Vera - 01.10.2001, Page 41

Vera - 01.10.2001, Page 41
GuSfríður Lilja Grétarsdóttir ^ ■ Islenska sveitin keppir viS konur frá Jemen. Lilja, Harpa l^gólfsdóttir og Áslaug Kristinsdóttir. 2- Lilja horfir á afa sinn, Andrew Þorvaldsson og ömmu sína, GuSfríSi Lilju Benediktsdóttur, tefla. 2- Systkinin aS tefla heima í stofu, f.v. Andri Áss, Helgi Áss, "tagnús Ármann frændi þeirra og GuSfríður Lilja. Lilja viS útskriftina úr Harvard. Hér á landi er fjöldi hámennt- aðra innflytjenda sem fær enga vinnu við sitt hæfi. Við þurfum að spyrja okkur hverju við töp- um með því að nýta ekki hæfi- leika og krafta þessa fólks. bandi! Okkur þykir öllum óskaplega vænt um Harvard. Margir hafa þá hug- mynd að í Harvard komist aðeins auð- ugt forréttindafólk en það er rangt. Harvard er einn eftirsóttasti háskóli heims og óskaplega ríkur, hann getur því valið úr úrvalsfólki alls staðar að. Undanfarin ár hefur verið rekin þar meðvituð stefna í því skyni að búa til sem fjölbreyttastan hóp fólks, með alls kyns bakgrunn og frá hinum ýmsu land- svæðum bæði innan Bandaríkjanna og utan. Við val á nemendum er því ekki eingöngu litið á einkunnir heldur hvað fólk hefur sérstakt fram að færa. Fólk með alls kyns efnahagslegan eða félags- legan bakgrunn er valið inn en styrkir skólans miðast við efnahag, þannig að þau ríku borga full skólagjöld en þau sem ekki hafa efni á að borga fá fullan styrk. Vinir mínir komu t.d. flestir frá venjulegum heimilum og samnemendur mínir voru af öllum stærðum og gerð- um. Stefnunni um fjölbreytilegt og jafn- ræðislegt skólasamfélag er líka framfylgt með því að velja fólk úr minnihlutahóp- um í ábyrgðarstöður, t.d. blökkufólk eða samkynhneigða, sem hafði mikil áhrif í þá átt að minnka fordóma gagnvart þessum hópum. Einnig er mikil áhersla lögð á að fá skapandi fólk inn í skólann enda er skólalífið einstaklega líflegt. Skólasamfélagið var samansafn mesta hæfileikafólks sem ég hef nokkurn tím- ann kynnst. Til dæmis setja nemendur upp tugi leikrita og listasýninga á hverju ári, tvö dagblöð eru gefin út og tímarit frá öllum pólitískum sjónarhornum og ógrynni skólasamtaka eru í gangi sem takast á um ótal mál. Samt er nemenda- samfélagið á BA stigi ekkert stærra en hér í Háskóla íslands. Það var mjög lær- dómsríkt að búa í svona kraftmiklu og fjölmenningarlegu samfélagi og það breytti mér á djúpan og varanlegan hátt. Ég tók virkan þátt í skólalífinu, lék í leik- ritum og tók þátt í sjálfboðavinnu, kenndi t.d. börnum í fátækari hverfum Boston. Sjálfboðavinna er einmitt eitt af fallegum einkennum Bandaríkjamanna, þar er áhersla lögð á að fólk geri eitt- hvað sjálft, leggi sitt af mörkum til sam- félagsins. Við í Evrópu þykjumst svo oft hafa gert okkar bara með því að borga skattana okkar og hugsum svo ekki um borgaralegar skyldur okkar meir. Hér finnst mér fólk líka oft fastara í hefð- bundnum hugsanahætti sem veigrar sér við að vera frumlegur og brjótast út úr fyrirfram sköpuðum ramma - ramma um allt mögulegt, allt frá þvf hvernig sófa við eigum til þess hvað við ætlum að verða og hvernig við hugsum og lif- um yfirleitt. Bandaríkin geta boðið upp á ógrynni lífsramma og þeir eru sveigj- anlegir á alla kanta - þetta er gífurlega dýnamískt samfélag. Hér erum við svo oft föst í ferköntuðum skilgreiningum og jafnvel þeir sem segjast róttækir