Vera - 01.12.1997, Page 18

Vera - 01.12.1997, Page 18
hún hefur starfað með honum frá upphafi. „Það var heil draumsýn að fylgjast með Kvennaframboðinu og Kvennalist- anum og komast inn í þetta gamla hús - Hótel Vík,“ segir hún og rifjar upp hvernig konur komu þar saman, fengu sér kaffi þegar þær voru í bænum, skiptu á börnunum og gáfu þeim brjóst. „Þetta er mikið breytt. Mér finnst húsnæðið sem Kvennalistinn hefur núna ekki svipur hjá sjón. Konur eru al- veg hættar að koma þar við og spjalla saman. Getum við ekki fengið Víkina aftur?“ spyr gamla baráttukonan og bætir við: „Við eigum líka húsin í Hlaðvarpanum. Þar ætti að koma upp aðstöðu fyrir konur til að hittast á daginn. Ég sé líka fyrir mér fallegan garð sem hægt væri að koma upp hérna á milli hús- anna. Það þarf að ná aftur upp samstöðu meðal kvenna. Eg veit um margar konur og ungar stúlkur sem vilja leggja okk- ur lið ef samstaðan næst upp. Það þarf bara að gera það,“ seg- ir Laufey og áréttar að Kvennalistinn hafi haft gífurleg áhrif í samfélaginu. I því sambandi bendir hún á breytt viðhorf til sifjaspella og kynferðislegrar misnotkunar á konum. Hún er hlynnt þeirri ákvörðun Kvennalistans að reyna samstarf við aðra flokka, telur það vera einu leiðina í stöðunni. „Við verð- um að koma okkar málum vel til skila í þessu samstarfi því auðvitað geta konur og karlar starfað saman. Ég þvertek hins vegar fyrir það að kona sem er búin að segja sig úr Kvenna- listanum, eins og Kristín Ástgeirsdóttir, sitji á þingi fyrir Kvennalistann. Við verðum að finna einhverja góða konu til að setjast á þing í hennar stað,“ segir Laufey ákveðin. EÞ Tónlist í öllum regnbogans litum Tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands er skipt í fjórar raðir eftir litum regnbogans, til að minna á að hljómsveitin leitast við að flytja tónlist sem spannar allt litasvið tónbókmenntanna. Gula rööin: Voldug hljómsveitarverk. Rauöa röðin: Vinsælustu einleikskonsertar tónlistarsögunnar. Grœna rööin: Aðgengileg og sígild tónlist fyrir alla. Bláa röðin: Jónas Ingimundarson kynnir hljómsveitina og tónverk þessara tónleika. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS (&\ Háskólabíói vib Hagatorg, sími 562 2255 Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 9-17

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.