Vera - 01.12.1997, Blaðsíða 18

Vera - 01.12.1997, Blaðsíða 18
hún hefur starfað með honum frá upphafi. „Það var heil draumsýn að fylgjast með Kvennaframboðinu og Kvennalist- anum og komast inn í þetta gamla hús - Hótel Vík,“ segir hún og rifjar upp hvernig konur komu þar saman, fengu sér kaffi þegar þær voru í bænum, skiptu á börnunum og gáfu þeim brjóst. „Þetta er mikið breytt. Mér finnst húsnæðið sem Kvennalistinn hefur núna ekki svipur hjá sjón. Konur eru al- veg hættar að koma þar við og spjalla saman. Getum við ekki fengið Víkina aftur?“ spyr gamla baráttukonan og bætir við: „Við eigum líka húsin í Hlaðvarpanum. Þar ætti að koma upp aðstöðu fyrir konur til að hittast á daginn. Ég sé líka fyrir mér fallegan garð sem hægt væri að koma upp hérna á milli hús- anna. Það þarf að ná aftur upp samstöðu meðal kvenna. Eg veit um margar konur og ungar stúlkur sem vilja leggja okk- ur lið ef samstaðan næst upp. Það þarf bara að gera það,“ seg- ir Laufey og áréttar að Kvennalistinn hafi haft gífurleg áhrif í samfélaginu. I því sambandi bendir hún á breytt viðhorf til sifjaspella og kynferðislegrar misnotkunar á konum. Hún er hlynnt þeirri ákvörðun Kvennalistans að reyna samstarf við aðra flokka, telur það vera einu leiðina í stöðunni. „Við verð- um að koma okkar málum vel til skila í þessu samstarfi því auðvitað geta konur og karlar starfað saman. Ég þvertek hins vegar fyrir það að kona sem er búin að segja sig úr Kvenna- listanum, eins og Kristín Ástgeirsdóttir, sitji á þingi fyrir Kvennalistann. Við verðum að finna einhverja góða konu til að setjast á þing í hennar stað,“ segir Laufey ákveðin. EÞ Tónlist í öllum regnbogans litum Tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands er skipt í fjórar raðir eftir litum regnbogans, til að minna á að hljómsveitin leitast við að flytja tónlist sem spannar allt litasvið tónbókmenntanna. Gula rööin: Voldug hljómsveitarverk. Rauöa röðin: Vinsælustu einleikskonsertar tónlistarsögunnar. Grœna rööin: Aðgengileg og sígild tónlist fyrir alla. Bláa röðin: Jónas Ingimundarson kynnir hljómsveitina og tónverk þessara tónleika. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS (&\ Háskólabíói vib Hagatorg, sími 562 2255 Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 9-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.