Vera - 01.10.2001, Side 15
Konur eru
ekki bara kynverur
Ég umgekkst fallegar stúlkur í hun-
draðatali á hverjum einasta degi í
hjúkrunarfræðináminu og ef ég hefði
hugsað um kynlíf í hvert skipti sem ég
mætti fallegri konu hefði ég sturlast. Ég
varð að gjöra svo vel og þroskast.
Stelpunum fannst ég hins vegar rót-
tækur í feminismanum, hjúkrunar-
fræðingar almennt eru ekki miklir
feministar. lnnan stéttarinnar eru ekki
margar sem berjast harkalega fyrir jafn-
rétti eða betri kjörum. Fólk sem velst í
hjúkrun, almennt, er ekki fólk sem er að
rífa kjaft.
Siggi skrifaði greinina 'Stúlka ein á
gangi’ sem upphaflega birtist í
Stúdentablaðinu (nú á vefsíðunni
Dordinglinum). Þar segir hann frá því
hvernig hann uppgötvaði að konur
þurfa sífeilt að vera á varðbergi. Mér
finnst skelfilegt að hugsa til þess að
anlegt, sumt spennandi. Mér finnst
spennandi þegar báðir, eða allir aðilar
eru jafn virkir. Eftir að hafa lesið ’Tales
From the Clit' hætti ég að hafa móral
yfir því að horfa á klámmyndir.
Orðið 'helgarpabbi'
er hræðilegt
Það er skrítið að vera helgarpabbi. Það
fær mig til að velta fyrir mér stöðu
minni gagnvart barninu og hvað það
þýðir fyrir mig. Ég velti því lengi fyrir
mér hvort ég væri að hitta dóttur mína
af félagslegri skyldurækni eða hvort mér
þætti í alvöru vænt um hana. Ég hélt
alltaf að ég væri aukahlutur í lífi dóttur
minnar. En ég skipti hana máli, þó ég
komi bara hálfsmánaðarlega til að við
getum leikið okkur saman. Maður missir
af miklu að hitta hana svona sjaldan. Ég
spái oft í hvaða stöðu ég muni hafa í
hennar lífi þegar hún verður 16 ára, eða
þegar hún verður fullorðin. Hvort við
fyrirbæri. Sumt er fyndið, annað óhugn- munum eiga einhverja samleið.
Auðvitað lítur hún á mig eins og ég leit
á mína foreldra sem barn og unglingur:
þetta fólk átti að vera til staðar þegar ég
þarfnaðist þess en ekki vera fyrir þegar
|g þarfnaðist þeirra ekki. Þar af leiðandi
konur sjái mig sem einn af þessum
mögulegu nauðgurum, bara uppá
mannleg samskipti að gera. Það er
ekkert persónuleg móðgun gagnvart
mér. Sem anarkisti hef ég áhuga á
mannréttindum almennt. Það er skylda
allra að bera virðingu fyrir öðrum mann-
eskjum. Feminisminn leggur áherslu á
að konur njóti virðingar til jafns við
aðrar manneskjur. Þessvegna er ég, að
þvf leytinu til, feministi, þó ég sé með
tippi- og mögulegur nauðgari.
Kapitalisminn gerir kynlíf
að keppnisatriði
Kapitalisminn er upphaflega eitrið,
eitrar samskipti manna. Það þarf alltaf
að eiga meira en næsti maður, meiri
stöðutákn. Kynlíf verður líka keppnis-
atriði, og ást. Klám er ekki bara svart
hvítt. Ég hef mikinn áhuga á öllum
öfgum í mannlegri hegðun. Þessvegna
finnst mér klám forvitnilegt félagslegt
I
I fetur verið að hún nenni ekkert að tala
við mig eða leika við mig stundum, ég
^saMBþarf bara að taka því.
Greinar eftir Sigga pönk mó lesa á
www.andspyrna.net
www.dordingull.com/harSkjarni
www.helviti.com/punknurse