Vera


Vera - 01.02.2000, Qupperneq 53

Vera - 01.02.2000, Qupperneq 53
U M. T Q N L I S T Draumar okkar rætast misvel, sumir aldrei. Stelpa sem elst upp í frystihúsi, herðist í verkalýðsbaráttu, er slegin og slær frá sér, kynnist öllum gerðum fordóma, baslast og baksar, fyrirlítur og er fyrirlitin, elskar og er elskuð. Stelpan sú á ekkert endilega von á því að draumarnir rætist. Hvorki draumarnir um fegurra og betra líf, né heldur draumarnir um að eyða tímanum í eitthvað annað en strit hins daglega brauðs. Draumunum hefur hún deilt með okkur mörgum, við höfum hlust- að á Stellu syngja texta sína og lög um stritið, um fordóma og hroka hinna ráðandi, um bjargarleysi innflytjandans og síðast en ekki síst um ástina, en ástin getur verið ótrúlegt sambland vonar, ótta og fullvissu. Standandi við færibandið samdi Stella ástarljóð til þorsksins. í neonljósi frystihússins varð söngurinn um lyklabarnið til. Hvorugt þessara laga er á diskinum, en samt órjúfanlegur hluti heildarinn- ar Stellu, stelpunnar sem nú sér einn af draumunum rætast með útgáfu þessa disks. Lífið hefur engan vonarneista nema hinir margbreytilegustu kvistir fái dafnað. Kvisturinn Stella gefur okkur samferðarmönn- um sínum færi á hlutdeild í að glæða neistann lífi. Fljúgðu Stella, fljúgðu og við sveiflum vængjunum með. Birna Þórðardóttir. vCra Vertu áskrifandi! hefur verið gefin út samfleytt síðan 1982. Vegna breytinga innan Kvennalistans eru nú tímamót varðandi útgáfuna. vCra á bjartari framtíð fyrir sér ef þú ert áskrifandi og greiðir skilvíslega. Viltu ekki vera með? Þú færð sex blöð með góðu efni, árlega. Það kostar aðeins kr. 3.780 á ári, sem greitt er í tvennu lagi, (2 x 1.890,) með gíró eða greiðslukorti. Áskrift má panta á netinu, veraó>vortex.is, eða í síma 552 2188. frábcerjtUjktKAbur éujrábcer böm Negro Póstsendum um allt land Skólavöröustíg 21 a • 101 Reykjavík • Sími / Fax: 552 1 220 Netfang: blanco@itn.is • Veffang: www.blanco.ehf.is VER A • 53

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.