Vera - 01.12.1997, Blaðsíða 16

Vera - 01.12.1997, Blaðsíða 16
eystri. Ömmu fannst að sonur þeirra ætti að taka við jörðinni en afi benti á að dæturnar, mamma og systir hennar sem var ekkja með tvö börn, hefðu unnið jafn mikið og hann og ættu rétt á að fá hluta úr jörðinni. Það varð samt úr að bróðirinn fékk jörðina og allan bústofninn og mamma réðist sem ráðskona suður á land með yngsta bróður minn. Þar með tvístraðist systlcinahópurinn, sex börn. Eg varð eftir hjá ömmu og afa en þegar ég var 8 ára gerði mamma boð eftir mér og ég fór til hennar, að Neistastöðum í Flóa, og stjúpa míns en með honum eignaðist mamma þrjú börn. Ég var glöð að fá að fara suður því ég þráði pabba minn sem þá var orðinn leigubílstjóri í Reykjavík. Ég fékk þó ekki mikið að vera samvistum við hann en við bróðir minn stálumst alltaf niður á veg og sátum fyrir honum þegar hann var með áætlunarferðir austur í Fljótshlíð. Pabbi stoppaði alltaf og spjallaði við okkur.“ Laufey segist hafa lært það af móður sinni, Þuríði Björnsdóttur, að hafa umhyggju fyrir þeim sem minna máttu sín, en það gerði hún við flökkufólk og sveitarómaga sem voru í Flóanum. „Mamma gerði allt fyrir alla. Hún sauð grös og bjó til smyrsli fyrir fóllcið sem gekk á milli bæja og suma klæddi hún upp og þreif. Þau fluttu seinna á Eyrarbakka og voru alltaf kennd við Einarshús.11 Ætlaði ekki að eignast börn - en þau urðu Laufey er orðin 82 ára en hún er hress í anda og enn lætur hún ranglæti heimsins koma sér við, eins og hún hefur alltaf gert. Mál- efni aldraðra eru henni ofarlega í huga enda finnur hún á sjálfri sér að þar þyrfti að rétta hlut. Hún Ieigir íbúðina á 35 þúsund krónur á mánuði en fær 41.295 krónur í ellilaun og tekjutryggingu og 13.000 krónur úr lífeyrissjóði. Það er því ljóst að ekki er um sældarlíf að ræða fyrir hana og aðra eldri borgara sem ekki eiga húsnæði. Sem leigjandi fær hún 8.800 krón- ur í húsaleigubætur en þegar skatturinn hef- ur tekið sitt eru aðeins 5.300 krónur eftir af húsaleigubótunum „Maður skilur ekkert í þessum mönnum að vera að reita þetta af okkur sem ekkert eigum,“ segir Laufey og hristir höfuðið, en bætir við með alvöru- þunga: „Ég þarf ekki að kvarta því ég á börn sem rétta mér hendi. En hugsaðu þér fólkið sem á engan að og verður að láta þetta duga.“ Laufey og eiginmaður hennar, Magnús B. Finnbogason, bjuggu í 20 ár í litlu timburhúsi í Grjótaþorpinu sem var í eigu borgarinnar. Magnús er látinn fyrir nokkrum árum en saman eignuðust þau átta börn og ólu auk þess upp tvö barnabörn. En hvaðan er Laufey Jakobsdóttir og hvernig mótaðist sú lífsafstaða hennar sem hún er þekkt fyrir? „Ég er fædd á Seyðisfirði árið 1915,“ segir hún. „Foreldrar mínir skildu þegar ég var 5 ára göm- ul og ég fann alltaf fyr- ir því hvað er erfitt að vera hjónaskilnaðar- barn. Ég varð fyrst vör við muninn á rétti kvenna og karla þegar ég heyrði afa minn og ömmu ræða saman þegar þau voru að hætta búskap á Snotru- nesi á Borgarfirði DÖMUHÁRKOLLUR í MIKLU ÚRVALI Persónuleg þjónusta í fullum trúnaði HAIR APOLLO hárstúdíó, Hringbraut 119, Reykjavík SLSTEtfS Sími 552 2099 APOLLO. Baráttukonan Laufey Laufey Jakobsdóttir befur lengi gengið undir nafninu amma í Grjótaþorpinu og á það rcetur að rekja til þess að hún bafði umsjón með almenningssalernum í Grjótaþorpi þegar unglingar béldu til á svokölluðu Hallœrisplani sem nú er bluti af Ingólfstorgi. JJngling- ar leituðu oft atbvarfs bjá Laufeyju og fyrir þetta starf sitt m.a. var Laufey scemd Fálkaorðunni 17. júní 1996 en það var í síðasta skiptið sem frú Vigdís Finnboga- dóttir sá um það embcettisverk. A sínum tíma var Laufey fyrst til að stinga upp á því opinberlega að Vig- dís byði sig fram til forseta. A nýútkomnum geisladiski Veru er lag við texta eftir Laufeyju - Lífsbókin - sem Bergþóra Arnadóttir syngur. Við beimsóttum Laufeyju þar sem bún býr nú í íbúðum aldraðra að Vesturgötu 7 og báðum hana að segja okkur ofurlítið af sjálfri sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.