Vera - 01.10.2001, Síða 34

Vera - 01.10.2001, Síða 34
Helga Baldvinsdóttir Hvað gerði Bríet á menningarnótt? Það er alltof sjaldgæft nú á dögum að íslend- ingar komi saman til að mótmæla einhverju opinberlega. Það er meira siður okkar að sitja heima yfir Morgunblaðinu og kaffiboll- anum, berja hnefum í borðið og rífast og skammast við okkar nánustu. En þó eru und- antekningar á þessu framtaksleysi - sem bet- ur fer. Eflaust hafa einhver ykkar tekið eftir því síðastliðna menningarnótt að fyrir utan nektardansstaðina Óðal og Maxim's stóðu nokkrar konur í rigningunni með mótmæla- skilti og dreifðu miðum til gangandi vegfar- enda. Hér með viljum við Ijóstra því upp að það vorum við Bríetur sem þar stóðum að verki. Vikuna fyrir menningarnótt höfðum við undirbúið þessi mótmæli á hefðbundinn hátt. í herbúðum Bríetar mál- uðum við mótmælaskilti sem á stóð: NEI, PABBI, EKKI FARA INN! og útbjuggum tvær gerðir af dreifimiðum. Annar dreifmiðinn var byggður á staðreyndum úr skýrslu dómsmálaráðherra. Á þeim miða kemur fram að skipulagt vændi er stundað í tengslum við að minnsta kosti þrjá nektardansstaði f Reykjavík. lafnframt bendir sá miði á þá staðreynd að niðurstöður allra rannsókna benda til þess að 60-90% þeirra kvenna sem stunda vændi hafa verið misnotaðar kynferðislega í barnæsku. Með þessum miða vildum við vekja fólk til umhugsunar um hvort þær konur sem stunda vændi og nektardans eigi í rauninni það vai sem flestir vilja telja sér trú um. Hinn miðinn er settur upp sem auglýsing frá nektar- dansstöðum. Fyrirsögnin á þeim miðum var: Við viijum dóttur þfna... og skrifað undir: Nektardansstaðirnir. Létum til skarar skríða á menningarnótt Menningarnótt varð fyrir valinu vegna þess gffurlega fólksfjölda sem safnast saman í miðborg Reykjavfkur á þessu kvöldi. Okkur fannst forvitnilegt að athuga hvort fólki fyndist listdansgreinin svokallaða viðeigandi á menningar- og fjölskylduviðburði sem þessum. Á miðnætti, um leið og flugeldasýningunni lauk, tókum við okkur stöðu í tröppunum fyrir framan Óðal. Ekki tókst okkur að halda þeirri stöðu lengi þar sem dyravörður staðarins lét okkur hafa það óþvegið og henti okkur niður á gangstéttina. Svo að þar húktum við í mesta sakleysi og dreifðum miðum til vegfarenda. Á þeim tveimur tímum sem við stóðum þarna kom enginn gestur inn á staðinn. Vitum við ekki hvort það var okkur að þakka eða hvort að fastagestir hafi verið uppteknir við að keyra fjölskyldur sínar heim eftir flugeldasýninguna... Viðbrögðin við mótmælunum voru með eindæmum góð. Flestir stoppuðu til að tala við okkur. Vakti seinni dreifimiðinn sem settur var upp sem auglýsing frá nekt- ardansstöðunum sérstaklega sterk viðbrögð. Eins og einn vegfarandi orðaði það: „Mér var alveg sama hvað einhverjar konur úti í bæ voru að gera þangað til ég ímyndaði mér að þetta væri mín eigin dóttir. Þá fór ég að sjá þetta f allt öðru Ijósi." Eftir stutt stopp á skrifstofu Veru þar sem við ljósrit- uðum hundrað miða í viðbót fluttum við okkur um set fyrir framan Maxim's. Það gekk ekki eins vel. Langt var liðið á nóttina og flestir karlarnir sem vildu komast inn á staðinn voru komnir vel í glas. Ruddust þeir framhjá okkur og sumir reyndu að káfa á okkur, greinilega í þeirri trú að við værum nýjar starfstúlkur staðarins. En þrátt fyrir lélegan endasprett heppnaðist kvöldið vel. Viðbrögð fólks við þessum gjörningi voru miklu betri en við þorðum að vona. Fólk var almennt mjög sammála okkur og fannst þetta sniðugt uppátæki. Af viðbrögðunum að dæma virðist sem fólk sé sammáia um að þessir nektardansstaðir séu til háborinnar skammar. 34 myndir. Þórdís

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.