Vera - 01.10.2001, Page 6
Spurning mánaðarins:
Er orðið Rauðsokka jákvætt
eða neikvætt í þínum huga?
Inga Sigrún Þórarinsdóttir
Mjög jákvætt. Þær hafa gert mjög
marga jákvæða hluti.
Hólmfríður Þóroddsdóttir
Jákvætt, vegna þess að þær hafa gert
mikið í gegnum tíðina og breytt miklu
fyrir mig. Ég get samt alveg skilið að
neikvætt orð fari af þeim því þær
fengu stimpil á sig á sínum tíma.
Stefanía Baldursdóttir
Jákvætt bara, þær gerðu svo gott á
sínum tíma og sýndu hvað í þeim bjó.
Þorsteinn Einarsson
Jákvætt bara. Rauðsokkur og
femínistar þurfa að berjast fyrir sínum
réttindum því karlmenn eru svín.
Brimar Bragi Magnússon
Allir eiga rétt á að segja sínar
skoðanir.
Jón Ólafsson
Neikvætt, aðallega út af því að mér
finnst þessi rauðsokkubarátta alveg
vera komin út í öfgar, allt þetta jafn-
réttiskjaftæði. Mér finnst að karlmenn
ættu að fara að berjast fyrir jafnrétti.
Ari Eldjárn
Þegar ég heyri orðið „rauðsokka" þá
stuðlar það bara að fordómum,
þannig að ég get í rauninni ekki
myndað mér almennilega skoðun á
því. En þetta hljómar samt frekar
öfgafuflt.
Guðlaug Árnadóttir
Frekar neikvætt. Mér finnst að þetta
eigi að snúast um bæði kynin. Ég er
aliavega fullorðin kona og mér hefur
bara gengið ágætlega.
Smælki
Köld vatnsgusa framan í netverja í klámhugleiðingum
Sænskri vefsfðu er ætlað að bregða þeim sem flakka um Netið f
leit að klámi. í stað kláms fá þeir framan í sig ímyndir hreinleika
og áróður gegn misnotkun á kvenlíkamanum. Síðan, www.get-
somereal.com, hvetur netverja sem áhyggjur hafa af klámi til að
snúa vörn f sókn með því að búa til hundruðir platvefsíðna sem
heita „super sluts (ýktar druslur) og „horny schoolgirls" (graðar
skólastelpur). Þegar klámsæknir netverjar leita að síðum með
þessum orðum fá þeir skilaboðin: Klám er fölsun, konur eru
ekta. Vonast er til að einhverjir þeirra sjái þá villur síns vegar.
"Með þvf að búa til plat klámsfður og staðsetja þær ofarlega hjá
leitarvélunum getum við platað vafrara til að velja okkar síður.
Og þegar þeir gera það, verður þeim komið á óvart," segir í
stefnuskrá síðunnar sem tengist tímaritinu Darling. Reuters fre'tt
j| Lesendabréf
Að vera eiginkona og dóttir
Ég get ekki orða bundist yfir
umfjöllun |óns G. Haukssonar
um opnun Búnaðarbankans í
Lúx. „Sigurjóna klippti á
borðann." Hver er hún? spyr
maður sig strax. Bankamála-
ráðherrann? Nei, utanríkisráð-
herrafrúin. Ok, en er það efni í
fyrirsögn? Þau sem þekkja þessa
konu ekki - enda hefur hún hing-
að til haldið sig utan kastljósa fjölmiðlanna - og lesa aðeins fyrir-
sagnir, (því meginhluti þjóðarinnar les ekkert annað) eru engu
nær... Fyrirsögnin er ekki í neinu sambandi við fréttina og vekur
lítinn áhuga á að lesa meira (því við sjáum á myndinni að þetta er
ekki Sigurjóna Sverrisdóttir sem er eina þjóðþekkta Sigurjónan).
Myndatextarnir við greinina slá þó öll met: „Anna Kristín lónsdóttir
fyrrv. fréttamaður á RÚV (dóttir )óns Sigurðssonar, bankastjóra NIB)
og eiginkona Lárusar Blöndal hjá EUROSTAT." Við hlið hennar
standa tveir karlmenn sem eru aðeins nafngreindir. Af hverju fæ ég
ekki að vita hvað konurnar þeirra heita og hvað þær gera? Eða
feður þeirra? Og hver er lónína Magnúsdóttir sem einhver
endurskoðandi heldur utan um? Hvf hefur hún engan titil? Hvorki
titluð eiginkona né dóttir sem virðist þó vera stefna blaðsins því að
við fáum að vita að Sigrún Eyjólfsdóttir er eiginkona Árna Páls
Árnasonar (það kemur okkur auðsjáanlega ekkert við hvað hún gerir
annað), við erum kynnt fyrir Auði Hermannsdóttur eiginkonu
Guðjóns Sævarssonar og fyrir Kolbrúnu Eir Óskarsdóttur eiginkonu
Arnars Guðmundssonar... hjá þeim standa tvær konur sem eru lík-
lega piparjúnkur því ekki eru menn þeirra taldir upp, úps ég sé það
núna, þær vinna hjá Búnaðarbankanum, kannski af því að þær
gengu ekki út? Og af hverju fáum við ekkert að vita um hjúskapar-
stöðu Margrétar Stefánsdóttur og Daggar Pétursdóttur? í fúlustu
alvöru, ég stóð í þeirri trú að Frjáls verslun væri nútímalegt blað.
Mér finnst það viðhorf til kvenna sem endurspeglast í þessum
myndatextum ekki bera þess vott. Það er ekkert að þvf að vera
eiginkona og dóttir en í blaði eins og FV ættu konur að vera vegna
eigin ágætis - eða a.m.k. á sömu forsendum og karlar. Þannig að ef
það er stefna blaðsins að ættfæra konur og kenna þær við menn
sfna, krefst ég sem dyggur lesandi blaðsins, að það sama sé gert
með karla.
Ragiiíiildur Vigfúsitóttir
6