Vera - 01.10.2001, Blaðsíða 43

Vera - 01.10.2001, Blaðsíða 43
GuöfríSur Lilja Grétarsdóttir ingarheima til að halda við hefðum sfnum þegar a.m.k. við á Vesturlöndum lítum á þær sem hræðileg mannréttindabrot. Er til eitthvað sem heitir grundvallarbrot á mannréttindum eða eiga mismunandi menningarhefðir að fá að haldast, og ef svo er hvar drögum við þá línuna og með hvaða rökum - og með röddum hverra? Ég vann heilmikið að þessu verkefni og skrifaði um það ritgerð en þegar ég fór á námskeið um Spin- oza varð ég svo hrifin af textunum hans að ég ákvað að skrifa lokaritgerðina um hann. Spinoza var hollenskur gyðingur og ég skrifaði um hugmyndir hans um frelsishugtakið og borg- aralega vináttu sem ég kynnti í rabbi Rannsóknastofu í kvennafræðum 1. nóvember undir heitinu: Spinoza, vináttan og femínismi." Sl. sumar var Lilja í forsvari fyrir málþingi sem haldið var í ReykjavíkurAkademíunni 16. júní undir heitinu Þjóðhátíð hverra? Sjálfsmynd og þjóðernisvitund íslendinga og innflytj- enda. Hugmyndin kviknaði hjá hópi sjálfstætt starfandi fræði- manna í ReykjavíkurAkademíunni sem Lilja kynntist þegar hún vann sérverkefni fyrir Akademíuna. „Ég var mjög ánægð með málþingið, sérstaklega hvað margir innflytjendur töluðu. Það er svo mikilvægt að við heyrum raddir þeirra og að þau hafi aðgang að samfélagsumræðunni. Hvað varðar málefni innflytjenda þá er hægt er að setja ýmis lög og reglur sem eiga að bæta réttindi þeirra en hins vegar er mikið af sál- fræðilegum og félagslegum staðreyndum um okkur sem ein- staklinga, sem íslendinga og sem samfélag sem ekki er hægt að skrifa í lög. Það snýst um það hvernig við komum fram og hvernig við hugsum um okkur sjálf og þar finnst mér oft vera grundvallarmunur á Bandaríkjamönnum og Evrópubúum. Hér, rétt eins og í ýmsum löndum Evrópu, fá innflytjendur oft ekki tilfinningalegt eða félagslegt frelsi til að skilgreina sig sem ís- lendinga þótt búið sé að tryggja þeim lagalegt jafnrétti. Við verðum því öll að taka þátt f því að víkka út skilgreininguna á þvf hvað það er að vera íslendingur og hverjir fá tilkall til þess. Þetta er á margan hátt öðruvísi vestan hafs, þar geta innflytjendur kallað sig Bandaríkjamenn miklu fyrr. Besta vin- kona mín frá Harvard er t.d. frá Kóreu og flutti til Bandaríkj- anna 12 ára gömul. Henni myndi aldrei detta í hug að hún væri eitthvað minna bandarísk heldur en næsti maður og ekki heldur fólkinu í kringum hana. Þar er skírskotað meira til borgaralegra réttinda og gilda en hér á (slandi og í Evrópu er miklu meira gert úr kynþætti, litarhætti, tungumáli og ættar- tölu. Þetta situr svo fast í okkur en þessu er hægt að breyta, ef við viljum. í Þýskalandi kynntist ég því hvernig þriðja kyn- slóð Kúrda sem talaði reiprennandi þýsku og hafði aldrei búið í Kúrdistan eða Tyrklandi gat samt ekki talið sig Þjóð- verja. Þau voru föst einhvers staðar þarna á miili. Svona er þetta lfka í Skandinavíu og svona verður þetta hér ef við reyn- um ekki að gera betur.” Þegar talið berst aftur að íslandi segir Lilja mikilvægt að við drögum lærdóm af sögunni. Þar rifjar hún upp hvernig tekið var á málefnum gyðinga sem flúðu hingað undan nasistum. Þeir fengu ekki pólitískt hæli og voru sendir úr landi, sumir í opinn dauðann. Einnig að gerður var samningur á sjötta áratugnum um það að svartir hermenn mættu ekki dvelja f herstöðinni á Keflavfkurflugvelli til þess að ekki fæddust „svört börn" á íslandi. „Mér finnst þetta mjög sorglegar staðreyndir og sem sagnfræðingur finnst mér mikil- vægt að við séum meðvituð um söguna frá sem flestum hlið- um. Það hafa Þjóðverjar t.d. reynt að gera með ýmsum hætti og það er hægt að draga lærdóm af þvf. Hér á íslandi erum við á vissan hátt að endurtaka það sem gerðist á strfðsár- unum þegar hámenntaðir gyðingar voru settir f að grafa skurði. Hér á landi er fjöldi hámenntaðra innflytjenda sem fær enga vinnu við sitt hæfi. Við þurfum að spyrja okkur hverju við töpum með því að nýta ekki hæfileika og krafta þessa fólks.” Guðfríður Lilja telur að íslendingar geti auðgast mjög af því að hingað flytji fólk af erlendum uppruna. Henni finnst að við getum lært af mistökum sem aðrar þjóðir hafa gert í innflytjendamálum og vill leggja sitt af mörkum. Það gerir hún m.a. með því að aðstoða innflytjendur sem hún hefur kynnst við að skrifa blaðagreinar og fylgjast með fréttum. „Það skiptir miklu máli hvað stendur í sögubókunum sem við kenn- um börnunum okkar en svokölluð fræðsla nær hins vegar ein- göngu ákveðið langt. Hún nær aldrei alla leið. Við getum „frætt" börnin okkar endalaust um að kynþáttafordómar séu af hinu slæma en ef þau alast upp við það að konur af öðrum litarhætti fylla öll „lægstu" störf þessa lands, hversu langt nær þá slík fræðsla? Raunveruleikinn sem við sjáum í kringum okkur kennir okkur öllum miklu meir en það sem okkur er sagt og það er það sem skiptir máli. Við verðum að alast upp við það að fólk af öðrum litarhætti eða frá öðrum menningar- heimi sé í ábyrgðarstöðum á mismunandi sviðum, íslenskum ábyrgðarstöðum. Þá verður fyrst einhver tenging á milli fræðslunnar og raunverulegrar upplifunar. Mér finnst það mjög alvarlegt mál að margt fólk sem hefur gert ísland að föðurlandi sfnu fær oft ekki að gefa til samfélagsins eins og það gæti og hefur hæfileika til. Því líður oftar en ekki eins og þau séu útilokuð frá að vera virkir meðlimir samfélagsins. Það er átakanleg staðreynd fyrir okkur íslendinga sem við verðum að horfast í augu við og spyrja okkur sjálf af heiðarleika og einurð: er það svona þjóð sem við viljum © \o^HW5IÐ Nýjar vörur □ Flottar aðskornar heilsárskápur □ Heilsárskápur □ Ullarkápur, stuttar og síðar □ Stuttir kanínupelsar □ Ódýrir gervipelsar □ Úlpur-Jakkar □ Hattar - Húfur □ Silki - Sjöl - Slæður Mörkinni 6, 108 Reykjavík Sími 588 5518 Opið laugardag 10-15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.