Vera - 01.10.2001, Blaðsíða 37

Vera - 01.10.2001, Blaðsíða 37
Kristín Þóra Harðardóttir kaffifíkill: „Þegar ég hætti að þamba mjólk þá byrjaði ég að drekka kaffi. 13 ára var ég orðin alvöru kaffikona, drakk svart og sykurlaust án þess að blikna. Síðan hef ég elskað kaffi. Fríða vinkona mín kenndi mér svo fyrir nokkrum árum að búa til expressokaffi með soðinni mjólk og ég féll flöt fyrir því. Þegar mjólkurstrokkar til að búa til froðumjólk bættust í hópinn þá var þetta fyrst orðið almennilegt og ég drekk ekki öðruvfsi kaffi núorðið. Það er útilokað að ég komist í gang á morgnana fyrr en ég hef svolgrað í mig einum stórum bolla af slíku mjólkurkaffi á fastandi maga sem maðurinn minn hellir upp á handa okkur. Og það dugar mér allan daginn. Ég hef aldrei skilið fólk sem nennir að sötra þunnt kaffi frá morgni til kvölds. Á virkum dögum drekkum við hjónin kaffið okkar úr hvunndagsbollum en um helgar úr sérstökum sparibollum sem við keyptum okkur á Krít. Ég get ekki hugsað mér að lifa án þessa svarta drykkjar enda fæ ég höfuðverk eftir nokkra tíma ef ég fæ ekki morgunkaffið mitt. Ég er ákaflega stolt yfir því að mér hefur tekist að venja tvær vinkonur mínar á að drekka kaffi á gamals aldri. Þær voru heitir andstæðingar þar til ég bauð þeim upp á alvöru kaffi frá konunum í Kaffitári sem mér finnst framleiða langbesta kaffið hérlendis." Hafdís Hrund Gísladóttir af kaffihúsakynslóðinni „Mér þótti kaffi ógeðslega vont og drakk það aldrei fyrr en ég varð ófrfsk af mínu fyrsta barni fyrir þre- mur árum. Ég hef enga haldbæra skýringu á þeim undarlegheitum, kannski hafa bragðlaukarnir fengið hormónakast. Umpólunin varð fyrir algera tilviljun því ég var gestkomandi í húsi þar sem engrar undankomu var auðið með að þiggja kaffi og þegar ég saup á þótti mér það bara gott! Síðan hef ég drukkið kaffi og kann því vel. Ég drekk nánast hvaða kaffi sem er, gamaldags uppáhellingur með kaldri mjólk finnst mér ekkert síðri en expressokaffi með heitri flóaðri mjólk. Maðurinn minn gaf mér svakafína, appelsínugula expresso-kaffivél í afmælisgjöf eftir að ég tók upp á þessari kaffidrykkju og mér finnst kaffið úr henni æðislega gott. Svo skelli ég mér þó nokkuð á kaffi- húsin í bænum og finnst notalegt að sitja þar með ilmandi bolla. Ég fæ mér alltaf kaffi-latte á kaffi- húsum og finnst það best á Vegamótum en þar er kaffið frá Te og Kaffi. Ég er ekki sólgin í kaffi og drekk það ekki á hverjum einasta degi, suma daga drekk ég mikið af því og aðra daga ekkert. Þetta fer eftir því hvernig ég sjálf er stemmd og hvað ég er að fást við. Ég kaupi alltaf annaðhvort Lavazza-kaffi eða Kaffitárskaffi til að hella upp á heima hjá mér. Svo ætla ég að'koma mér upp kaffikvörn því kaffi er auðvitað allra best nýmalað."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.