Vera - 01.10.2001, Qupperneq 19

Vera - 01.10.2001, Qupperneq 19
‘Menníngarburuííð ofSeCcíí Sólveig Anna hefur komið sér vel fyrir í ReykjavíkurAkademíunni en hún flutti til landsins frá Svítajóð fyrr á þessu ári. Hún fagn- ar þvf að geta verið í tengslum við svo marga fræðimenn sem samfélagið í IL-húsinu býður upp á og segir að ræturnar og fjölskyldan hafi dregið sig aftur heim til fslands en hún bjó ásamt manni og börnum í Uppsölum í Svíþjóð í tólf ár þar sem hún stundaði dok- torsnám en var sl. tvö og hálft ár lektor í siðfræði við háskólann og leiðbeindi m.a. þremur doktorsnemum. En hvað varð til þess að Sólveig Anna fór að rannsaka ofbeldi gegn konum? "Ég lauk guðfræðiprófi frá Háskóla íslands 1985 og við fluttum til Uppsala 1988. í millitíðinni var ég læknisfrú á Akranesi og Hólmavfk og hafði ekki mikil tækifæri til að taka þátt í kvennabarátt- unni sem var blómleg hér á landi á þeim tíma. Ég hafði samt alltaf mikla löngun til að taka þátt og svo fann ég mína leið. Ég fór að vinna sem sjálfboðaliði við Kvennaathvarfið í Uppsölum og gerði það í sex ár. Þá fannst mér ég loks búin að finna leið til að taka þátt í kvennabaráttu. Fyrsta árið við háskólann var ég að þreifa fyrir mér, fór í grísku og Nýja testamentisfræði en fann mig ekki í því. En árið eftir kynntist ég spennandi konu sem kom að háskólanum til rannsóknastarfa. Hún heitir Eva Lundgren er frá Noregi og er upphaflega guð- fræðingur en fór sfðan meira út í félagsfræðilegar rannsóknir. Bók hennar 1 Herrens Vold vakti mikla athygli þegar hún kom út en í henni eru viðtöl við konur úr kristnum trúarhópum sem eiga það sameigin- legt að hafa verið beittar ofbeldi af eiginmönnum sfnum. f annari bók, Gud og Hver Mann, ræðir hún lfka við mennina, þ.e. þá hina sömu og beittu konurnar í Herrens Vold ofbeldi. Ég fékk mikinn áhuga á rannsóknum Evu, tók m.a. viðtal við hana sem birtist f Kirkjuritinu 1990, og hugmyndir mínar um að vinna með ofbeldi fóru að mótast. Ég fann svo að siðfræðin væri sú leið sem ég vildi fara í námi við háskólann en fyrst varð ég að skrifa inntökuritgerð í siðfræði. Ég valdi að skrifa um bandarísku fræðikonurnar Carol Gilligan og Nancy Chodorow sem voru brautryðjendur í því sem kallað er kvennasiðfræði. Þær skrifuðu um hvað konum er eiginlegt og ekki síst komst Carol að þeirri merkilegu niðurstöðu að siðferði kvenna sé öðru vísi en siðferði karla. í framhaldi af því kom hún fram með þá gagnrýni að sú siðfræði sem ríkir f okkar vestrænu menningu sé skrifuð af körlum, fyrir karla og út frá þeirra reynslu." Þetta verkefni veitti Sólveigu Önnu aðgang að dok- torsnámi við Uppsalaháskóla 1990 en vandinn var að tengja umræðuna um ofbeldi við siðfræði. Þegar hún bar erindið upp við prófessorinn sinn sagði hann: "|á, en ofbeldi gegn konum er ekki siðfræðilegt vandamál." Hann taldi sem sé að í öllum tilvikum væri slíkt talið vera rangt, en siðfræðilegt vandamál er það þegar siðferðileg gildi stangast á og meta þarf hver hefur rétt fyrir sér. Svarið hvatti Sólveigu Önnu til hugleiða þá aðferðafræði sem hún notaði í ritgerðinni sérstaklega vel. Hún byrjaði á að fara í gegnum mismunandi nálg- anir ólíkra fræðigreina að málefninu og skoðaði rann- sóknir sálfræði, félagsfræði og svo femínískar nálganir. Doktorsritgerð sína Violence, Power and lustice. A Feminist Contribution to Christian Sexual Ethics varði hún svo árið 1998. "Ég komst að þeirri niðurstöðu að túlkun femfnista á ofbeldi gegn konum sé trúverðugust og best og ákvað því að skoða vanda- málið út frá því sjónarhorni. Ég valdi einnig þrjár femfnískar fræðikonur, Kate Millett, Catharine MacKinnon og Carol Pateman og skoðaði hvernig þær tengja þá staðreynd að konur lifa við misrétti og eru kúgaðar sem hópur og hvernig ofbeldið spilar þar inn í. Út úr þessu vann ég ákveðin skilyrði sem ég notaði þegar ég fór að skoða kristna hjónabandssiðfræði.Ég vildi sjá hver skilningurinn á hjónabandinu væri, hvernig litið væri á hið kvenlega og hið karlmannlega í hjónabandi og síðan gagnrýni ég nútfma hjónabandsiðfræði út frá femínísku sjónarhorni. Niðurstaðan er í stuttu máli sú að hjá þeim fræðimönnum innan kristinnar hjóna- bandssiðfræði sem ég skoðaði skortir alla umræðu um ofbeldi, því þó það sé lítillega nefnt hjá einstaka manni skortir alla djúpa umræðu. Hjónabandið er annars upphafið og talað um það á rómantískan hátt eins og að þar geti ofbeldi ekki átt sér stað. Þegar ég tala um hjónabandssiðfræði á ég við sambúð af öllu tagi og tel að þar sé ekki tekið mið af þeim raunveruleika sem milljónir kvenna í heiminum búa við, sem sé að þær eru þeittar ofbeldi. Að lokum kem ég með mína eigin útleggingu á því hvernig kristin hjónabandssiðfræði verður að breytast. Þessi útlegging er í raun byrjun á framhaldsverkefni sem ég stefni að og hef sótt um styrk til að ráðast í. Þar ætla ég að skrifa nútíma guðfræðilega siðfræði um það sem á ensku kallast sex- ual ethics. Mér hefur ekki tekist að þýða það hugtak nógu vel á íslensku og segi því að ég ætli að skrifa um kynhneigð, kynlíf og ást. Mig langar að greina Þegar ég tala um hjónabands- siðfræði ó ég við sambúð af öllu tagi og tel að þar sé ekki tekið mið af þeim raunveruleika sem milljónir kvenna í heim- inum búa við, sem sé að þær eru beittar ofbeldi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.