Vera - 01.10.2001, Page 33
/ ér er á ferðinni óvenju metn-
M aðarfullt verk og mikil vinna
M B sem liggur að baki en Ásgerð-
■""jB ur segist vera mikil kvenrétt-
W indakona og hafa unnið verkið
af innri þörf. „Þetta var óskap-
lega gefandi vinna og gaman að kynnast
öllum þessum frábæru Ijóðum og lögum.
Ég var reyndar oft í vandræðum með að
velja því það er til svo mikið af fallegum
Ijóðum eftir konur. Ég kynntist mörgum frá-
bærum konum sem ýmist lánuðu mér Ijóð
eða lög eða sömdu sérstaklega fyrir mig,"
segir hún og minnist m.a. á þær öldnu
heiðurskonur lórunni Viðar og Oddnýju
Kristjánsdóttur, ljóðskáld í Villingaholts-
hreppi sem varð níræð fyrir skömmu. „Ég
vildi hafa diskinn ferskan og gefa nýja sýn á
lög og Ijóð kvenna, í stað þess að velja bara
klassísk sönglög. Ég fór þvf alla leið - valdi
Ijóð eftir konur á ýmsum aldri til að fá sem
mesta breidd í viðfangsefnin. Þarna er sem
sé bæði ort um ástir og rómantík og baráttu
kvenna fyrir sjálfstæði. Til að fá fjölbreytni í
tónlistina fékk ég líka.konur sem hafa unnið
í poppi til að semja lög. Þó að þetta sé ný-
stárlegt er yfirbragðið að sjálfsögðu klass-
ískt þar sem ég er klassísk mezzósópran
söngkona." Þarna á Ásgerður við konur eins
og Röggu Gísla, systur sína Móu, Möggu
Stínu og Margréti Örnólfsdóttur. Á disknum
er einnig lag eftir Björku, sem reyndar er
ekki frumsamið. Ásgerður fékk að velja
óbirt lag eftir Björku en það er nú komið út
í annarri útsetningu á nýjustu plötu Bjarkar,
Vespertine. „Yngsta tónskáldið er Þóra
Marteinsdóttir, fædd 1978. Hún var við nám
í tónsmíðadeild Tónlistarskólans og ég
hafði samband við hana og bað hana að
semja fyrir mig lag sem tókst Ijómandi vel.
Ég fékk líka ný lög frá Þurfði Jónsdóttur,
sem útskrifaðist árið 2000 úr tónsmíðanámi
á Ítalíu, Elínu Gunnlaugsdóttur sem er rúm-
lega þrítugt tónskáld og Karólínu Eiríks-
dóttur sem ekki þarf að kynna. Að sjálf-
sögðu valdi ég Ifka lög eftir klassísk tón-
skáld eins og Selmu Kaldalóns, lórunni Við-
ar, Hildigunni Rúnarsdóttur, Mist Þorkels-
dóttur og Báru Grímsdóttur en mér þótti
Ifka mikilvægt að finna lög eftir konur sem
minna er vitað um og naut þar ómetanlegr-
ar aðstoðar Tónverkamiðstöðvarinnar og
Aðálheiðar Þorsteinsdóttur sem þar starf-
aði. Það eru þær Elísabet lónsdóttir sem
hafði samið lag eftir Huldu, María Brynjólfs-
dóttir, fædd 1919, sem samdi lag við Ijóð
eftir lakobínu lohnson, og Ingunn Bjarna-
dóttirsem lést 1972. Hún eramma Hróð-
mars lnga Sigurbjörnssonar en hann útsetti
lagið hennar Bjarkar við ljóð eftir Diddu."