og öðruvfsi eru í raun alveg jafn hefð- bundnir og náunginn og tileinka sér ná- kvæmlega sama lffsmynstur. Bandaríkja- menn eru Ifka á ýmsan hátt duglegri að vernda og sækja rétt sinn og hrópa hátt ef þeim finnst að borgaralegum réttind- um vegið. Þeir efast oft meira um yfir- völd og það sem þeim er sagt. Við erum stundum meira sofandi á ýmsan hátt - við erum ekki bara ofboðslega hlýðin heldur líka meiri hópsálir sem hafa til- hneigingu til sinnuleysis og þagnar. Mér finnst líka ýmislegt sem einkennir dag- legt Iff Bandarfkjamanna vera heillandi, t.d. almenn bjartsýni, jákvæðni og kurt- eisi. Ég hreinlega sakna þessa eftir að ég kom aftur heim til íslands. Ef mér finnst þetta þá getum við ímyndað okk- ur hvað útlendingum sem flytjast hing- að til lands finnst. Þrátt fyrir að ég segi alla þessa jákvæðu hluti um Bandaríkin og Harvard þá sé ég þetta alls ekki í ein- hverjum barnalegum ljóma - ég hef kynnst dekkri hliðum Bandarfkjanna á mjög raunverulegan og persónulegan hátt og tel mig vita miklu meira um það heldur en flestir. Ég gagnrýni óspart. En það er bara svo auðvelt fyrir okkur að tönnlast á dekkri hliðunum og þykjast betri, það reynir svo lítið á okkur. Ég hef einfaldlega meiri áhuga á því jákvæða sem við getum lært af Bandaríkjamönn- um og bandarískum gildum, hinum ýmsu sviðum í mannlegu lífi sem við getum tekið til fyrirmyndar bæði sem einstaklingar og þjóðarheild - rétt eins og við getum auðvitað tekið ýmsa þætti annarra þjóða til fyrirmyndar. Það að viðurkenna að eitthvað sé langtum betra annars staðar krefst þess að mað- ur taki sjálfan sig til endurskoðunar og hugsi svolítið upp á nýtt, tali öðruvfsi og breyti öðruvísi. Það er miklu erfiðara og kröfuharðara heldur en hitt, en það gefur okkur um leið tilefni til meiri sjálfsvirðingar. Ég er flutt aftur heim af því að mér þykir óskaplega vænt um landið mitt og á hér djúpar rætur, og af því að við eigum svo margt gott hérna, heimalandið hefur alltaf togað í mig. A' stin heldur mér lfka hér heima og togar auðvitað meira í mig heldur en nokkuð annað. Og hún á heima hérna á fslandi... Mér finnst umræðu um samkynhneigð hætta til að verða of einsleit og þar eiga samkynhneigðir sjálfir einnig sök. Samkynhneigð er margbrotin og litrík og fólk kemur að henni með alls kyns hætti. Ég sjálf hef verið hrifin af karlmönnum, bæði Ifkam- lega og andlega. En ég held að ef fólk er opið fyrir sjálfu sér og umhverfi sínu og heiðarlegt gagnvart tilfinningum sínum þá geti það einfaldlega gerst, eins og í mínu tilviki að ég vaknaði einn daginn - á fegursta degi lífsins - og uppgötvaði þessa ást. Steina er eina konan í lífi mínu og um leið er hún ást lífs míns. Fyrir mig skiptir engu máli hvernig ég er skilgreind út frá þeirri staðreynd - hvort ég sé talin tvfkynhneigð eða samkyn- hneigð kona, eða gagnkynhneigð kona sem opnaði líf sitt fyrir konu sem hún er ástfangin af. Núna lifi ég lesbísku lífi og finnst það fallegasta Iff sem ég get Sjálfboðavinna er einmitt eitt af fallegum einkennum Banda- ríkjamanna, þar er áhersla lögð á að fólk geri eitthvað sjálft, leggi sitt af mörkum til samfélagsins. Við í Evrópu þykjumst svo oft hafa gert okkar bara með því að borga skattana okkar og hugsum svo ekki um borgaralegar skyldur okkar meir.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.