Vera - 01.10.2001, Síða 42

Vera - 01.10.2001, Síða 42
42 hugsað mér af því að ég lifi með falleg- ustu manneskju sem ég hef kynnst. Saga mín og ást, eins og svo margra annarra sem hafa sagt sögu sína, hefur mikilvæga félagslega þýðingu fyrir fullt af fólki f kringum okkur sem líður illa, sem er jafnvel á barmi örvæntingar. Það er ekki bara samkynhneigt fólk sem hómófóbía bitnará, langt frá því. Hún bitnar á okkur öllum - hún bitnar á fjöl- skyldum samkynhneigðra, vinum þeirra og vandamönnum sem margir upplifa gríðarlega sorg og átök. Þetta er óþol- andi staðreynd, fullkomlega óþolandi, og segir okkur hversu langt við eigum á ýmsan hátt í land í raunverulegum frels- ismálum. Ég lít á baráttu samkyn- hneigðra sem hluta af kvenfrelsisbar- áttu, baráttunni fyrir því að stokka upp hefðbundnar kynhugmyndir og brjóta upp mynstur ánauðar og óréttis sem byggt hefur verið á rígbundnum hug- myndum um „eðli" kvenna og karla. Það að hrista upp í þessum hugmyndum ógnar ýmsum, en hvað segir það um þá? Það sem ógnar okkur mest er ein- mitt það sem við finnum að er hluti af okkur sjálfum. Þegar á reynir erum við öll hræddust við okkur sjálf. Þegar við lítum í kringum okkur sjáum við að þar sem kvenfrelsi er mest í hávegum haft þar eru réttindi samkynhneigðra mest. Auðvitað set ég mig núna á bás með baráttu samkynhneigðra, að sjálfsögðu, af því að ég á kærustu. Og það er margt sem gerir mig hreinlega agndofa. Er það til dæmis ekki merkilegt að allt í einu eigi ég að vera orðin vanhæfari móðir heldur en ég var fyrir tveimur árum þeg- ar ég var með manni? Eða fyrir einu og hálfu þegar ég var einstæð?! Hvað segir það um það hvernig ég er skilgreind sem kona?! Vegna þess að ég lifi með konu þá eru allt í einu komnir upp alls kyns veggir gagnvart mér og skilgrein- ingar um mig sem voru ekki til f dæm- inu áður. Ég sem „kona", ég sem „móðir" hef allt í einu breyst í augum umheims- ins, hrapað niður einhvers konar hæfn- isstiga í hin ýmsu hlutverk, jafnvel breyst í „útliti" og sem „fyrirmynd". Þetta er hróplega hlægilegt en sorglegt um leið. Lilja bjó f sex ár með bandarískum manni. Þau voru saman í Harvard og fóru síðan til Berlínar og Englands. „Adam fékk styrk til að rannsaka áhrif þess að opnaðist milli austurs og vest- urs þegar Berlínarmúrinn féll og ræddi við fjölda fólks f tengslum við rannsókn- ina. Ég vann með honum að þessum viðtölum og starfaði einnig í menning- armiðstöð fyrir innflytjendakonur sem voru aðallega frá Kúrdistan og Týrk- landi. Þær höfðu einangrast heima á meðan menn þeirra voru í vinnu og f menningarmiðstöðinni gátu þær kynnst Hér finnst mér fólk líka oft fast- ara í hefðbundnum hugsana- hætti sem veigrar sér við að vera frumlegur og brjótast út úr fyrirfram sköpuðum ramma - ramma um allt mögulegt, allt fró því hvernig sófa við eigum til þess hvað við ætlum að verða og hvernig við hugsum og lifum yfirleitt. hver annarri og lært ýmislegt gagnlegt. Við kenndum þeim þýsku, fræddum þær um ýmis grundvallarréttindi og kennd- um þeim m.a. að hjóla svo þær gætu farið sinna eigin ferða." Eftir að hafa búið í Berlín ferðaðist Lilja og vann að verkefnum í ýmsum löndum Evrópu og loks fluttu þau Adam til London og Lilja fór f mastersnám í stjórnmálaheimspeki í Cambridge. Viðfangsefni mastersverk- efnisins, sem hún iauk sumarið 2000, var sautjándu aldar heimspekingurinn Benedikt Spinoza. „Ég hafði hugsað mér að taka fyrir málefni sem tengjast kven- frelsi, eins og t.d. umskurð kvenna, og halda áfram að velta fyrir mér mjög erf- iðum spurningum um rétt ólíkra menn-

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.