‘MezzósójjranrödcCín í cettínní
Þegar Ás.gerður er spurð um söngferil sinn
segist hún hafa haft áhuga á leiklist þangað
til hún mætti í söngtíma hjá Guðmundu El-
íasdóttur þegar hún var 19 ára gömul. Eftir
fyrsta tímann fann hún að söngkona vildi
hún verða og ekkert annað. „Guðmunda er
ömmusystir mín og hafði stundum ýjað að
því við mömmu mína að ég ætti að læra að
syngja. Líklega er mezzósópran röddin í
ættinni en mitt raddsvið ertalsvert líkt
hennar. Amma mín, Þorgerður Nanna Elías-
dóttir, söng líka mikið og mamma, Guðrún
Guðlaugsdóttir blaðakona, hefur Ifka lært
söng." Ásgerður lærði í þrjú ár hjá Guð-
mundu, fór svo f Söngskólann í Reykjavík og
lauk prófi 1994. Þá fór hún til London og
nam hjá Graziellu Sciutti, ítalskri divu sem
var vinkona Mariu Callas og söng með
henni. Þegar heim kom lærði hún hjá
pólsku mezzosópran söngkonunni Alinu
Dubik sem hún segir að sé frábær kennari
og hafi kennt sér mikið. „Ég hélt formlega
debutttónleika í Salnum 4. apríl 2000 og
fannst það stór stund. Það var líka mikið
álag því sonur minn, Flóki, var aðeins fimm
mánaða þegar ég hóf undirbúning en ég á
líka 9 ára gamla stelpu, lúníu. Síðan ég lauk
námi hef ég haft nóg að gera. Ég frumflutti
t.d. stórt verk eftir Karólínu Eiríksdóttur í
Skálholti í sumar og hafði mjög gaman að.
Ég frumflutti líka verk eftir lórunni Viðar
sem hún samdi við aldamótakviðu eftir
Sjón. Það var tekið upp fyrir Sjónvarpið og
sýnt um jólin í fyrra."
Óiperur fyrír eína röcCcí
Ásgerður segist hafa gaman af að syngja
alls konar tónlist og minnist elektrónískrar
kammeróperu sem hún flutti íTilrauneld-
húsinu í Kaffileikhúsinu ásamt Völu Þórs-
dóttur og hljómsveitinni Múm. Það var við
Ijóðið Kisa sem líka er eftir manninn henn-
ar, Sjón. Hún hefur einnig unnið í leikhúsi
og við kvikmyndatónlist með Hilmari Erni
Hilmarssyni. „Mig langarað setja upp litlar
óperur, jafnvel fyrir eina rödd, og fá tón-
skáld og Ijóðskáld til liðs við mig. Ég veit
að maður getur gert allt sem manni dettur í
hug, bara ef frumkvæði er til staðar," segir
Ásgerður og getur svo sannarlega sýnt fram
á það með geisladisknum sínum Minn
heimur og þinn. Það nafn er dregið af ljóði
eftir móður hennar, Guðrúnu Guðlaugsdótt-
ur, sem er á disknum en systir hennar Mó-
eiður lúníusdóttir samdi lagið. Kápumynd-
ina á disknum tók Sigríður Zoéga, fyrsta ís-
lenska konan sem lærði ljósmyndun. „Ég
varð svo hrifin af þessari mynd þegar ég sá
hana og finnst Sigríður frábær kona," segir
Ásgerður og bætir við: „Nýlega var mér fært
dagblað frá fæðingardegi mínum, 26. sept-
ember 1968. í því er dánartilkynning um
Sigríði Zoega. Hún var sem sé að deyja
þegar ég fæddist. Svona tekur ein kona við
af annarri í þessu lífi," segir hún sposk og
minnir á að nauðsynlegt sé að geta þess
frábæra tónlistarfólks sem hún fékk til liðs
við sig. Þar skal fyrsta telja Steinunni Birnu
Ragnarsdóttur á píanó en auk hennar leika
þau Bryndís Halla Gylfadóttir á selló, Auður
Hafsteinsdóttir á fiðlu, Þórunn Ósk Marin-
ósdóttir á víólu, Áshildur Haraldsdóttir á
flautu, Hörður Áskelsson á orgel, Reynir
lónasson á harmonikku, Marion Herrera á
hörpu og sjö félagar úr Schola cantorum
syngja með í einu lagi. El>