Allt þetta frelsi í fjölmiðlum er fyrst og fremst frelsi til að græða, til að fá sem mest fyrir sem minnst. Og við vitum hvernig markaðurinn og fjöl- miðlarnir vinna saman. Fyrirtæki og hagsmunaðilar þurfa á fjölmiðlunum að halda og fjölmiðlarnir þurfa fjármagn. Þannig gerist það að Domino’s, SPRON og Vífilfell verða dagskrárstjórar fjölmiðl- anna, með því að veita fjármagni til þeirra þátta er henta hagsmunum fyrirtækjanna. Þetta er ekki það frelsi sem við þurfum á að halda. Ég kalla það frelsi þegar almenningur getur treyst þeim upplýsingum og fréttum sem það fær. Þegar fólk þarf ekki að sitja undir duldum auglýsingum eða stýringu hagsmunaðila, en getur reitt sig á hlut- leysi og fagmennsku þeirra sem með miðilinn fara.“ Ásdís á þrjár dætur og ein þeirra kemur heim úr skólanum á meðan á viðtalinu stendur. Hún segir að uppeldi dætranna hafi gert hana og ekki síður eigin- manninn meðvitaðri um jafnrétti og kvenfrelsi. En þrátt fyrir góðan vilja foreldranna hefur umhverfið mótandi áhrif á börnin og þar segir Ásdís fjölmiðl- ana hafa mikið að segja. „Sjónvarpið á að endur- spegla samfélagið í allri sinni mynd og rækta með okkur gagnrýna hugsun og ábyrgð. Það á að upplýsa og fræða. Ég tel til dæmis mikilvægt að kynna hug- myndir og málefni er varða allan almenning og fólk þarf að geta tekið afstöðu til. Það sýnir sig aftur og aftur í skoðanakönnunum að fólk veit ekki hvað ESB stendur fyrir eða NATO, hvað þá feminismi. Ég er á því að ábyrgð ríkisfjölmiðlanna felist meðal annars í því að veita aðgengilegar upplýsingar um slíkt." Þarf aö finna nýjar leiðir Ásdís hefur starfað lengi í Kvennalistanum og hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.