Vera - 01.10.2001, Page 9
Hversdagshetjur með húmor
Vinkonurnar og samstarfs-
konurnar Vala Þórsdóttir og
Ágústa Skúladóttir hafa
gaman af að spinna leikrit
og sprella. Þær hafa þrisvar
samið leikrit saman og sett ó
svið í nafni leikhúss sem þær
stofnuðu fyrir fimm órum i
Bretlandi og nefndu íslenska
skyndibitaleikhúsið - The
lcelandic Take Away Theatre.
Nýjasta afurð þeirra er nú
sýnd í Kaffileikhúsinu og nefn-
ist Veröldin er vasaklútur.
„Leikritið fjallar um tvær konur
sem þekkjast mjög vel, það eru
sterk tengsl á milli þeirra. Þær eru
bakarar í litl.um bæ og flækjast inn
í andspyrnuhreyfingu á stríðstím-
um. Þar taka þær til sinna ráða
þegar þær þurfa að hjálpa fólki og
bjarga því úr hremmingum. Við
það nota þær sitt eigið hyggjuvit
ogþaðerekki lítið," segja Ágústa
og Vala og Ijóma af ánægju. Það
er nefnilega svo gaman að leika
svona flottar kerlingar, konur sem
verða ekki hræddar þótt á móti
blási, sannkallaðar hetjur með
húmorinn á réttum stað. Alls hef-
ur The lcelandic Take Away
Theatre sett upp níu leiksýningar
hér á landi og í Bretiandi og er
stærsta sýningin Dóttir skáldsins
eftir Svein Einarsson sem sýnd var
í Bretlandi og hér á landi, m.a. í
mörgum skólum. Ágústa og Vala
hafa komið að flestum sýninganna
og hefur Ágústa bæði leikstýrt og
leikið. Er skemmst að minnast
þess að hún leikstýrði einleiknum
Háalofti sem Vala samdi og lék í
Kaffileikhúsinu sl. vetur. Verkið
vann fyrstu verðlaun á kvennaleik-
húshátíð í Finnlandi í sumar og
fékk viðurkenningu á leiklistar-
hátíð í Búdapest ásamt leikgerð
sem þær gerðu á ensku upp úr
bókinni Englar alheimsins. Og
það sem meira er - nú er verið að
þýða Háaloft á tyrknesku og þar
verður það bráðlega sett á svið.
„Okkur finnst mjög skemmtilegt
að fara á leiklistarhátíðir frjálsra
leikhópa. Við eigum boð á hátíð á
Ítalíu og í Kanada, við höfðum
bara ekki tíma til að fara þangað í
sumar. Á þessum hátíðum sjáum
við hvað aðrir eru að gera og lær-
um hvemig hægt er að hafa hlut-
ina einfalda. Okkar mottó er hreyf-
anleiki, við miðum verkin við að
þau verði sett upp í litlu rými og
að umbúnaðurinn sé ekki of fyrir-
ferðarmikill."
Veröldin er vasaklútur er sam-
starfsverkefni þeirra fjögurra sem
að verkinu standa - Ágústu, Völu,
Katrínar Þorvaldsdóttur leik-
mynda- og búningahönnuðar og
Neil Haigh leikstjóra. Eins og í
fyrra eru þriðjudagskvöldin í Kaffi-
leikhúsinu „tveir fyrir einn" - þ.e.
tveir miðar seldir á verði eins.
Hægt er að kaupa ljúffenga máltíð
fyrir sýningu öll sýningarkvöld,
eins og hefur verið aðalsmerki
Kaffileikhússins.
XL
LU
9