Vera - 01.10.2001, Qupperneq 28

Vera - 01.10.2001, Qupperneq 28
Nauðgun brýtur niður sjálfsmyndina Um hverja verslunarmannahelgi er mikið rætt um hættu á nauðgunum og var umræðan óvenju mikil um þá síðustu. Að henni lokinni bárust fréttir af fleiri nauðgunum en venjulega og grófari aðferðum, hópnauðgunum og af efni sem notað var til að svæfa fórnarlömb áður en þeim var nauðgað. Ekki reyndist unnt að fá reynslusögu stúlku sem lenti í slíkri reynslu svo ný- lega en hér er saga 26 ára gamallar konu. Hún hefur tvisvar lent í nauðg- un, fyrst 16 ára og síðan 19 ára. Þremur árum síðar leitaði hún til Stíga- móta og fékk þar hjálp til að vinna sig út úr vandanum. Hún segist ekki hafa viðurkennt fyrr en löngu seinna að þessi reynsla væri vandamál sem hún þyrfti að ræða við einhvern og fá aðstoð við að vinna úr. Afleiðingar at- burðarins voru þær að sjálfsmynd hennar varð léleg, sjálfstraustið minnkaði verulega og hún fann oft fyrir kvíða. Hún gat t.d. verið á leið út að skemmta sér og búin að klæða sig upp á þegar hún hætti við allt saman og sat bara heima. Mamma hennar varð að sjálfsögðu vör við þessa breytingu en gat ekki nálgast hana. "Ég flutti til Reykjavíkur nokkrum mánuðum eftir að ég kom að utan og hóf nám við Háskólann. Ég einangraði mig aigjörlega þar, fór bara í skólann og heim aftur. Daglega lífið gekk vel, ég átti eðlileg samskipti við skólafélaga en gerði ekkert þar fyrir utan. Þegar ég hafði samskipti við stráka leyfði ég engu að þróast, passaði mig alltaf að vera fyrri til að stinga af. En kvíðinn jókst og þegar þrjú ár voru liðin frá atburðinum var ég farin að vakna með martröð, svaf oft ekki meira en tvær klukkustundir á nóttu. Ég var farin að óska þess að mér væri gert mein svo ég gæti leitað aðstoðar vegna þess að eitt- hvað sýnilegt væri að mér. Að lokum leitaði ég til Stíga- móta og var f einkaviðtölum í langan tíma, síðan tók ég þátt í starfi hópa þar sem konur deila reynslu sinni af nauðgun. Þetta hefur gert mér gott og hjálpaði mér að komast yfir þessa reynslu. Ég get ekki breytt því sem kom fyrir mig en ég get lært að lifa með því. Mér hefur tekist að treysta fólki betur almennt og að treysta karl- mönnum. Ég hef líka getað sagt foreldrum mínum hvað kom fyrir mig og fékk mikinn stuðning frá þeim, ekki síður frá pabba. Það var mjög mikilvægt að þau fengju skýringu á því af hverju ég breyttist svona mikið. Á tímabili varð ég þunglynd og fékk lyf sem ég tók í hálft ár. Þá var líka mikið álag á mér því ég var að Ijúka nám- inu í Háskólanum. Nú er eitt ár síðan ég hætti í hóp- vinnunni á Stígamótum og nú bíð ég þess að fæða mitt fyrsta barn." 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.